Enski boltinn

Gæti verið refsað fyrir að gefa treyjuna sína

Anton Ingi Leifsson skrifar
Silva kastar treyjunni til verkamannsins.
Silva kastar treyjunni til verkamannsins. Charlotte Wilson/Getty

Varnarmaður Chelsea, Thiago Silva, gæti átt yfir höfði sér refsingu fyrir að gefa starfsmanni á Cravan Cottage, heimavelli Fulham, treyjuna sína í gær.

Chelsea vann mikilvægan 1-0 sigur á Fulham í Lundúnarslagnum í gær en heimamenn í Fulham fengu rautt spjald í fyrri hálfleik. Það tók þó tíma fyrir Chelsea að brjóta þá niður.

Vegna kórónuveirunnar mega leikmenn ekki gefa treyjur sínar eða skipta á þeim eins og tíðkast en Brasilíumaðurinn gerði það þó eftir leikinn í gær.

Vinnumaður, sem vinnur að viðgerð á velli Fulham, fékk treyjuna hjá Silva eftir leikinn og enski miðillinn Daily Mail segir að Silva gæti átt yfir höfði sér refsingu.

Ekki er þó vitað hver refsiramminn er; hvort að það verður sekt eða hvort að varnarmaðurinn knái gæti verið dæmdur í leikbann.

Chelsea er í sjöunda sætinu eftir sigurinn í gær.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.