Leyniþjónusta Bandaríkjanna segir veiruna ekki vera manngerða Andri Eysteinsson skrifar 30. apríl 2020 23:56 Frá kínverskri rannsóknarstofu. Getty/Yin Liqin Rannsókn bandarísku leyniþjónustunnar á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum leiddi í ljós að orðrómar um að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu séu ekki á rökum reistar. „Við munum halda áfram að rannsaka og greina nýjar upplýsingar um veiruna til þess að komast að því hvort veiran hafi breiðst út frá matarmarkaði eða vegna slyss á rannsóknarstofu í Wuhan,“ er haft eftir yfirmönnum leyniþjónustunnar í frétt BBC um málið. Veirunnar var fyrst getið í kínversku borginni Wuhan en þaðan hefur hún dreifst út um víða veröld og hafa nú yfir 3,2 milljónir tilfella verið skráð og yfir 230 þúsund manns hafa látist vegna veirunnar. Samsæriskenningar hafa sprottið upp um tilurð veirunnar og hafa ýmsir gefið til kynna að þeir telji veiruna manngerða og jafnvel ætlaða sem lífefnavopn. Yfirlýsing leyniþjónustunnar er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn fjalla um slíkar kenningar. Þá eru einnig uppi kenningar um að veiran hafi breiðst út eftir slys á rannsóknarstofu, fram kemur í frétt BBC að sú kenning hafi ekki verið afsönnuð. Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í dag að líkur séu á því að uppspretta veirunnar hafi verið veirufræðideild í Wuhan. Trump var spurður hvort hann hefði séð eitthvað sem bendi til þess að kenningin gæti verið sönn. „Já ég hef séð slíkt. Ég held líka að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ætti að skammast sín því hún lætur eins og almannatengsla fyrirtæki Kínverja,“ sagði forsetinn. Þá hefur New York Times greint frá því að hátt settir embættismenn innan Hvíta hússins hafi óskað eftir því að leyniþjónustan rannsaki kenningar þær sem snúa að rannsóknarstofu í Wuhan. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira
Rannsókn bandarísku leyniþjónustunnar á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum leiddi í ljós að orðrómar um að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu séu ekki á rökum reistar. „Við munum halda áfram að rannsaka og greina nýjar upplýsingar um veiruna til þess að komast að því hvort veiran hafi breiðst út frá matarmarkaði eða vegna slyss á rannsóknarstofu í Wuhan,“ er haft eftir yfirmönnum leyniþjónustunnar í frétt BBC um málið. Veirunnar var fyrst getið í kínversku borginni Wuhan en þaðan hefur hún dreifst út um víða veröld og hafa nú yfir 3,2 milljónir tilfella verið skráð og yfir 230 þúsund manns hafa látist vegna veirunnar. Samsæriskenningar hafa sprottið upp um tilurð veirunnar og hafa ýmsir gefið til kynna að þeir telji veiruna manngerða og jafnvel ætlaða sem lífefnavopn. Yfirlýsing leyniþjónustunnar er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn fjalla um slíkar kenningar. Þá eru einnig uppi kenningar um að veiran hafi breiðst út eftir slys á rannsóknarstofu, fram kemur í frétt BBC að sú kenning hafi ekki verið afsönnuð. Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í dag að líkur séu á því að uppspretta veirunnar hafi verið veirufræðideild í Wuhan. Trump var spurður hvort hann hefði séð eitthvað sem bendi til þess að kenningin gæti verið sönn. „Já ég hef séð slíkt. Ég held líka að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ætti að skammast sín því hún lætur eins og almannatengsla fyrirtæki Kínverja,“ sagði forsetinn. Þá hefur New York Times greint frá því að hátt settir embættismenn innan Hvíta hússins hafi óskað eftir því að leyniþjónustan rannsaki kenningar þær sem snúa að rannsóknarstofu í Wuhan.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira