Mannfallið í Bretlandi talið enn meira en opinberar tölur benda til Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2020 12:46 Bresk stjórnvöld gripu seinna til aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar en flest önnur Evrópuríki. Mannskaðinn í Bretlandi í faraldrinum er sá fimmti mesti í heiminum. Vísir/EPA Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda bentu til fram til 10. apríl. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. Samkvæmt tölum bresku hagstofunnar var 13.121 dauðsfall skráð á Englandi og Wales fram að 10. apríl. Þær tölur byggjast á fjölda dánarvottorða þar sem Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, er getið, hvort sem sá látni greindist smitaður eða ekki. Opinberar tölur ríkisstjórnarinnar fyrir sama tímabil hljóðuðu upp á 9.288 dauðsföll. Tölur hagstofunnar taka með í reikninginn dauðsföll á hjúkrunarheimilum og líknardeildum auk sjúkrahúsa. Frá upphafi faraldursins segja bresk stjórnvöld að 16.509 manns hafi látist af völdum Covid-19. Mannfallið þar er það fimmta mesta í heiminum. Ef sama misræmi er í þeim tölum og þeim sem hagstofan hefur tekið saman til þessa gæti raunverulegt mannfall í faraldrinum verið meira en 23.000 manns. Bretland væri þá með flest dauðsföll í Evrópu á eftir Ítalíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Munurinn á tölum ríkisstjórnarinnar annars vegar og hagstofunnar hins vegar er þó sagður hafa minnkað undanfarnar vikur. Ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir að hafa gripið til sóttvarnaaðgerða eins og samkomu- og útgöngubanns síðar en flestar aðrar Evrópuþjóðir. Johnson veiktist sjálfur af Covid-19 og þurfti að leggja inn á gjörgæslu um tíma. Lýðheilsusérfræðingar telja að faraldurinn sé nú við hámark sitt í Bretlandi. Mesta mannfallið var í vikunni fram að 10. apríl. Þá létust um átta þúsunds fleiri en vanalega fyrir þann árstíma. Covid-19 var skráð á þriðja hvort dánarvottorð í Englandi og Wales vikunni fram að 19. Apríl. Í London var Covid-19 getið á öðru hverju dánarvottorði sem var gefið út. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda bentu til fram til 10. apríl. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. Samkvæmt tölum bresku hagstofunnar var 13.121 dauðsfall skráð á Englandi og Wales fram að 10. apríl. Þær tölur byggjast á fjölda dánarvottorða þar sem Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, er getið, hvort sem sá látni greindist smitaður eða ekki. Opinberar tölur ríkisstjórnarinnar fyrir sama tímabil hljóðuðu upp á 9.288 dauðsföll. Tölur hagstofunnar taka með í reikninginn dauðsföll á hjúkrunarheimilum og líknardeildum auk sjúkrahúsa. Frá upphafi faraldursins segja bresk stjórnvöld að 16.509 manns hafi látist af völdum Covid-19. Mannfallið þar er það fimmta mesta í heiminum. Ef sama misræmi er í þeim tölum og þeim sem hagstofan hefur tekið saman til þessa gæti raunverulegt mannfall í faraldrinum verið meira en 23.000 manns. Bretland væri þá með flest dauðsföll í Evrópu á eftir Ítalíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Munurinn á tölum ríkisstjórnarinnar annars vegar og hagstofunnar hins vegar er þó sagður hafa minnkað undanfarnar vikur. Ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir að hafa gripið til sóttvarnaaðgerða eins og samkomu- og útgöngubanns síðar en flestar aðrar Evrópuþjóðir. Johnson veiktist sjálfur af Covid-19 og þurfti að leggja inn á gjörgæslu um tíma. Lýðheilsusérfræðingar telja að faraldurinn sé nú við hámark sitt í Bretlandi. Mesta mannfallið var í vikunni fram að 10. apríl. Þá létust um átta þúsunds fleiri en vanalega fyrir þann árstíma. Covid-19 var skráð á þriðja hvort dánarvottorð í Englandi og Wales vikunni fram að 19. Apríl. Í London var Covid-19 getið á öðru hverju dánarvottorði sem var gefið út.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14