Geta ekki beðið í þrettán daga Sylvía Hall skrifar 7. janúar 2021 17:39 Frá þingfundi í nótt. Þingmenn úr báðum flokkum eru sagðir órólegir og vilja losna við Trump úr embætti. Getty/Greg Nash Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. Bæði þingmenn úr röðum Repúblikana- og Demókrataflokksins hafa lýst þeirri skoðun sinni að það sé ótækt að Trump sitji lengur í embætti eftir atburði gærdagsins, þegar múgur réðst inn í þinghúsið til þess að lýsa yfir stuðningi við hann og mótmæla kjöri Biden. Viðbrögð Trump hafa verið harðlega gagnrýnd þar sem hann gerði lítið til þess að lægja öldurnar og sagðist skilja reiði þeirra. Fjórir létust í árásinni á þinghúsið, þar á meðal ein kona, stuðningsmaður Donalds Trump, sem skotin var til bana af lögreglu. Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter sáu ástæðu til þess að taka færslur forsetans til skoðunar og var lokað á aðgang hans í kjölfar þeirra. Adam Kinzinger, þingmaður Repúblikanaflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar eftir því að viðaukinn verði virkjaður. Það sé nauðsynlegt til þess að vernda lýðræðið. „Gærdagurinn var sorgardagur eins og við vitum öll,“ sagði hann og bætti við að Trump og aðrir leiðtogar bæru mikla ábyrgð á því sem gerðist í gær. Styrkur stjórnarskrárinnar og lýðræðisins hafi þó haldið en það væri nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að tryggja öryggi bandarísku þjóðarinnar. It’s with a heavy heart I am calling for the sake of our Democracy that the 25th Amendment be invoked. My statement: pic.twitter.com/yVyQrYcjuD— Adam Kinzinger (@RepKinzinger) January 7, 2021 Þá hefur Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagt óásættanlegt að Trump sitji áfram í embætti. Samflokkskona hans í fulltrúadeildinni, þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez, segir nauðsynlegt að þingið komi saman og hefji ákæruferli ef viðaukinn verði ekki virkjaður. „Við búum ekki svo vel að hafa tíma,“ skrifaði hún. If the 25th amendment is not invoked today, Congress must reconvene immediately for impeachment and removal proceedings.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 7, 2021 Í gær var greint frá því að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar um að virkja viðaukann og að Mike Pence, fráfarandi varaforseti, tæki þá við embætti forseta fram að embættistöku Biden. Ekkert var þó staðfest í þeim efnum en svo virðist sem fleiri séu sammála þeirri skoðun. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Sjá meira
Bæði þingmenn úr röðum Repúblikana- og Demókrataflokksins hafa lýst þeirri skoðun sinni að það sé ótækt að Trump sitji lengur í embætti eftir atburði gærdagsins, þegar múgur réðst inn í þinghúsið til þess að lýsa yfir stuðningi við hann og mótmæla kjöri Biden. Viðbrögð Trump hafa verið harðlega gagnrýnd þar sem hann gerði lítið til þess að lægja öldurnar og sagðist skilja reiði þeirra. Fjórir létust í árásinni á þinghúsið, þar á meðal ein kona, stuðningsmaður Donalds Trump, sem skotin var til bana af lögreglu. Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter sáu ástæðu til þess að taka færslur forsetans til skoðunar og var lokað á aðgang hans í kjölfar þeirra. Adam Kinzinger, þingmaður Repúblikanaflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar eftir því að viðaukinn verði virkjaður. Það sé nauðsynlegt til þess að vernda lýðræðið. „Gærdagurinn var sorgardagur eins og við vitum öll,“ sagði hann og bætti við að Trump og aðrir leiðtogar bæru mikla ábyrgð á því sem gerðist í gær. Styrkur stjórnarskrárinnar og lýðræðisins hafi þó haldið en það væri nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að tryggja öryggi bandarísku þjóðarinnar. It’s with a heavy heart I am calling for the sake of our Democracy that the 25th Amendment be invoked. My statement: pic.twitter.com/yVyQrYcjuD— Adam Kinzinger (@RepKinzinger) January 7, 2021 Þá hefur Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagt óásættanlegt að Trump sitji áfram í embætti. Samflokkskona hans í fulltrúadeildinni, þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez, segir nauðsynlegt að þingið komi saman og hefji ákæruferli ef viðaukinn verði ekki virkjaður. „Við búum ekki svo vel að hafa tíma,“ skrifaði hún. If the 25th amendment is not invoked today, Congress must reconvene immediately for impeachment and removal proceedings.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 7, 2021 Í gær var greint frá því að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar um að virkja viðaukann og að Mike Pence, fráfarandi varaforseti, tæki þá við embætti forseta fram að embættistöku Biden. Ekkert var þó staðfest í þeim efnum en svo virðist sem fleiri séu sammála þeirri skoðun.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Sjá meira
Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11
„Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26
„Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37