Mörg vandamál Bandaríkjanna í faraldrinum megi rekja til Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2020 12:06 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur verið iðinn við að svara útlenskum fréttamönnum síðustu vikur. Vísir/vilhelm Það var ekki skortur á nauðsynlegum tækjabúnaði sem stóð Bandaríkjamönnum fyrir þrifum í baráttunni við kórónuveiruna, að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Þvert á móti búi Bandaríkin að birgðum sem önnur ríki, Ísland þar á meðal, hafa getað sótt í vegna faraldursins. Samræmingu aðgerða hafi hins vegar verið ábótavant í Bandaríkjunum og þar leiki Bandaríkjaforseti lykilhlutverk. Áhersla Íslendinga á víðtæka skimun, smitrakningu, sóttkví og einangrun hefur verið tíður fréttamatur í útlenskum miðlum á síðustu vikum. Aðferðafræðin þykir hafa gefið góða raun; virkum smitum fækkar dag frá degi, dánartíðnin lág og samfélagslegt smit innan við eitt prósent, ef marka má gögn úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöðurnar hafa vakið heimsathygli og hefur Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, setið fyrir svörum í mörgum af stærstu miðlum heims - rétt eins og þau sem hafa farið fyrir aðgerðum Íslendinga. Í viðtali við bandarísku fréttaveituna Bloomberg ítekrar Kári það sem hann sagði við CNBC í liðinni viku: Bandaríkin ættu vel að geta fylgt aðferðafræði Íslendinga, hún hafi meira að segja orðið til í Bandaríkjunum. Hvergi í heiminum megi ganga að jafn ríkulega útbúnum háskólum eins og vestanhafs að sögn Kára, stofnanir sem gætu aðstoðað við skimun og greiningu fengju þær kallið. Ashlee Vance, þáttastjórnandi Bloomberg, segir háskólana viljuga til að taka þátt í baráttunni en spyr hvað standi því fyrir þrifum, skortir skólana prófefni? „Ég kaupi mín prófefni frá Bandaríkjunum,“ segir Kári og glottir. Þau skorti ekki, aftur á móti skorti „algjörlega samhæfingu“ í aðgerðunum vestanhafs. „Það virðist vera fullkomin vangeta til að nýta sér þá staðreynd að í faraldri sem þessum vilja allir leggja sitt af mörkum,“ segir Kári. Því næst vísar hann til frægra ummæla Michaels Dukakis, ríkisstjóra Massachusetts og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, þegar hann gagnrýndi ríkisstjórn Ronalds Reagan árið 1988: „Gamalt grískt máltæki segir: Fiskur rotnar fyrst frá hausnum. Þetta byrjar á toppnum.“ Kári gerir þessi orð að sínum í viðtalinu við Bloomberg og bætti við: „Ég tel að mörg vandamála ykkar megi rekja til yfirhershöfðingjans (e. Commander in chief),“ og vísar þar til Bandaríkjaforseta. Donald Trump hefur ekki aðeins sætt gagnrýni frá Kára Stefánssyni á síðustu vikum. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir að bregðast seint og illa við faraldrinum. Þannig liðu tveir mánuðir frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til aðgerða. Þá hefur Bandaríkjaforseti hvatt fólk til að mótmæla samkomu- og útgöngubönnum hinna ýmsu ríkja vestanhafs, við mismikla hrifningu. Tilfellum kórónuveirunnar í Kentucky fjölgaði þannig skarpt tveimur dögum eftir að mótmælendur söfnuðust þar saman um helgina. Hvergi í heiminum hafa verið staðfest fleiri smit en í Bandaríkjunum. Þau eru næstum 900 þúsund talsins vestanhafs sem hafa degið rúmlega 50 þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna 16. apríl 2020 11:15 Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Það var ekki skortur á nauðsynlegum tækjabúnaði sem stóð Bandaríkjamönnum fyrir þrifum í baráttunni við kórónuveiruna, að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Þvert á móti búi Bandaríkin að birgðum sem önnur ríki, Ísland þar á meðal, hafa getað sótt í vegna faraldursins. Samræmingu aðgerða hafi hins vegar verið ábótavant í Bandaríkjunum og þar leiki Bandaríkjaforseti lykilhlutverk. Áhersla Íslendinga á víðtæka skimun, smitrakningu, sóttkví og einangrun hefur verið tíður fréttamatur í útlenskum miðlum á síðustu vikum. Aðferðafræðin þykir hafa gefið góða raun; virkum smitum fækkar dag frá degi, dánartíðnin lág og samfélagslegt smit innan við eitt prósent, ef marka má gögn úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöðurnar hafa vakið heimsathygli og hefur Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, setið fyrir svörum í mörgum af stærstu miðlum heims - rétt eins og þau sem hafa farið fyrir aðgerðum Íslendinga. Í viðtali við bandarísku fréttaveituna Bloomberg ítekrar Kári það sem hann sagði við CNBC í liðinni viku: Bandaríkin ættu vel að geta fylgt aðferðafræði Íslendinga, hún hafi meira að segja orðið til í Bandaríkjunum. Hvergi í heiminum megi ganga að jafn ríkulega útbúnum háskólum eins og vestanhafs að sögn Kára, stofnanir sem gætu aðstoðað við skimun og greiningu fengju þær kallið. Ashlee Vance, þáttastjórnandi Bloomberg, segir háskólana viljuga til að taka þátt í baráttunni en spyr hvað standi því fyrir þrifum, skortir skólana prófefni? „Ég kaupi mín prófefni frá Bandaríkjunum,“ segir Kári og glottir. Þau skorti ekki, aftur á móti skorti „algjörlega samhæfingu“ í aðgerðunum vestanhafs. „Það virðist vera fullkomin vangeta til að nýta sér þá staðreynd að í faraldri sem þessum vilja allir leggja sitt af mörkum,“ segir Kári. Því næst vísar hann til frægra ummæla Michaels Dukakis, ríkisstjóra Massachusetts og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, þegar hann gagnrýndi ríkisstjórn Ronalds Reagan árið 1988: „Gamalt grískt máltæki segir: Fiskur rotnar fyrst frá hausnum. Þetta byrjar á toppnum.“ Kári gerir þessi orð að sínum í viðtalinu við Bloomberg og bætti við: „Ég tel að mörg vandamála ykkar megi rekja til yfirhershöfðingjans (e. Commander in chief),“ og vísar þar til Bandaríkjaforseta. Donald Trump hefur ekki aðeins sætt gagnrýni frá Kára Stefánssyni á síðustu vikum. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir að bregðast seint og illa við faraldrinum. Þannig liðu tveir mánuðir frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til aðgerða. Þá hefur Bandaríkjaforseti hvatt fólk til að mótmæla samkomu- og útgöngubönnum hinna ýmsu ríkja vestanhafs, við mismikla hrifningu. Tilfellum kórónuveirunnar í Kentucky fjölgaði þannig skarpt tveimur dögum eftir að mótmælendur söfnuðust þar saman um helgina. Hvergi í heiminum hafa verið staðfest fleiri smit en í Bandaríkjunum. Þau eru næstum 900 þúsund talsins vestanhafs sem hafa degið rúmlega 50 þúsund Bandaríkjamenn til dauða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna 16. apríl 2020 11:15 Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna 16. apríl 2020 11:15
Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26
Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49
Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00