Mannfallið í Bretlandi talið enn meira en opinberar tölur benda til Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2020 12:46 Bresk stjórnvöld gripu seinna til aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar en flest önnur Evrópuríki. Mannskaðinn í Bretlandi í faraldrinum er sá fimmti mesti í heiminum. Vísir/EPA Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda bentu til fram til 10. apríl. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. Samkvæmt tölum bresku hagstofunnar var 13.121 dauðsfall skráð á Englandi og Wales fram að 10. apríl. Þær tölur byggjast á fjölda dánarvottorða þar sem Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, er getið, hvort sem sá látni greindist smitaður eða ekki. Opinberar tölur ríkisstjórnarinnar fyrir sama tímabil hljóðuðu upp á 9.288 dauðsföll. Tölur hagstofunnar taka með í reikninginn dauðsföll á hjúkrunarheimilum og líknardeildum auk sjúkrahúsa. Frá upphafi faraldursins segja bresk stjórnvöld að 16.509 manns hafi látist af völdum Covid-19. Mannfallið þar er það fimmta mesta í heiminum. Ef sama misræmi er í þeim tölum og þeim sem hagstofan hefur tekið saman til þessa gæti raunverulegt mannfall í faraldrinum verið meira en 23.000 manns. Bretland væri þá með flest dauðsföll í Evrópu á eftir Ítalíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Munurinn á tölum ríkisstjórnarinnar annars vegar og hagstofunnar hins vegar er þó sagður hafa minnkað undanfarnar vikur. Ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir að hafa gripið til sóttvarnaaðgerða eins og samkomu- og útgöngubanns síðar en flestar aðrar Evrópuþjóðir. Johnson veiktist sjálfur af Covid-19 og þurfti að leggja inn á gjörgæslu um tíma. Lýðheilsusérfræðingar telja að faraldurinn sé nú við hámark sitt í Bretlandi. Mesta mannfallið var í vikunni fram að 10. apríl. Þá létust um átta þúsunds fleiri en vanalega fyrir þann árstíma. Covid-19 var skráð á þriðja hvort dánarvottorð í Englandi og Wales vikunni fram að 19. Apríl. Í London var Covid-19 getið á öðru hverju dánarvottorði sem var gefið út. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda bentu til fram til 10. apríl. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. Samkvæmt tölum bresku hagstofunnar var 13.121 dauðsfall skráð á Englandi og Wales fram að 10. apríl. Þær tölur byggjast á fjölda dánarvottorða þar sem Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, er getið, hvort sem sá látni greindist smitaður eða ekki. Opinberar tölur ríkisstjórnarinnar fyrir sama tímabil hljóðuðu upp á 9.288 dauðsföll. Tölur hagstofunnar taka með í reikninginn dauðsföll á hjúkrunarheimilum og líknardeildum auk sjúkrahúsa. Frá upphafi faraldursins segja bresk stjórnvöld að 16.509 manns hafi látist af völdum Covid-19. Mannfallið þar er það fimmta mesta í heiminum. Ef sama misræmi er í þeim tölum og þeim sem hagstofan hefur tekið saman til þessa gæti raunverulegt mannfall í faraldrinum verið meira en 23.000 manns. Bretland væri þá með flest dauðsföll í Evrópu á eftir Ítalíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Munurinn á tölum ríkisstjórnarinnar annars vegar og hagstofunnar hins vegar er þó sagður hafa minnkað undanfarnar vikur. Ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir að hafa gripið til sóttvarnaaðgerða eins og samkomu- og útgöngubanns síðar en flestar aðrar Evrópuþjóðir. Johnson veiktist sjálfur af Covid-19 og þurfti að leggja inn á gjörgæslu um tíma. Lýðheilsusérfræðingar telja að faraldurinn sé nú við hámark sitt í Bretlandi. Mesta mannfallið var í vikunni fram að 10. apríl. Þá létust um átta þúsunds fleiri en vanalega fyrir þann árstíma. Covid-19 var skráð á þriðja hvort dánarvottorð í Englandi og Wales vikunni fram að 19. Apríl. Í London var Covid-19 getið á öðru hverju dánarvottorði sem var gefið út.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14