Tom Hagen í fjögurra vikna gæsluvarðhald Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 17:58 Rannsóknarlögreglumenn gerðu húsleit á vinnustað Tom Hagen í dag og sjást hér bera gögn út í bíl. EPA/HAKON MOSVOLD LARSEN Norski auðjöfurinn Tom Hagen hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen að bana í október 2018 eða að hafa átt aðild að morðinu. Frá þessu greina norskir fjölmiðlar en Hagen var handtekinn í gær. Hann neitar sök í málinu og segir verjandi hans, Svein Holden, málatilbúnað ákæruvaldsins byggðan á veikum grunni. Að því er segir í frétt NRK mun Hagen vera í algjörri einangrun fyrstu tvær vikurnar en sæta bréfa,- heimsóknar- og fjölmiðlabanni allan tímann sem hann er í haldi. Í úrskurði dómstólsins segir að raunveruleg hætta sé á því að Hagen eyðileggi sönnunargögn gangi hann laus. Hann gæti þannig fjarlægt eða eyðilagt sönnunargögn á stöðum sem lögreglan hefur ekki rannsakað nú þegar eða á eftir að rannsaka nánar. Þá er einnig talin hætta á því að hann muni reyna að samræma framburð sinn við aðra sem kunna að eiga hlut að máli. Þess vegna er algjör einangrun í tvær vikur réttlætanleg að mati dómstólsins. Lögfræðingur norsku lögreglunnar, Mathias Emil Hager, biður um þolinmæði á meðan að lögreglan leggst í þær rannsóknir sem nú eru fram undan. Rannsóknin sé nú í nýjum fasa og lögreglan þurfi frið til þess að sinna næstu skrefum. Þá staðfestir Hager að þörf sé á því að yfirheyra Tom Hagen frekar. „Lykilatriðið er að skýra hvert hlutverk hans er í málinu, finna Anne-Elisabeth og komast að því hvort fleiri séu viðriðnir málið. Í stuttu máli sagt viljum við vita hver hefur gert hvað, hvernig og hvers vegna,“ segir Hager. Holden, verjandi Hagen, segir málatilbúnað lögreglunnar byggja á afar veikum grunni. Hans krafa er sú að skjólstæðingur hans verði látinn laus. Þinghald vegna gæsluvarðhaldskröfunnar hófst klukkan 12 í dag og stóð því í nokkra klukkutíma sem er ekki algengt. Hagen svaraði spurningum fyrir dómi en þinghaldið var lokað fjölmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Anne-Elisabeth Hagen Tengdar fréttir Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45 Tom Hagen grunaður um morðið á Anne-Elisabeth Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem ekkert hefur spurst til síðan í október 2018, er grunaður um morð, eða að eiga hlut að morði, á eiginkonu sinni. 28. apríl 2020 08:53 Eiginmaður Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14 Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira
Norski auðjöfurinn Tom Hagen hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen að bana í október 2018 eða að hafa átt aðild að morðinu. Frá þessu greina norskir fjölmiðlar en Hagen var handtekinn í gær. Hann neitar sök í málinu og segir verjandi hans, Svein Holden, málatilbúnað ákæruvaldsins byggðan á veikum grunni. Að því er segir í frétt NRK mun Hagen vera í algjörri einangrun fyrstu tvær vikurnar en sæta bréfa,- heimsóknar- og fjölmiðlabanni allan tímann sem hann er í haldi. Í úrskurði dómstólsins segir að raunveruleg hætta sé á því að Hagen eyðileggi sönnunargögn gangi hann laus. Hann gæti þannig fjarlægt eða eyðilagt sönnunargögn á stöðum sem lögreglan hefur ekki rannsakað nú þegar eða á eftir að rannsaka nánar. Þá er einnig talin hætta á því að hann muni reyna að samræma framburð sinn við aðra sem kunna að eiga hlut að máli. Þess vegna er algjör einangrun í tvær vikur réttlætanleg að mati dómstólsins. Lögfræðingur norsku lögreglunnar, Mathias Emil Hager, biður um þolinmæði á meðan að lögreglan leggst í þær rannsóknir sem nú eru fram undan. Rannsóknin sé nú í nýjum fasa og lögreglan þurfi frið til þess að sinna næstu skrefum. Þá staðfestir Hager að þörf sé á því að yfirheyra Tom Hagen frekar. „Lykilatriðið er að skýra hvert hlutverk hans er í málinu, finna Anne-Elisabeth og komast að því hvort fleiri séu viðriðnir málið. Í stuttu máli sagt viljum við vita hver hefur gert hvað, hvernig og hvers vegna,“ segir Hager. Holden, verjandi Hagen, segir málatilbúnað lögreglunnar byggja á afar veikum grunni. Hans krafa er sú að skjólstæðingur hans verði látinn laus. Þinghald vegna gæsluvarðhaldskröfunnar hófst klukkan 12 í dag og stóð því í nokkra klukkutíma sem er ekki algengt. Hagen svaraði spurningum fyrir dómi en þinghaldið var lokað fjölmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Anne-Elisabeth Hagen Tengdar fréttir Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45 Tom Hagen grunaður um morðið á Anne-Elisabeth Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem ekkert hefur spurst til síðan í október 2018, er grunaður um morð, eða að eiga hlut að morði, á eiginkonu sinni. 28. apríl 2020 08:53 Eiginmaður Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14 Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira
Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45
Tom Hagen grunaður um morðið á Anne-Elisabeth Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem ekkert hefur spurst til síðan í október 2018, er grunaður um morð, eða að eiga hlut að morði, á eiginkonu sinni. 28. apríl 2020 08:53
Eiginmaður Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14
Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14