Solskjær í Manchester-slaginn án afsakana Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2021 15:45 Ole Gunnar Solskjær ætlar sér að vinna titla með Manchester United. Getty/Rui Vieira Ole Gunnar Solskjær segir að það yrði stórt skref fyrir lið sitt að landa titli en Manchester United mætir Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins í fótbolta annað kvöld. United hefur ekki landað titli síðan vorið 2017 þegar liðið vann Evrópudeildina. Liðið komst í undanúrslit deildabikarsins í fyrra og mætti þá einnig City en tapaði einvíginu samanlagt 3-2 í tveimur leikjum. Vegna kórónuveirufaraldursins verða ekki tveir leikir á milli liðanna nú heldur verður leikið til þrautar á Old Trafford annað kvöld. „Við erum með gott sjálfstraust,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi fyrir leikinn á morgun. Hann er með sinn sterkasta hóp fyrir utan að Edinson Cavani tekur út annan leikinn í þriggja leikja banni sem hann fékk fyrir skrif á samfélagsmiðlum. „Við förum í þennan leik í góðu formi svo það eru engar afsakanir. Næsti leikur er alltaf mikilvægur en í undanúrslitaleik fær maður tækifæri til að komast í úrslitaleik og krækja í bikar, sem yrði mjög stórt skref fyrir þetta lið,“ sagði Solskjær. „Við höfum þróast mikið síðustu tólf mánuðina frá því að við vorum síðast í undanúrslitum deildabikarsins. En þetta snýst ekki bara um að læra að vinna undanúrslitaleiki. Við höfum líka unnið fyrir því að líða þannig að við getum farið alla leið með okkar frammistöðu. Maður spilar fótbolta til að vinna titla, jafnvel þó að þegar maður vinnur titil þá stefni maður bara á þann næsta. Þetta eykur hungrið í að fá meira. Hópurinn er einbeittur og við erum klárir í slaginn og teljum okkur vel undirbúna fyrir þennan leik,“ sagði Solskjær. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Sjá meira
United hefur ekki landað titli síðan vorið 2017 þegar liðið vann Evrópudeildina. Liðið komst í undanúrslit deildabikarsins í fyrra og mætti þá einnig City en tapaði einvíginu samanlagt 3-2 í tveimur leikjum. Vegna kórónuveirufaraldursins verða ekki tveir leikir á milli liðanna nú heldur verður leikið til þrautar á Old Trafford annað kvöld. „Við erum með gott sjálfstraust,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi fyrir leikinn á morgun. Hann er með sinn sterkasta hóp fyrir utan að Edinson Cavani tekur út annan leikinn í þriggja leikja banni sem hann fékk fyrir skrif á samfélagsmiðlum. „Við förum í þennan leik í góðu formi svo það eru engar afsakanir. Næsti leikur er alltaf mikilvægur en í undanúrslitaleik fær maður tækifæri til að komast í úrslitaleik og krækja í bikar, sem yrði mjög stórt skref fyrir þetta lið,“ sagði Solskjær. „Við höfum þróast mikið síðustu tólf mánuðina frá því að við vorum síðast í undanúrslitum deildabikarsins. En þetta snýst ekki bara um að læra að vinna undanúrslitaleiki. Við höfum líka unnið fyrir því að líða þannig að við getum farið alla leið með okkar frammistöðu. Maður spilar fótbolta til að vinna titla, jafnvel þó að þegar maður vinnur titil þá stefni maður bara á þann næsta. Þetta eykur hungrið í að fá meira. Hópurinn er einbeittur og við erum klárir í slaginn og teljum okkur vel undirbúna fyrir þennan leik,“ sagði Solskjær. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Sjá meira