Erlent

Útiloka ekki að Trump verði ákærður

Sylvía Hall skrifar
Donald Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í gær.
Donald Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í gær. Getty/Shawn Thew

Saksóknarinn Michael Sherwin segir rannsóknina á þeirri árás sem var gerð á þinghúsið í gær fyrst og fremst snúa að því að rannsaka hverjir stuðluðu að ofbeldi og óeirðum innan veggja hússins. Á þessu stigi sé það forgangsmál, þó ekki sé útilokað að fleiri verði ákærðir fyrir sinn þátt.

Þegar Sherwin var spurður á blaðamannafundi í dag hvort til greina kæmi að ákæra Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir sinn þátt útilokaði hann það ekki. „Við erum að skoða alla leikmenn og alla þá sem léku einhvern þátt í óeirðunum. Ef sönnunargögnin benda til glæps verða þeir ákærðir.“

Trump var sjálfur viðstaddur mótmælafund áður en ráðist var inn í þinghúsið, þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til þess að berjast fyrir sig.

Þannig séu fleiri einstaklingar til rannsóknar, ekki bara þeir sem beinlínis fóru inn í þinghúsið. Mikið uppþot varð þegar stuðningsmenn Trump réðust inn í húsið og létust alls fjórir; ein kona sem var skotin til bana af lögreglu og þrír aðrir af öðrum heilsufarsástæðum.

New York Times hefur greint frá því að Pat Cipollone, sem fer fyrir lögmannateymi forsetans, varaði Trump við því að ummæli hans gætu leitt til þess að hann yrði dreginn til ábyrgðar fyrir óeirðirnar.


Tengdar fréttir

Sagði atburði gærdagsins afleiðingu valdatíðar Trump

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt viðbrögð lögreglu við árásinni á þinghúsið í gær harðlega. Hann segir óásættanlegt að hugsa til þess að lögregla hefði brugðist við af meiri hörku ef um Black Lives Matter mótmæli væri að ræða.

Pelosi biðlar til Pence að svipta Trump völdum

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur óskað eftir því að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og ríkisstjórnin svipti Donald Trump Bandaríkjaforseta völdum.

Geta ekki beðið í þrettán daga

Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×