Lampard með versta árangur stjóra Chelsea síðan Abramovich eignaðist félagið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2021 12:00 Frank Lampard hefur um nóg að hugsa þessa dagana. getty/Andy Rain Frá því Roman Abramovich eignaðist Chelsea sumarið 2003 hefur enginn knattspyrnustjóri liðsins verið með færri stig að meðaltali í leik en Frank Lampard. Chelsea tapaði 1-3 fyrir Manchester City í gær og hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er í 8. sæti en dettur niður í það níunda ef Southampton vinnur Liverpool í kvöld. Eftir rýra uppskeru í síðustu leikjum hefur pressan á Lampard aukist enda hefur Abramovich ekki verið feiminn við að reka stjóra síðan hann keypti Chelsea fyrir bráðum átján árum. Og stjóra sem voru með mun betri árangur og flottari ferilskrá en Lampard. Síðan Lampard tók við Chelsea sumarið 2019 hefur liðið náð í 1,67 stig að meðaltali í leik. Það er lægsti stigafjöldi hjá stjóra Chelsea frá því Abramovich eignaðist félagið. André Villas-Boas er með næstversta árangurinn, eða 1,70 stig að meðaltali í leik. Þar á undan koma Claudio Ranieri með 1,82 stig og Roberto Di Matteo með 1,83 stig. Sá síðastnefndi gerði Chelsea að Evrópu- og bikarmeisturum 2012. Avram Grant er með besta árangurinn, eða 2,31 stig að meðaltali í leik. Sá árangur var þó ekki nógu góður til að halda honum í starfi. Grant stýrði Chelsea stærstan hluta tímabilsins 2007-08. Liðið endaði þá í 2. sæti í ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeild Evrópu og deildabikarnum. Frank Lampard is now statistically the worst Chelsea manager under Roman Abramovich... #CHEMCI pic.twitter.com/oWQzz45UX9— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) January 3, 2021 Næsti leikur Chelsea er gegn Morecambe í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á sunnudaginn. Chelsea mætir Fulham í næsta deildarleik sínum 15. janúar. Enski boltinn Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Sjá meira
Chelsea tapaði 1-3 fyrir Manchester City í gær og hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er í 8. sæti en dettur niður í það níunda ef Southampton vinnur Liverpool í kvöld. Eftir rýra uppskeru í síðustu leikjum hefur pressan á Lampard aukist enda hefur Abramovich ekki verið feiminn við að reka stjóra síðan hann keypti Chelsea fyrir bráðum átján árum. Og stjóra sem voru með mun betri árangur og flottari ferilskrá en Lampard. Síðan Lampard tók við Chelsea sumarið 2019 hefur liðið náð í 1,67 stig að meðaltali í leik. Það er lægsti stigafjöldi hjá stjóra Chelsea frá því Abramovich eignaðist félagið. André Villas-Boas er með næstversta árangurinn, eða 1,70 stig að meðaltali í leik. Þar á undan koma Claudio Ranieri með 1,82 stig og Roberto Di Matteo með 1,83 stig. Sá síðastnefndi gerði Chelsea að Evrópu- og bikarmeisturum 2012. Avram Grant er með besta árangurinn, eða 2,31 stig að meðaltali í leik. Sá árangur var þó ekki nógu góður til að halda honum í starfi. Grant stýrði Chelsea stærstan hluta tímabilsins 2007-08. Liðið endaði þá í 2. sæti í ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeild Evrópu og deildabikarnum. Frank Lampard is now statistically the worst Chelsea manager under Roman Abramovich... #CHEMCI pic.twitter.com/oWQzz45UX9— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) January 3, 2021 Næsti leikur Chelsea er gegn Morecambe í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á sunnudaginn. Chelsea mætir Fulham í næsta deildarleik sínum 15. janúar.
Enski boltinn Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Sjá meira