„Ástæðulaust fyrir okkur að vera að berja hausnum við stein“ Sylvía Hall og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. apríl 2020 22:22 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/vilhelm Minnst þrír hafa sagt sig úr miðstjórn Alþýðusambands Íslands, þar á meðal fyrsti varaforseti sambandsins. Ólga ríkir innan verkalýðshreyfingarinnar vegna ólíkra sjónarmiða um leiðir til að bregðast við alvarlegri stöðu á vinnumarkaði. Stjórn VR fundar í sínum röðum vegna málsins í kvöld. Líkt og fram hefur komið í fréttum í dag hefur Alþýðusambandið hafnað tillögu Samtaka atvinnulífsins um tímabundna lækkun á greiðslu mótframlags atvinnurekenda í lífeyrissjóð en afar skiptar skoðanir hafa verið meðal leiðtoga verkalýðshreyfingarinnar um þessa tillögu. Hugmyndum SA um að fresta launahækkunum hefur einnig verið hafnað. Sjá einnig: SA segir fyrirtækin ekki hafa efni á að hækka laun um fjóra milljarða á mánuði Þau Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti ASÍ og Harpa Sævarsdóttir, varaformaður VR hafa sagt sig formlega úr miðstjórn ASÍ vegna ágreinings. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur jafnframt boðað úrsögn úr miðstjórn sambandsins en Drífu Snædal, forseta ASÍ, hafði ekki borist formleg úrsögn Ragnars þegar fréttastofa ræddi við hana síðdegis í dag. Þrátt fyrir ólík sjónarmið segir Drífa að algjör samhugur hafi verið innan samninganefndar ASÍ um að hafna tillögu um skerðingu mótframlags lífeyrisgreiðslna. „Við höfum bara rosalegar áhyggjur af stöðunni og það þýðir ekkert að vera að reyna að mála hana eitthvað björtum litum. Hins vegar stærsta aðgerðin sem er gripið til er hlutabótaúrræðið og það eru sem betur fer margir að nýta sér hana. Síðan hefur náttúrlega verið gripið til fjölda aðgerða af hendi lífeyrissjóða, fjármálastofnana og stjórnvalda til að styðja við fyrirtækin. Það að fara að höggva inn í kjarasamninga líka var bara aðeins stærri biti en hægt var að kyngja,“ segir Drífa. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Ragnar Þór leggst alfarið gegn hugmyndum um að fresta boðuðum launahækkunum en hann segir þá afstöðu ASÍ að vera ekki reiðubúið að skoða fleiri leiðir á borð við tímabundna skerðingu lífeyrisgreiðslna vera vonbrigði. „Niðurstaðan varð sú að gera ekki neitt sem að okkur þótti vera versti kosturinn að fara og þar af leiðandi sáum við ekki ástæðu til að halda áfram vinnu á þessum vettvangi,“ segir Ragnar Þór. Drífa segir úrsagnir úr miðstjórn ASÍ mikil vonbrigði. „Það skiptir máli að standa saman og ég á erfitt með að sjá það að fólki sé betur borgið utan stjórnar heldur en innan. Þetta er bara leiðinlegt,“ segir Drífa. „Það er algjörlega ástæðulaust fyrir okkur að vera að berja hausnum við stein þegar mikill ágreiningur er innan okkar raða og ég sé bara enga ástæðu til að vera að halda því áfram að vera að eyða orku í það,“ segir Ragnar Þór. Hann geri ekki ráð fyrir því að draga ákvörðun sína til baka. Þýði á mannamáli að fleiri missi vinnuna Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði. Óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að tillögur þeirra hafi miðað að því að draga úr launakostnaði tímabundið en þannig mætti koma í veg fyrir að uppsagnir verði fleiri en ella. „Það liggur fyrir að þegar við hækkum laun í kreppu þá neyðir það því miður atvinnurekendur til að ganga lengra en ella í uppsögnum sem þýðir á mannamáli að fleiri missa vinnuna og það harma ég,“ segir Halldór. „Það er alltaf hægt að finna lausnir á öllum vandamálum og við erum sannarlega tilbúin til þess með það fyrir augum að draga úr þeim skaða sem fyrirsjáanlega er að verða á íslenskum vinnumarkaði. Við sjáum að 15 þúsund manns eru komnir á atvinnuleysisbætur, 25 þúsund á hlutaatvinnuleysisbætur og það er algjörlega ólíðandi að 40 þúsund Íslendingar séu án atvinnu eða í hlutaatvinnu og þess vegna er mikilvægt að Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands snúi bökum saman til að höggva á þennan hnút og það mun ekki standa á okkur,“ segir Halldór. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.vísir/vilhelm Sólveig vill ekki frekari byrðir á vinnandi fólk Í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni segist Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, harma afsögn Vilhjálms. Það sé mikill missir að hann fari úr sæti varaforseta Alþýðusambandsins. „Vegna vísunar í umræður á vettvangi samninganefndar ASÍ vil ég taka fram að ég hef fyrir hönd Eflingar hafnað því með öllu að frekari byrðum vegna Covid-19 faraldursins, umfram það sem þegar er, verði velt yfir á vinnandi fólk,“ skrifar Sólveig. Hún segir ríkið eiga að standa við fyrirheit sín um viðbótaraðgerðir. Þar nefnir hún rýmkun hlutabótaleiðinnar eða tímabundinni lækkun tryggingargjalds. „Mikið svigrúm er til staðar í fjármálum hins opinbera og núverandi aðgerðapakki enn talsvert minni en það sem sést hefur hjá nágrannalöndum. Meðan svo er get ég ekki fallist á að verkalýðshreyfingin gefi afslátt af kjörum sinna félagsmanna, allra síst láglaunafólks sem nú þegar berst í bökkum og hefur gert lengi,“ skrifar hún og bætir við að hún hafni því að verkalýðshreyfingin taki frumkvæði að tillögum um slíkt. Að lokum hvetur Sólveig verkalýðshreyfinguna til þess að standa saman og vinna að yfirvegun við úrlausn verkefnanna sem eru fram undan vegna kórónuveirufaraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir SA segir fyrirtækin ekki hafa efni á að hækka laun um fjóra milljarða á mánuði Samtök atvinnulífsins vilja fresta þeim launahækkunum sem tóku gildi í gær um þrjá til sex mánuði. Hver mánuður með þessum hækkunum kosti atvinnulífið fjóra milljarðarða króna. Hafa einnig lagt til frestun á mótframlagi fyrirtækja í lífeyrissjóði. 1. apríl 2020 14:54 Ferðaþjónustan æf út í ASÍ Samtök ferðaþjónustunnar skora á Alþýðusamband Íslands að breyta afstöðu sinni til þeirra hugmynda sem viðraðar hafa verið, sem draga myndu úr launakostnaði fyrirtækja. 1. apríl 2020 14:35 Villi Birgis hættir sem varaforseti ASÍ 1. apríl 2020 13:41 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Minnst þrír hafa sagt sig úr miðstjórn Alþýðusambands Íslands, þar á meðal fyrsti varaforseti sambandsins. Ólga ríkir innan verkalýðshreyfingarinnar vegna ólíkra sjónarmiða um leiðir til að bregðast við alvarlegri stöðu á vinnumarkaði. Stjórn VR fundar í sínum röðum vegna málsins í kvöld. Líkt og fram hefur komið í fréttum í dag hefur Alþýðusambandið hafnað tillögu Samtaka atvinnulífsins um tímabundna lækkun á greiðslu mótframlags atvinnurekenda í lífeyrissjóð en afar skiptar skoðanir hafa verið meðal leiðtoga verkalýðshreyfingarinnar um þessa tillögu. Hugmyndum SA um að fresta launahækkunum hefur einnig verið hafnað. Sjá einnig: SA segir fyrirtækin ekki hafa efni á að hækka laun um fjóra milljarða á mánuði Þau Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti ASÍ og Harpa Sævarsdóttir, varaformaður VR hafa sagt sig formlega úr miðstjórn ASÍ vegna ágreinings. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur jafnframt boðað úrsögn úr miðstjórn sambandsins en Drífu Snædal, forseta ASÍ, hafði ekki borist formleg úrsögn Ragnars þegar fréttastofa ræddi við hana síðdegis í dag. Þrátt fyrir ólík sjónarmið segir Drífa að algjör samhugur hafi verið innan samninganefndar ASÍ um að hafna tillögu um skerðingu mótframlags lífeyrisgreiðslna. „Við höfum bara rosalegar áhyggjur af stöðunni og það þýðir ekkert að vera að reyna að mála hana eitthvað björtum litum. Hins vegar stærsta aðgerðin sem er gripið til er hlutabótaúrræðið og það eru sem betur fer margir að nýta sér hana. Síðan hefur náttúrlega verið gripið til fjölda aðgerða af hendi lífeyrissjóða, fjármálastofnana og stjórnvalda til að styðja við fyrirtækin. Það að fara að höggva inn í kjarasamninga líka var bara aðeins stærri biti en hægt var að kyngja,“ segir Drífa. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Ragnar Þór leggst alfarið gegn hugmyndum um að fresta boðuðum launahækkunum en hann segir þá afstöðu ASÍ að vera ekki reiðubúið að skoða fleiri leiðir á borð við tímabundna skerðingu lífeyrisgreiðslna vera vonbrigði. „Niðurstaðan varð sú að gera ekki neitt sem að okkur þótti vera versti kosturinn að fara og þar af leiðandi sáum við ekki ástæðu til að halda áfram vinnu á þessum vettvangi,“ segir Ragnar Þór. Drífa segir úrsagnir úr miðstjórn ASÍ mikil vonbrigði. „Það skiptir máli að standa saman og ég á erfitt með að sjá það að fólki sé betur borgið utan stjórnar heldur en innan. Þetta er bara leiðinlegt,“ segir Drífa. „Það er algjörlega ástæðulaust fyrir okkur að vera að berja hausnum við stein þegar mikill ágreiningur er innan okkar raða og ég sé bara enga ástæðu til að vera að halda því áfram að vera að eyða orku í það,“ segir Ragnar Þór. Hann geri ekki ráð fyrir því að draga ákvörðun sína til baka. Þýði á mannamáli að fleiri missi vinnuna Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði. Óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að tillögur þeirra hafi miðað að því að draga úr launakostnaði tímabundið en þannig mætti koma í veg fyrir að uppsagnir verði fleiri en ella. „Það liggur fyrir að þegar við hækkum laun í kreppu þá neyðir það því miður atvinnurekendur til að ganga lengra en ella í uppsögnum sem þýðir á mannamáli að fleiri missa vinnuna og það harma ég,“ segir Halldór. „Það er alltaf hægt að finna lausnir á öllum vandamálum og við erum sannarlega tilbúin til þess með það fyrir augum að draga úr þeim skaða sem fyrirsjáanlega er að verða á íslenskum vinnumarkaði. Við sjáum að 15 þúsund manns eru komnir á atvinnuleysisbætur, 25 þúsund á hlutaatvinnuleysisbætur og það er algjörlega ólíðandi að 40 þúsund Íslendingar séu án atvinnu eða í hlutaatvinnu og þess vegna er mikilvægt að Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands snúi bökum saman til að höggva á þennan hnút og það mun ekki standa á okkur,“ segir Halldór. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.vísir/vilhelm Sólveig vill ekki frekari byrðir á vinnandi fólk Í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni segist Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, harma afsögn Vilhjálms. Það sé mikill missir að hann fari úr sæti varaforseta Alþýðusambandsins. „Vegna vísunar í umræður á vettvangi samninganefndar ASÍ vil ég taka fram að ég hef fyrir hönd Eflingar hafnað því með öllu að frekari byrðum vegna Covid-19 faraldursins, umfram það sem þegar er, verði velt yfir á vinnandi fólk,“ skrifar Sólveig. Hún segir ríkið eiga að standa við fyrirheit sín um viðbótaraðgerðir. Þar nefnir hún rýmkun hlutabótaleiðinnar eða tímabundinni lækkun tryggingargjalds. „Mikið svigrúm er til staðar í fjármálum hins opinbera og núverandi aðgerðapakki enn talsvert minni en það sem sést hefur hjá nágrannalöndum. Meðan svo er get ég ekki fallist á að verkalýðshreyfingin gefi afslátt af kjörum sinna félagsmanna, allra síst láglaunafólks sem nú þegar berst í bökkum og hefur gert lengi,“ skrifar hún og bætir við að hún hafni því að verkalýðshreyfingin taki frumkvæði að tillögum um slíkt. Að lokum hvetur Sólveig verkalýðshreyfinguna til þess að standa saman og vinna að yfirvegun við úrlausn verkefnanna sem eru fram undan vegna kórónuveirufaraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir SA segir fyrirtækin ekki hafa efni á að hækka laun um fjóra milljarða á mánuði Samtök atvinnulífsins vilja fresta þeim launahækkunum sem tóku gildi í gær um þrjá til sex mánuði. Hver mánuður með þessum hækkunum kosti atvinnulífið fjóra milljarðarða króna. Hafa einnig lagt til frestun á mótframlagi fyrirtækja í lífeyrissjóði. 1. apríl 2020 14:54 Ferðaþjónustan æf út í ASÍ Samtök ferðaþjónustunnar skora á Alþýðusamband Íslands að breyta afstöðu sinni til þeirra hugmynda sem viðraðar hafa verið, sem draga myndu úr launakostnaði fyrirtækja. 1. apríl 2020 14:35 Villi Birgis hættir sem varaforseti ASÍ 1. apríl 2020 13:41 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
SA segir fyrirtækin ekki hafa efni á að hækka laun um fjóra milljarða á mánuði Samtök atvinnulífsins vilja fresta þeim launahækkunum sem tóku gildi í gær um þrjá til sex mánuði. Hver mánuður með þessum hækkunum kosti atvinnulífið fjóra milljarðarða króna. Hafa einnig lagt til frestun á mótframlagi fyrirtækja í lífeyrissjóði. 1. apríl 2020 14:54
Ferðaþjónustan æf út í ASÍ Samtök ferðaþjónustunnar skora á Alþýðusamband Íslands að breyta afstöðu sinni til þeirra hugmynda sem viðraðar hafa verið, sem draga myndu úr launakostnaði fyrirtækja. 1. apríl 2020 14:35