Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2021 07:02 Ótrúleg atburðarás varð við þinghús Bandaríkjaþings, Capitol Hill, í gær þegar æstur múgur, stuðningsmenn Trumps, braut sér leið inn í húsið. Getty/Robert Nickelsberg Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. Þar á meðal er ein kona, stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, sem skotin var til bana af lögreglu þegar æstur múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið í gær. Hinir þrír eru sagðir hafa látist af öðrum orsökum sem tengjast heilsufari þeirra. Þá hafa 52 verið handteknir í tengslum við óeirðirnar en CNN greinir frá því að 47 þeirra hafi verið handteknir fyrir að brjóta gegn útgöngubanni sem tók gildi í Washington-borg klukkan sex í gærkvöldi að staðartíma, 23 að íslenskum tíma. Bannið gildir í tólf tíma. Bandaríkjaþing kom aftur saman til fundar í nótt til að staðfesta atkvæði kjörmanna í bandarísku forsetakosningunum og staðfesta þar með kjör Joe Bidens sem næsta forseta Bandaríkjanna. Þingið hefur nú loks staðfest kjörið eftir hin ótrúlegu atburðarás gærdagsins. Það var Mike Pence, fráfarandi varaforseti og einn helsti bandamaður Trumps undanfarin ár, sem las upp niðurstöðu atkvæðagreiðslu kjörmannanna og staðfesti þar með að Biden og Harris væru réttkjörin sem forseti og varaforseti Bandaríkjanna. Vísir fylgist áfram grannt með gangi mála í Bandaríkjunum og í vaktinni hér fyrir neðan má fylgjast með öllu því helsta. Fréttin var uppfærð klukkan 09:20.
Þar á meðal er ein kona, stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, sem skotin var til bana af lögreglu þegar æstur múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið í gær. Hinir þrír eru sagðir hafa látist af öðrum orsökum sem tengjast heilsufari þeirra. Þá hafa 52 verið handteknir í tengslum við óeirðirnar en CNN greinir frá því að 47 þeirra hafi verið handteknir fyrir að brjóta gegn útgöngubanni sem tók gildi í Washington-borg klukkan sex í gærkvöldi að staðartíma, 23 að íslenskum tíma. Bannið gildir í tólf tíma. Bandaríkjaþing kom aftur saman til fundar í nótt til að staðfesta atkvæði kjörmanna í bandarísku forsetakosningunum og staðfesta þar með kjör Joe Bidens sem næsta forseta Bandaríkjanna. Þingið hefur nú loks staðfest kjörið eftir hin ótrúlegu atburðarás gærdagsins. Það var Mike Pence, fráfarandi varaforseti og einn helsti bandamaður Trumps undanfarin ár, sem las upp niðurstöðu atkvæðagreiðslu kjörmannanna og staðfesti þar með að Biden og Harris væru réttkjörin sem forseti og varaforseti Bandaríkjanna. Vísir fylgist áfram grannt með gangi mála í Bandaríkjunum og í vaktinni hér fyrir neðan má fylgjast með öllu því helsta. Fréttin var uppfærð klukkan 09:20.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira