Enski boltinn

Segist vera víkingur en vill nýja legghlíf

Sindri Sverrisson skrifar
Pierre-Emile Höjbjerg losar af sér legghlífina eftir tæklinguna í gærkvöld.
Pierre-Emile Höjbjerg losar af sér legghlífina eftir tæklinguna í gærkvöld. Getty/Alex Livesey

Danski miðjumaðurinn Pierre-Emile Höjbjerg í liði Tottenham erfir það ekki við Joshua Dasilva að hafa tæklað hann til blóðs í enska deildabikarnum í gærkvöld. Atvikið má sjá hér í greininni.

Dasilva fékk rautt spjald á 85. mínútu eftir að hafa farið með sólann í legg Höjbjergs, í 2-0 sigri Tottenham á Brentford í undanúrslitum deildabikarsins. Höjberg lá eftir en gat svo gengið óstuddur af velli, með blóðugan legginn. Honum var þó skipt af velli en virtist ekki hafa orðið mjög meint af.

Klippa: Höjberg tæklaður til blóðs

Dasilva sagðist á Twitter eftir leik ætla að læra af atvikinu, og kvaðst aldrei hafa vísvitandi ætlað að meiða Höjbjerg. Daninn tók því vel og skrifaði:

„Auðvitað ætlaðir þú ekki að gera þetta, svo ekki hafa áhyggjur. Ég er víkingur og líður vel. En… þú skuldar mér nýja legghlíf.“ Höjbjerg bætti svo við að Dasilva ætti bjarta framtíð fyrir sér og óskaði honum alls hins besta.

Tottenham er eins og fyrr segir komið í úrslitaleik keppninnar og mætir þar sigurliðinu úr leik Manchester United og Manchester City sem fram fer í kvöld. Úrslitaleikurinn er á Wembley 25. apríl.


Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Halda undanúrslitaófarir United áfram?

Tekst Manchester United að komast í fyrsta úrslitaleikinn undir stjórn Ole Gunnars Solskjær eða kemst Manchester City í fjórða úrslitaleikinn í enska deildabikarnum í röð?

Tottenham í úrslit

Tottenham er komið í úrslitaleik enska deildarbikarsins eftir 2-0 sigur á B-deildarliðinu Brentford á Tottenham leikvanginum í kvöld. Mörkin skoruðu þeir Son Heung-Min og Moussa Sissoko.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×