Solskjær í Manchester-slaginn án afsakana Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2021 15:45 Ole Gunnar Solskjær ætlar sér að vinna titla með Manchester United. Getty/Rui Vieira Ole Gunnar Solskjær segir að það yrði stórt skref fyrir lið sitt að landa titli en Manchester United mætir Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins í fótbolta annað kvöld. United hefur ekki landað titli síðan vorið 2017 þegar liðið vann Evrópudeildina. Liðið komst í undanúrslit deildabikarsins í fyrra og mætti þá einnig City en tapaði einvíginu samanlagt 3-2 í tveimur leikjum. Vegna kórónuveirufaraldursins verða ekki tveir leikir á milli liðanna nú heldur verður leikið til þrautar á Old Trafford annað kvöld. „Við erum með gott sjálfstraust,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi fyrir leikinn á morgun. Hann er með sinn sterkasta hóp fyrir utan að Edinson Cavani tekur út annan leikinn í þriggja leikja banni sem hann fékk fyrir skrif á samfélagsmiðlum. „Við förum í þennan leik í góðu formi svo það eru engar afsakanir. Næsti leikur er alltaf mikilvægur en í undanúrslitaleik fær maður tækifæri til að komast í úrslitaleik og krækja í bikar, sem yrði mjög stórt skref fyrir þetta lið,“ sagði Solskjær. „Við höfum þróast mikið síðustu tólf mánuðina frá því að við vorum síðast í undanúrslitum deildabikarsins. En þetta snýst ekki bara um að læra að vinna undanúrslitaleiki. Við höfum líka unnið fyrir því að líða þannig að við getum farið alla leið með okkar frammistöðu. Maður spilar fótbolta til að vinna titla, jafnvel þó að þegar maður vinnur titil þá stefni maður bara á þann næsta. Þetta eykur hungrið í að fá meira. Hópurinn er einbeittur og við erum klárir í slaginn og teljum okkur vel undirbúna fyrir þennan leik,“ sagði Solskjær. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
United hefur ekki landað titli síðan vorið 2017 þegar liðið vann Evrópudeildina. Liðið komst í undanúrslit deildabikarsins í fyrra og mætti þá einnig City en tapaði einvíginu samanlagt 3-2 í tveimur leikjum. Vegna kórónuveirufaraldursins verða ekki tveir leikir á milli liðanna nú heldur verður leikið til þrautar á Old Trafford annað kvöld. „Við erum með gott sjálfstraust,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi fyrir leikinn á morgun. Hann er með sinn sterkasta hóp fyrir utan að Edinson Cavani tekur út annan leikinn í þriggja leikja banni sem hann fékk fyrir skrif á samfélagsmiðlum. „Við förum í þennan leik í góðu formi svo það eru engar afsakanir. Næsti leikur er alltaf mikilvægur en í undanúrslitaleik fær maður tækifæri til að komast í úrslitaleik og krækja í bikar, sem yrði mjög stórt skref fyrir þetta lið,“ sagði Solskjær. „Við höfum þróast mikið síðustu tólf mánuðina frá því að við vorum síðast í undanúrslitum deildabikarsins. En þetta snýst ekki bara um að læra að vinna undanúrslitaleiki. Við höfum líka unnið fyrir því að líða þannig að við getum farið alla leið með okkar frammistöðu. Maður spilar fótbolta til að vinna titla, jafnvel þó að þegar maður vinnur titil þá stefni maður bara á þann næsta. Þetta eykur hungrið í að fá meira. Hópurinn er einbeittur og við erum klárir í slaginn og teljum okkur vel undirbúna fyrir þennan leik,“ sagði Solskjær. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira