Tom Hagen í fjögurra vikna gæsluvarðhald Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 17:58 Rannsóknarlögreglumenn gerðu húsleit á vinnustað Tom Hagen í dag og sjást hér bera gögn út í bíl. EPA/HAKON MOSVOLD LARSEN Norski auðjöfurinn Tom Hagen hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen að bana í október 2018 eða að hafa átt aðild að morðinu. Frá þessu greina norskir fjölmiðlar en Hagen var handtekinn í gær. Hann neitar sök í málinu og segir verjandi hans, Svein Holden, málatilbúnað ákæruvaldsins byggðan á veikum grunni. Að því er segir í frétt NRK mun Hagen vera í algjörri einangrun fyrstu tvær vikurnar en sæta bréfa,- heimsóknar- og fjölmiðlabanni allan tímann sem hann er í haldi. Í úrskurði dómstólsins segir að raunveruleg hætta sé á því að Hagen eyðileggi sönnunargögn gangi hann laus. Hann gæti þannig fjarlægt eða eyðilagt sönnunargögn á stöðum sem lögreglan hefur ekki rannsakað nú þegar eða á eftir að rannsaka nánar. Þá er einnig talin hætta á því að hann muni reyna að samræma framburð sinn við aðra sem kunna að eiga hlut að máli. Þess vegna er algjör einangrun í tvær vikur réttlætanleg að mati dómstólsins. Lögfræðingur norsku lögreglunnar, Mathias Emil Hager, biður um þolinmæði á meðan að lögreglan leggst í þær rannsóknir sem nú eru fram undan. Rannsóknin sé nú í nýjum fasa og lögreglan þurfi frið til þess að sinna næstu skrefum. Þá staðfestir Hager að þörf sé á því að yfirheyra Tom Hagen frekar. „Lykilatriðið er að skýra hvert hlutverk hans er í málinu, finna Anne-Elisabeth og komast að því hvort fleiri séu viðriðnir málið. Í stuttu máli sagt viljum við vita hver hefur gert hvað, hvernig og hvers vegna,“ segir Hager. Holden, verjandi Hagen, segir málatilbúnað lögreglunnar byggja á afar veikum grunni. Hans krafa er sú að skjólstæðingur hans verði látinn laus. Þinghald vegna gæsluvarðhaldskröfunnar hófst klukkan 12 í dag og stóð því í nokkra klukkutíma sem er ekki algengt. Hagen svaraði spurningum fyrir dómi en þinghaldið var lokað fjölmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Anne-Elisabeth Hagen Tengdar fréttir Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45 Tom Hagen grunaður um morðið á Anne-Elisabeth Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem ekkert hefur spurst til síðan í október 2018, er grunaður um morð, eða að eiga hlut að morði, á eiginkonu sinni. 28. apríl 2020 08:53 Eiginmaður Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14 Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Norski auðjöfurinn Tom Hagen hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen að bana í október 2018 eða að hafa átt aðild að morðinu. Frá þessu greina norskir fjölmiðlar en Hagen var handtekinn í gær. Hann neitar sök í málinu og segir verjandi hans, Svein Holden, málatilbúnað ákæruvaldsins byggðan á veikum grunni. Að því er segir í frétt NRK mun Hagen vera í algjörri einangrun fyrstu tvær vikurnar en sæta bréfa,- heimsóknar- og fjölmiðlabanni allan tímann sem hann er í haldi. Í úrskurði dómstólsins segir að raunveruleg hætta sé á því að Hagen eyðileggi sönnunargögn gangi hann laus. Hann gæti þannig fjarlægt eða eyðilagt sönnunargögn á stöðum sem lögreglan hefur ekki rannsakað nú þegar eða á eftir að rannsaka nánar. Þá er einnig talin hætta á því að hann muni reyna að samræma framburð sinn við aðra sem kunna að eiga hlut að máli. Þess vegna er algjör einangrun í tvær vikur réttlætanleg að mati dómstólsins. Lögfræðingur norsku lögreglunnar, Mathias Emil Hager, biður um þolinmæði á meðan að lögreglan leggst í þær rannsóknir sem nú eru fram undan. Rannsóknin sé nú í nýjum fasa og lögreglan þurfi frið til þess að sinna næstu skrefum. Þá staðfestir Hager að þörf sé á því að yfirheyra Tom Hagen frekar. „Lykilatriðið er að skýra hvert hlutverk hans er í málinu, finna Anne-Elisabeth og komast að því hvort fleiri séu viðriðnir málið. Í stuttu máli sagt viljum við vita hver hefur gert hvað, hvernig og hvers vegna,“ segir Hager. Holden, verjandi Hagen, segir málatilbúnað lögreglunnar byggja á afar veikum grunni. Hans krafa er sú að skjólstæðingur hans verði látinn laus. Þinghald vegna gæsluvarðhaldskröfunnar hófst klukkan 12 í dag og stóð því í nokkra klukkutíma sem er ekki algengt. Hagen svaraði spurningum fyrir dómi en þinghaldið var lokað fjölmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Anne-Elisabeth Hagen Tengdar fréttir Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45 Tom Hagen grunaður um morðið á Anne-Elisabeth Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem ekkert hefur spurst til síðan í október 2018, er grunaður um morð, eða að eiga hlut að morði, á eiginkonu sinni. 28. apríl 2020 08:53 Eiginmaður Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14 Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45
Tom Hagen grunaður um morðið á Anne-Elisabeth Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem ekkert hefur spurst til síðan í október 2018, er grunaður um morð, eða að eiga hlut að morði, á eiginkonu sinni. 28. apríl 2020 08:53
Eiginmaður Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14
Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14