SA segir fyrirtækin ekki hafa efni á að hækka laun um fjóra milljarða á mánuði Heimir Már Pétursson skrifar 1. apríl 2020 14:54 Halldór Benjamín Þorbergsson segir SA og ASÍ verða að ná saman um að lækka launakostnað fyrirtækja tímabundið. Fimmti hver maður á vinnumarkaði sé annað hvort á atvinnuleysisbótum eða hlutabótum vegna skerts starfshlutfalls. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að bæði formlegar og óformlega þreifingar með verkalýðshreyfingunni hafi leitt í ljós að hún væri ekki til viðtals um að fresta þeim launahækkunum sem tóku gildi hinn 1. apríl og koma eiga til útgreiðslu hinn 1. maí. Í raun séu bara tvær leiðir til að draga tímabundið úr launakostnaði atvinnurekenda; frestun launahækkana eða launatengdra gjalda og þar sé mótframlagið í lífeyrissjóði augljósasti kosturinn. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur sagt af sér embætti fyrsta varaforseta ASÍ vegna þess að ekki hafi verið fallist á hugmyndir SA um tímabunda frestu á greiðslu fyrirtækja á mótframlagi í lífeyrissjóði starfsmanna. Þá hefur Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sömuleiðis sagt sig úr miðstjórn Alþýðusambandsins vegna þessa. Drífa Snædal forseti ASÍ segir á Facebook síðu sinni í dag að samninganefnd sambandsins hafi verið virkjuð um leið og núverandi ástand skapaðist. "Það er vettvangurinn til að ræða opinskátt og í trúnaði allar mögulegar og ómögulegar hugmyndir, taka stöðuna sem breytist dag frá degi og ráða ráðum okkar. Þetta er verðmætur lýðræðisvettvangur sem skapar grunn fyrir sameiginlegar ákvarðanir jafnvel þótt fólk sé ekki alltaf sammála," segir Drífa. Ekki er langt síðan skrifað var undir lífskjarasamningana sem kynntir voru með ríkisstjórninni í Ráðherrabústaðnum og bjartsýni nríkti um frmhaldið á vinnumarkaðnum.VísirVilhelm Þær tillögur sem nú sé deilt um og gangi út á skerðingar á réttindum launafólks úr lífeyrissjóðum hafi verið ræddar og um þær verið afar skiptar skoðanir. Varasamt sé að skerða réttindi launafólks úr lífeyrissjóðum til allrar framtíðar. Halldór Benjamín segist ekki átta sig á því að annars vegar segist fólk með fullan vilja til að leysa málið en hafni um leið báðum þeim leiðum sem séu færar. Staðan í atvinnulífinu grafalvarleg „Staðan sem við stöndum frami fyrir er grafalvarleg. Hækkun launa á þessum tímapunkti er náttúrlega einsdæmi í heiminum. Þegar öll fyrirtæki og samfélög eru að glíma við þessa óværu og ljóst að fjöldi fyrirtækja á Íslandi er gjörsamlega kominn að fótum fram," segir Halldór Benjamín. Ef laun hækki í kreppu muni það leiða til þess að fleira fólk missi vinnuna en ella. Halldór segir því nauðsynlegt að ná saman með verkalýðshreyfingunni. Nú séu 15 þúsund manns á atvinnuleysisskrá og 25 þúsund manns í hlutabótakerfinu eða samtals fjörtíu þúsund manns. „Ég tel einsýnt að þriggja til sex mánaða frestun væri það sem þyrfti. Bara til að gefa fyrirtækjunum ráðrúm til að átta sig á stöðunni eins og hún er núna. Þannig að fyrirtæki landsins séu ekki að ganga lengra í uppsögnum en þörf krefur. Ég óttast að með þessu útspili í dag muni fleiri missa vinnuna en ef þetta hefði gengið í gegn hjá okkur," segir Halldór Benjamín. Ef samkomulag tækist um þessi mál á almenna markaðnum væri það nánast gefin forsenda að opinberi markaðurinn fylgdi með í kjölfarið. Hann hafi sent formlegt erindi til samninganefndar ASÍ á föstudag í síðustu viku sem ekki hafi verið svarað. Annað erindi hafi verið sent á mánudag um tímabundna frestun mótframlagsins og því hafi verið hafnað af samninganefnd ASÍ. Boltinn sé því hjá ASÍ. Í gær hækkuðu laun allra á almennu kjarasamningum félaga innan ASÍ um 18.000 krónur á mánuði og 24.000 krónur hjá þeim sem eingöngu fá laun samkvæmt taxta. "Þetta mun auka launakostnað atvinnulífsins um fimmtíu milljarða á ári, eða fjóra milljarða á mánuði. Þessir peningar eru ekki til í íslensku atvinnulífi eins og sakir standa. Og við því verða Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands að bregðast," segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Vinnumarkaður Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Villi Birgis hættir sem varaforseti ASÍ 1. apríl 2020 13:41 Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að bæði formlegar og óformlega þreifingar með verkalýðshreyfingunni hafi leitt í ljós að hún væri ekki til viðtals um að fresta þeim launahækkunum sem tóku gildi hinn 1. apríl og koma eiga til útgreiðslu hinn 1. maí. Í raun séu bara tvær leiðir til að draga tímabundið úr launakostnaði atvinnurekenda; frestun launahækkana eða launatengdra gjalda og þar sé mótframlagið í lífeyrissjóði augljósasti kosturinn. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur sagt af sér embætti fyrsta varaforseta ASÍ vegna þess að ekki hafi verið fallist á hugmyndir SA um tímabunda frestu á greiðslu fyrirtækja á mótframlagi í lífeyrissjóði starfsmanna. Þá hefur Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sömuleiðis sagt sig úr miðstjórn Alþýðusambandsins vegna þessa. Drífa Snædal forseti ASÍ segir á Facebook síðu sinni í dag að samninganefnd sambandsins hafi verið virkjuð um leið og núverandi ástand skapaðist. "Það er vettvangurinn til að ræða opinskátt og í trúnaði allar mögulegar og ómögulegar hugmyndir, taka stöðuna sem breytist dag frá degi og ráða ráðum okkar. Þetta er verðmætur lýðræðisvettvangur sem skapar grunn fyrir sameiginlegar ákvarðanir jafnvel þótt fólk sé ekki alltaf sammála," segir Drífa. Ekki er langt síðan skrifað var undir lífskjarasamningana sem kynntir voru með ríkisstjórninni í Ráðherrabústaðnum og bjartsýni nríkti um frmhaldið á vinnumarkaðnum.VísirVilhelm Þær tillögur sem nú sé deilt um og gangi út á skerðingar á réttindum launafólks úr lífeyrissjóðum hafi verið ræddar og um þær verið afar skiptar skoðanir. Varasamt sé að skerða réttindi launafólks úr lífeyrissjóðum til allrar framtíðar. Halldór Benjamín segist ekki átta sig á því að annars vegar segist fólk með fullan vilja til að leysa málið en hafni um leið báðum þeim leiðum sem séu færar. Staðan í atvinnulífinu grafalvarleg „Staðan sem við stöndum frami fyrir er grafalvarleg. Hækkun launa á þessum tímapunkti er náttúrlega einsdæmi í heiminum. Þegar öll fyrirtæki og samfélög eru að glíma við þessa óværu og ljóst að fjöldi fyrirtækja á Íslandi er gjörsamlega kominn að fótum fram," segir Halldór Benjamín. Ef laun hækki í kreppu muni það leiða til þess að fleira fólk missi vinnuna en ella. Halldór segir því nauðsynlegt að ná saman með verkalýðshreyfingunni. Nú séu 15 þúsund manns á atvinnuleysisskrá og 25 þúsund manns í hlutabótakerfinu eða samtals fjörtíu þúsund manns. „Ég tel einsýnt að þriggja til sex mánaða frestun væri það sem þyrfti. Bara til að gefa fyrirtækjunum ráðrúm til að átta sig á stöðunni eins og hún er núna. Þannig að fyrirtæki landsins séu ekki að ganga lengra í uppsögnum en þörf krefur. Ég óttast að með þessu útspili í dag muni fleiri missa vinnuna en ef þetta hefði gengið í gegn hjá okkur," segir Halldór Benjamín. Ef samkomulag tækist um þessi mál á almenna markaðnum væri það nánast gefin forsenda að opinberi markaðurinn fylgdi með í kjölfarið. Hann hafi sent formlegt erindi til samninganefndar ASÍ á föstudag í síðustu viku sem ekki hafi verið svarað. Annað erindi hafi verið sent á mánudag um tímabundna frestun mótframlagsins og því hafi verið hafnað af samninganefnd ASÍ. Boltinn sé því hjá ASÍ. Í gær hækkuðu laun allra á almennu kjarasamningum félaga innan ASÍ um 18.000 krónur á mánuði og 24.000 krónur hjá þeim sem eingöngu fá laun samkvæmt taxta. "Þetta mun auka launakostnað atvinnulífsins um fimmtíu milljarða á ári, eða fjóra milljarða á mánuði. Þessir peningar eru ekki til í íslensku atvinnulífi eins og sakir standa. Og við því verða Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands að bregðast," segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Vinnumarkaður Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Villi Birgis hættir sem varaforseti ASÍ 1. apríl 2020 13:41 Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39