Tom Hagen áfrýjar gæsluvarðhaldsúrskurðinum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2020 10:21 Svein Holden ræðir við fjölmiðla fyrir utan dóminn í gær. EPA/HEIKO JUNGE Norski auðjöfurinn Tom Hagen, sem í gær var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið konu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, að bana, mun áfrýja úrskurðinum. Þetta staðfestir Svein Holden verjandi Hagen í samtali við norska miðilinn Dagbladet. Holden segir málatilbúnað lögreglu byggja á afar veikum grunni. Hann gaf það þegar út í gær að hann hefði krafist þess að Hagen verði látinn laus. Hagen var handtekinn á þriðjudagsmorgun og þar með varð óvæntur vendipunktur í stærsta sakamáli Noregs síðustu ára: hvarfi eiginkonu hans, Anne-Elisabet. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún hvarf af heimili þeirra í Lørenskógi rétt utan við Ósló þann 31. október 2018. Hagen var leiddur fyrir dómara í gær og þinghald, sem fór fram fyrir luktum dyrum, stóð yfir í nokkra klukkutíma, sem er harla óvenjulegt. Hagen var að endingu úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald og þá verður hann auk þess í algjörri einangrun fyrstu tvær vikurnar. Hann sætir jafnframt bréfa,- heimsóknar- og fjölmiðlabanni allan tímann sem hann er í haldi. Í úrskurði dómstólsins segir að raunveruleg hætta sé á því að Hagen eyðileggi sönnunargögn gangi hann laus. Hann gæti þannig fjarlægt eða eyðilagt sönnunargögn á stöðum sem lögreglan hefur ekki rannsakað nú þegar eða á eftir að rannsaka nánar. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Tom Hagen neitar sök Norski milljarðamæringurinn Tom Hagen, sem handtekinn var í morgun grunaður um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, neitar sök. 28. apríl 2020 13:32 Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45 Tom Hagen í fjögurra vikna gæsluvarðhald Norski auðjöfurinn Tom Hagen hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen að bana í október 2018. 29. apríl 2020 17:58 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Norski auðjöfurinn Tom Hagen, sem í gær var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið konu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, að bana, mun áfrýja úrskurðinum. Þetta staðfestir Svein Holden verjandi Hagen í samtali við norska miðilinn Dagbladet. Holden segir málatilbúnað lögreglu byggja á afar veikum grunni. Hann gaf það þegar út í gær að hann hefði krafist þess að Hagen verði látinn laus. Hagen var handtekinn á þriðjudagsmorgun og þar með varð óvæntur vendipunktur í stærsta sakamáli Noregs síðustu ára: hvarfi eiginkonu hans, Anne-Elisabet. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún hvarf af heimili þeirra í Lørenskógi rétt utan við Ósló þann 31. október 2018. Hagen var leiddur fyrir dómara í gær og þinghald, sem fór fram fyrir luktum dyrum, stóð yfir í nokkra klukkutíma, sem er harla óvenjulegt. Hagen var að endingu úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald og þá verður hann auk þess í algjörri einangrun fyrstu tvær vikurnar. Hann sætir jafnframt bréfa,- heimsóknar- og fjölmiðlabanni allan tímann sem hann er í haldi. Í úrskurði dómstólsins segir að raunveruleg hætta sé á því að Hagen eyðileggi sönnunargögn gangi hann laus. Hann gæti þannig fjarlægt eða eyðilagt sönnunargögn á stöðum sem lögreglan hefur ekki rannsakað nú þegar eða á eftir að rannsaka nánar.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Tom Hagen neitar sök Norski milljarðamæringurinn Tom Hagen, sem handtekinn var í morgun grunaður um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, neitar sök. 28. apríl 2020 13:32 Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45 Tom Hagen í fjögurra vikna gæsluvarðhald Norski auðjöfurinn Tom Hagen hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen að bana í október 2018. 29. apríl 2020 17:58 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Tom Hagen neitar sök Norski milljarðamæringurinn Tom Hagen, sem handtekinn var í morgun grunaður um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, neitar sök. 28. apríl 2020 13:32
Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45
Tom Hagen í fjögurra vikna gæsluvarðhald Norski auðjöfurinn Tom Hagen hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen að bana í október 2018. 29. apríl 2020 17:58