Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2020 09:36 Frá Torreveija á Spáni. Vísir/Getty Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur fengið staðfest að tveir Íslendingar hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í Alicante á Spáni. Fólkið er hins vegar ekki með Wuhan-kórónaveiru, líkt og grunur var um, samkvæmt upplýsingum frá Maríu Mjöll Jónsdóttur, deildarstjóra upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Spænski miðillinn Cadena SER greindi frá því í gær að íslenskt par hefði verið sett í einangrun á Torreveija-sjúkrahúsinu á Alicante vegna gruns um að þau hefðu smitast af veirunni. Í fréttinni kom fram að fólkið, 66 ára kona og 52 ára karlmaður, hefði verið í Kína en einungis annað þeirra sýndi einkenni veirusmits. Ekki fengust frekari upplýsingar um líðan eða stöðu Íslendinganna á Alicante frá utanríkisráðuneytinu, utan þess að fólkið reyndist ekki smitað af veirunni. Borgaraþjónustan beinir því eftir sem áður til Íslendinga á svæðinu að taka tillit til leiðbeininga frá sóttvarnalækni og fyrirmælum stjórnvalda á staðnum um hvert skuli leita ef grunur kemur upp um smit. Sjá einnig: Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Spænsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu um mögulegt smit á svæðinu, að sögn Kjartan Hreins Njálssonar, aðstoðarmanns Landlæknis. Ekkert kom hins vegar fram um þjóðerni viðkomandi einstaklinga í tilkynningunni. Þá bendir Kjartan á að þegar hafi verið fleiri möguleg Wuhan-veirusmit til rannsóknar á Spáni, og slíkt eigi raunar við um mörg lönd í Evrópu. Þannig sé það ekki óvænt að möguleg tilfelli séu til skoðunar á Spáni, og sérstaklega á miklum ferðamannastað. Ekki hafa greinst tilfelli af Wuhan-veirunni á Spáni til þessa, og tilfelli Íslendinganna nú meðtalið. Íslendingar í Kína hvattir til að láta vita af sér Nú eru alls að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. Hert hefur verið á ferðabönnum í landinu og er almenningi í sumum borgum nú skylt að ganga um með grímur fyrir vitunum svo hefta megi frekari útbreiðslu veirunnar. Veiran hefur ekki enn greinst hér á landi en ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna veirunnar. Utanríkisráðuneytið beinir því til Íslendinga í Kína að þeim sé frjálst að láta vita um ferðir sínar með því að senda póst á help@mfa.is. Gott sé að búa yfir slíkum upplýsingum ef ástandið skyldi breytast. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu upplýsingum um stöðu Íslendinganna. Heilbrigðismál Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Wuhan-veiran: Íslenskt par sagt í einangrun á Spáni Íslenskt par hefur verið sett í einangrun á Torrevieja sjúkrahúsinu í Alicante á Spáni vegna gruns um að þau séu smituð af Wuhan-veirunni. 27. janúar 2020 22:22 Kínverjar krefjast afsökunarbeiðni vegna skopmyndar Jyllands-Posten Á myndinni má sjá kínverska fánann teiknaðan nema gulu stjörnunum hefur verið skipt út fyrir kórónaveirunni. 28. janúar 2020 09:02 Fyrsta staðfesta Wuhan-veirutilfellið í Þýskalandi Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi hafa staðfest að fyrsta tilfelli kórónaveirusmits hafi greinst í Þýskalandi. 28. janúar 2020 09:38 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur fengið staðfest að tveir Íslendingar hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í Alicante á Spáni. Fólkið er hins vegar ekki með Wuhan-kórónaveiru, líkt og grunur var um, samkvæmt upplýsingum frá Maríu Mjöll Jónsdóttur, deildarstjóra upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Spænski miðillinn Cadena SER greindi frá því í gær að íslenskt par hefði verið sett í einangrun á Torreveija-sjúkrahúsinu á Alicante vegna gruns um að þau hefðu smitast af veirunni. Í fréttinni kom fram að fólkið, 66 ára kona og 52 ára karlmaður, hefði verið í Kína en einungis annað þeirra sýndi einkenni veirusmits. Ekki fengust frekari upplýsingar um líðan eða stöðu Íslendinganna á Alicante frá utanríkisráðuneytinu, utan þess að fólkið reyndist ekki smitað af veirunni. Borgaraþjónustan beinir því eftir sem áður til Íslendinga á svæðinu að taka tillit til leiðbeininga frá sóttvarnalækni og fyrirmælum stjórnvalda á staðnum um hvert skuli leita ef grunur kemur upp um smit. Sjá einnig: Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Spænsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu um mögulegt smit á svæðinu, að sögn Kjartan Hreins Njálssonar, aðstoðarmanns Landlæknis. Ekkert kom hins vegar fram um þjóðerni viðkomandi einstaklinga í tilkynningunni. Þá bendir Kjartan á að þegar hafi verið fleiri möguleg Wuhan-veirusmit til rannsóknar á Spáni, og slíkt eigi raunar við um mörg lönd í Evrópu. Þannig sé það ekki óvænt að möguleg tilfelli séu til skoðunar á Spáni, og sérstaklega á miklum ferðamannastað. Ekki hafa greinst tilfelli af Wuhan-veirunni á Spáni til þessa, og tilfelli Íslendinganna nú meðtalið. Íslendingar í Kína hvattir til að láta vita af sér Nú eru alls að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. Hert hefur verið á ferðabönnum í landinu og er almenningi í sumum borgum nú skylt að ganga um með grímur fyrir vitunum svo hefta megi frekari útbreiðslu veirunnar. Veiran hefur ekki enn greinst hér á landi en ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna veirunnar. Utanríkisráðuneytið beinir því til Íslendinga í Kína að þeim sé frjálst að láta vita um ferðir sínar með því að senda póst á help@mfa.is. Gott sé að búa yfir slíkum upplýsingum ef ástandið skyldi breytast. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu upplýsingum um stöðu Íslendinganna.
Heilbrigðismál Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Wuhan-veiran: Íslenskt par sagt í einangrun á Spáni Íslenskt par hefur verið sett í einangrun á Torrevieja sjúkrahúsinu í Alicante á Spáni vegna gruns um að þau séu smituð af Wuhan-veirunni. 27. janúar 2020 22:22 Kínverjar krefjast afsökunarbeiðni vegna skopmyndar Jyllands-Posten Á myndinni má sjá kínverska fánann teiknaðan nema gulu stjörnunum hefur verið skipt út fyrir kórónaveirunni. 28. janúar 2020 09:02 Fyrsta staðfesta Wuhan-veirutilfellið í Þýskalandi Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi hafa staðfest að fyrsta tilfelli kórónaveirusmits hafi greinst í Þýskalandi. 28. janúar 2020 09:38 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20
Wuhan-veiran: Íslenskt par sagt í einangrun á Spáni Íslenskt par hefur verið sett í einangrun á Torrevieja sjúkrahúsinu í Alicante á Spáni vegna gruns um að þau séu smituð af Wuhan-veirunni. 27. janúar 2020 22:22
Kínverjar krefjast afsökunarbeiðni vegna skopmyndar Jyllands-Posten Á myndinni má sjá kínverska fánann teiknaðan nema gulu stjörnunum hefur verið skipt út fyrir kórónaveirunni. 28. janúar 2020 09:02
Fyrsta staðfesta Wuhan-veirutilfellið í Þýskalandi Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi hafa staðfest að fyrsta tilfelli kórónaveirusmits hafi greinst í Þýskalandi. 28. janúar 2020 09:38