Erlent

Fyrsta stað­festa Wu­han-veiru­til­fellið í Þýska­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Hinum smitaða er haldið í einangrun á sjúkrahúsi í München.
Hinum smitaða er haldið í einangrun á sjúkrahúsi í München. AP

Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi hafa staðfest að fyrsta tilfelli kórónaveirusmits hafi greinst í Þýskalandi. Hinn smitaði greindist í Bæjaralandi og er nú haldið í einangrun á sjúkrahúsi í München.

Kínversk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því fyrr í dag að rúmlega 1.700 ný tilfelli hafi greinst sem þýðir að um fimm þúsund manns hafa smitast. Þá hafa 106 manns látist af völdum veirunnar.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir í skýrslu að meðgöngutími veirunnar sé milli tveir og tíu dagar.

Stofnunin getur þó ekki staðfest þær upplýsingar frá kínverskum heilbrigðisyfirvöldum að sýktir einstaklingar geti smitað aðra áður en einkenni koma fram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×