Telja mun fleiri hafa látist í Bandaríkjunum í upphafi faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2020 16:15 Kæligámar sem komið var fyrir við Bellevue-sjúkrahúsið í New York til að taka við líkum þeirra sem létust úr Covid-19 í mars. Vísir/EPA Allt að tvöfalt fleiri gætu hafa látist af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru í Bandaríkjunum á fyrstu vikum faraldursins en opinberar tölur segja til um. Rúmlega fimmtán þúsund fleiri dauðsföll urðu í Bandaríkjunum í mars en á venjulegu ári. Greining rannsakenda við lýðheilsuskóla Yale-háskóla fyrir Washington Post bendir til þess að umframdauðsföll hafi verið 15.400 fleiri í mars til 4. apríl en á sambærilegu tímabili í meðalári. Á sama tíma voru 8.128 dauðsföll opinberlega rakin til Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Það þýðir þó ekki að öll umframdauðsföllin hafi verið beinlínis vegna Covid-19. Inn í þeirri tölu er fólk sem lést vegna faraldursins því það þorði ekki að leita sér meðferðar gegn öðrum sjúkdómum auk mögulega náttúrulegrar sveiflu í dánartíðni á milli ára. Aðrir þættir eru sagðir geta haft áhrif á tölu látinna, bæði til hækkunar og lækkunar, þar á meðal sjálfsvíg, morð og bílslys. Engu að síður benda tölurnar til þess að alvarleiki faraldursins hafi verið verulega vanmetinn í Bandaríkjunum til þessa. Samkvæmt opinberum tölum hafa 54.000 manns látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Hvergi hafa fleiri látist í faraldrinum ef marka má opinberar tölur. Telur tölu látinna enn eiga eftir að hækka Lýðheilsusérfræðingar segja bandaríska dagblaðinu að seinkun á tilkynningum um dauðsföll auk þess sem nærri því öll ríki hafi í fyrstu aðeins talið dauðsföll þeirra sem höfðu greinst formlega með sjúkdóminn skýri að hluta til hvers vegna opinberar tölur segi aðeins hálfa söguna um fjölda látinna í faraldrinum. Fleiri lönd virðast enn vantelja raunverulegan fjölda látinna en víða hefur lítil skimun farið fram vegna veirunnar. Í Bretlandi er þannig talið að umtalsvert fleiri hafi látist en opinberar tölur gefa til kynna. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York sem hefur verið miðpunktur faraldursins í Bandaríkjunum, gekkst við því í síðustu viku að opinberar tölur gæfu ekki rétta mynd af mannskaðanum í faraldrinum þrátt fyrir að stjórnvöld þar hafi gengið lengra en flest önnur ríki í að telja fleiri dauðsföll. „Talan á eftir að fara upp. Þessi dauðsföll eru bara dauðsföll á sjúkrahúsum eða hjúkrunarheimilum. Þarna er ekki það sem er kallað heimadauðsföll,“ sagði Cuomo á blaðamannafundi í síðustu viku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Mörg vandamál Bandaríkjanna í faraldrinum megi rekja til Trump Sökin á samhæfingarskorti vestanhafs liggur hjá Bandaríkjaforseta að sögn Kára Stefánssonar 24. apríl 2020 12:06 Tæplega fjögur þúsund dauðsföll skráð vegna Covid-19 á einum sólarhring í Bandaríkjunum Alls eru nú skráð 37.054 dauðsföll í Bandaríkjunum sem rakin eru til covid-19, en smitin telja nú alls 701.475 í landinu. 18. apríl 2020 07:33 Trump segir faraldurinn hafa náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum Bandaríkjaforseti sakaði önnur ríki um að ljúga til um fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 á blaðamannafundi sínum í gær. 16. apríl 2020 06:43 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Allt að tvöfalt fleiri gætu hafa látist af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru í Bandaríkjunum á fyrstu vikum faraldursins en opinberar tölur segja til um. Rúmlega fimmtán þúsund fleiri dauðsföll urðu í Bandaríkjunum í mars en á venjulegu ári. Greining rannsakenda við lýðheilsuskóla Yale-háskóla fyrir Washington Post bendir til þess að umframdauðsföll hafi verið 15.400 fleiri í mars til 4. apríl en á sambærilegu tímabili í meðalári. Á sama tíma voru 8.128 dauðsföll opinberlega rakin til Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Það þýðir þó ekki að öll umframdauðsföllin hafi verið beinlínis vegna Covid-19. Inn í þeirri tölu er fólk sem lést vegna faraldursins því það þorði ekki að leita sér meðferðar gegn öðrum sjúkdómum auk mögulega náttúrulegrar sveiflu í dánartíðni á milli ára. Aðrir þættir eru sagðir geta haft áhrif á tölu látinna, bæði til hækkunar og lækkunar, þar á meðal sjálfsvíg, morð og bílslys. Engu að síður benda tölurnar til þess að alvarleiki faraldursins hafi verið verulega vanmetinn í Bandaríkjunum til þessa. Samkvæmt opinberum tölum hafa 54.000 manns látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Hvergi hafa fleiri látist í faraldrinum ef marka má opinberar tölur. Telur tölu látinna enn eiga eftir að hækka Lýðheilsusérfræðingar segja bandaríska dagblaðinu að seinkun á tilkynningum um dauðsföll auk þess sem nærri því öll ríki hafi í fyrstu aðeins talið dauðsföll þeirra sem höfðu greinst formlega með sjúkdóminn skýri að hluta til hvers vegna opinberar tölur segi aðeins hálfa söguna um fjölda látinna í faraldrinum. Fleiri lönd virðast enn vantelja raunverulegan fjölda látinna en víða hefur lítil skimun farið fram vegna veirunnar. Í Bretlandi er þannig talið að umtalsvert fleiri hafi látist en opinberar tölur gefa til kynna. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York sem hefur verið miðpunktur faraldursins í Bandaríkjunum, gekkst við því í síðustu viku að opinberar tölur gæfu ekki rétta mynd af mannskaðanum í faraldrinum þrátt fyrir að stjórnvöld þar hafi gengið lengra en flest önnur ríki í að telja fleiri dauðsföll. „Talan á eftir að fara upp. Þessi dauðsföll eru bara dauðsföll á sjúkrahúsum eða hjúkrunarheimilum. Þarna er ekki það sem er kallað heimadauðsföll,“ sagði Cuomo á blaðamannafundi í síðustu viku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Mörg vandamál Bandaríkjanna í faraldrinum megi rekja til Trump Sökin á samhæfingarskorti vestanhafs liggur hjá Bandaríkjaforseta að sögn Kára Stefánssonar 24. apríl 2020 12:06 Tæplega fjögur þúsund dauðsföll skráð vegna Covid-19 á einum sólarhring í Bandaríkjunum Alls eru nú skráð 37.054 dauðsföll í Bandaríkjunum sem rakin eru til covid-19, en smitin telja nú alls 701.475 í landinu. 18. apríl 2020 07:33 Trump segir faraldurinn hafa náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum Bandaríkjaforseti sakaði önnur ríki um að ljúga til um fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 á blaðamannafundi sínum í gær. 16. apríl 2020 06:43 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Mörg vandamál Bandaríkjanna í faraldrinum megi rekja til Trump Sökin á samhæfingarskorti vestanhafs liggur hjá Bandaríkjaforseta að sögn Kára Stefánssonar 24. apríl 2020 12:06
Tæplega fjögur þúsund dauðsföll skráð vegna Covid-19 á einum sólarhring í Bandaríkjunum Alls eru nú skráð 37.054 dauðsföll í Bandaríkjunum sem rakin eru til covid-19, en smitin telja nú alls 701.475 í landinu. 18. apríl 2020 07:33
Trump segir faraldurinn hafa náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum Bandaríkjaforseti sakaði önnur ríki um að ljúga til um fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 á blaðamannafundi sínum í gær. 16. apríl 2020 06:43