Enski boltinn

Leikmenn kvennaliðs Arsenal brjálaðar út í Dúbaí ferð samherja sinna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katie McCabe, númer fimmtán, var ein þeirra sem ferðuðust til furstadæmanna.
Katie McCabe, númer fimmtán, var ein þeirra sem ferðuðust til furstadæmanna. Alex Burstow/Getty Images

Það er mikið kurr í herbúðum kvennaliðs Arsenal eftir að þrír leikmenn ákváðu að ferðast til Dúbaí yfir jólin í skemmtiferð.

Enska úrvalsdeildin var í fríi yfir jólin og því nýttu þrír leikmenn Lundúnarliðsins tækifærið og skelltu sér í meiri hita og strönd í miðjum heimsfaraldri.

Það gekk ekki betur en svo að þegar leikmennirnir snéru til baka greindist einn þeirra með kórónuveiruna og nú eru samherjar sem og starfsfólk allt annað en ánægð með niðurstöðuna.

Katie McCabe var á meðal þeirra sem fór til Arsenal en ekki kemur fram hverjar hinar tvær voru eða hvaða leikmaður hefur greinst með kórónuveiruna.

Samherjar þeirra eru óánægðar með þessa furðulegu ákvörðun og segja hana ábyrgðarlausa. Félagið hélt að þær hefðu farið í viðskiptaferð en Arsenal rannsakar nú ferðina.

Þessar fréttir koma einungis nokkrum dögum eftir að leikmenn kvennaliðs Man. City greindust með veiruna, einnig eftir að hafa ferðast til furstadæmanna.

Þar greindust fjórir leikmenn með veiruna en Arsenal hefur óskað eftir því að leikur liðsins gegn Aston Villa á laugardag verði frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×