Harðlínumaður gæti velt forsætisráðherra Ástralíu úr stóli Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2018 11:16 Peter Dutton gæti orðið næsti forsætisráðherra Ástralíu. Vísir/EPA Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu eftir að þingmaður úr Frjálslynda flokki hans skoraði hann á hólm í leiðtogakosningu. Áskorandanum er lýst sem harðlínuhægrimanni í innflytjenda- og loftslagsmálum. Turnbull var gerður afturreka með frumvarp um orkumál í vikunni vegna andstöðu hluta eigin flokks. Féll forsætisráðherrann þá frá markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Staða Turnbull hefur aðeins versnað síðan með afsögnum ráðherra úr ríkisstjórninni. Undir forystu hans hefur flokknum vegnað illa í skoðanakönnunum undanfarið en búist er við að boðað verði til kosninga fyrir maí á næsta ári. Forsætisráðherrann stóð af sér atlögu að formennskunni í atkvæðagreiðslu þingmanna flokksins í gær. Peter Dutton, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur hins vegar sagt að hann bjóði sig fram í leiðtogakjöri gegn Turnbull. Dutton hefur talað fyrir harðlínustefnu í málefnum innflytjenda. Hann vill snúa við bátum hælisleitenda, svipta öfgamenn ríkisborgararétti og herða kröfur um færni í ensku fyrir innflytjendur sem sækjast eftir ríkisborgararétti, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá vakti töluverða hneykslan þegar Dutton sagði að hvítir bændur í Suður-Afríku sem væru í hættu af því að vera beittir ofbeldi í heimalandinu ættu að fá stöðu flóttamanna því að þeir „þurfa hjálp frá siðmenntuðu landi“.CNN-fréttastofan segir að líkurnar á að ástralska ríkisstjórnin grípi til aðgerða í loftslagsmálum dvíni enn frekar nái Dutton völdum í Frjálslynda flokknum. Þar geisar engu að síður versti þurrkur í manna minnum sem vísindamenn segja að hnattræn hlýnun hafi gert líklegri til að eiga sér stað. Fjöldi kjarrelda hefur fylgt þurrkinum. Loftslagsmál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu eftir að þingmaður úr Frjálslynda flokki hans skoraði hann á hólm í leiðtogakosningu. Áskorandanum er lýst sem harðlínuhægrimanni í innflytjenda- og loftslagsmálum. Turnbull var gerður afturreka með frumvarp um orkumál í vikunni vegna andstöðu hluta eigin flokks. Féll forsætisráðherrann þá frá markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Staða Turnbull hefur aðeins versnað síðan með afsögnum ráðherra úr ríkisstjórninni. Undir forystu hans hefur flokknum vegnað illa í skoðanakönnunum undanfarið en búist er við að boðað verði til kosninga fyrir maí á næsta ári. Forsætisráðherrann stóð af sér atlögu að formennskunni í atkvæðagreiðslu þingmanna flokksins í gær. Peter Dutton, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur hins vegar sagt að hann bjóði sig fram í leiðtogakjöri gegn Turnbull. Dutton hefur talað fyrir harðlínustefnu í málefnum innflytjenda. Hann vill snúa við bátum hælisleitenda, svipta öfgamenn ríkisborgararétti og herða kröfur um færni í ensku fyrir innflytjendur sem sækjast eftir ríkisborgararétti, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá vakti töluverða hneykslan þegar Dutton sagði að hvítir bændur í Suður-Afríku sem væru í hættu af því að vera beittir ofbeldi í heimalandinu ættu að fá stöðu flóttamanna því að þeir „þurfa hjálp frá siðmenntuðu landi“.CNN-fréttastofan segir að líkurnar á að ástralska ríkisstjórnin grípi til aðgerða í loftslagsmálum dvíni enn frekar nái Dutton völdum í Frjálslynda flokknum. Þar geisar engu að síður versti þurrkur í manna minnum sem vísindamenn segja að hnattræn hlýnun hafi gert líklegri til að eiga sér stað. Fjöldi kjarrelda hefur fylgt þurrkinum.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17
Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00
Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30