Tottenham missteig sig gegn nýliðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jose Mourinho lifir sig inn í leikinn í kvöld.
Jose Mourinho lifir sig inn í leikinn í kvöld. Glyn Kirk/Getty

Tottenham og Fulham gerðu 1-1 jafntefli í kvöld í leik sem átti að fara að fara fram milli jóla og nýárs en var frestað vegna kórónuveirusmita hjá Fulham.

Það voru heimamenn sem byrjuðu betur og komust yfir á 25. mínútu. Þar var að verki Harry Kane eftir fyrirgjöf frá spænska bakverðinum Sergio Reguilon. Þaning stóðu leikar í hálfleik.

Fulham sótti í sig veðrið í síðari hálfleik en Heung-Min Son var nálægt því að tvöfalda forystuna fyrir Tottenham. Skot hans endaði í stönginni og beint í fangið á markverði Fulham.

Það var svo stundarfjórðungi fyrir leikslok sem Ivan Cavaleiro jafnaði metin eftir undirbúning varamannsins Ademola Lookman.

Tottenham kom boltanum í markið áður en yfir lauk en dæmt var rangstæða. Lokatölur 1-1.

Tottenham er í sjötta sætinu með 30 stig en Fulham er í átjánda sætinu með tólf stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.