Erlent

Kallas fær umboðið í Eistlandi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Útlit er fyrir að Kaja Kallas verði fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Eistlands.
Útlit er fyrir að Kaja Kallas verði fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Eistlands. EPA/Valda Kalnina

Kaja Kallas, leiðtogi Umbótaflokksins, fékk í dag umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í Eistlandi. Útlit er því fyrir að hún verði fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra í landinu.

Samkvæmt Verdens Gang á flokkur Kallas nú í viðræðum við Miðflokkinn um að mynda saman stjórn.

Kaja Kallas er dóttir Siims Kallas sem var forsætisráðherra frá 2002 til 2003 í samsteypustjórn með Miðflokknum.

Jüri Ratas, leiðtogi Miðflokksins, sagði af sér sem forsætisráðherra í gær og stjórnin féll en þrýstingur á Ratas hafði aukist vegna mútumáls sem fjöldi háttsettra stjórnmálamanna í landinu hefur verið bendlaður við.

Spillingarmálið snýr að rannsókn á byggingu verslunarmiðstöðvar í höfuðborginni Tallinn. Mikill fjöldi háttsettra stjórnmálamanna innan Miðflokksins kemur þar við sögu og rannsakað er hvað hafi orðið um tugi milljóna evra, sem eyrnamerktir voru til stuðnings fyrirtækja vegna heimsfaraldursins.

Ratas sagði í yfirlýsingu að hann þekki ekki til þess að lögbrot hafi verið framin, en að hann sem leiðtogi flokksins beri sem slíkur ábyrgð. Því hafi hann ákveðið að segja af sér.


Tengdar fréttir

For­sætis­ráð­herra Eist­lands segir af sér í skugga mútu­máls

Jüri Ratas, forsætisráðherra Eistlands, hefur ákveðið að segja af sér. Frá þessu greindi forsætisráðherrann í morgun en þrýstingur á Ratas hefur aukist mikið síðustu misserin vegna mútumáls sem fjöldi háttsettra stjórnmálamanna í landinu hefur verið bendlaður við.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×