Erlent

Dæla billjón evrum í neyðarsjóð vegna faraldursins

Samúel Karl Ólason skrifar
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. EPA/JOHN THYS

Forkólfar Evrópusambandsins komust í kvöld að samkomulagi um stærðarinnar neyðarsjóð vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Markmiðið er að dæla styðja ríki sem hafi komið illa út vegna faraldursins.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að aðgerðarpakkinn nemi allt að billjón evrum (1.000.000.000.000).

Miklar deilur hafa átt sér stað um fjármögnun neyðaraðstoðarinnar og hafa Ítalar verið í forsvari þeirra ríkja sem vilja að auðugri ríki Evrópu, eins og Þýskaland, leggi meira í neyðarsjóðina.

Frakkar höfðu lagt til hvernig auðugri ríki Evrópu gætu komið Ítölum og Spánverjum til aðstoðar. Forsvarsmenn Hollands, Danmerkur, Austurríkis, Þýskalands og Svíþjóðar settu sig hins vegar á móti þeirri tillögu.

Samkvæmt frétt BBC sagði Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, að mikill árangur hefði náðst í þeim efnum í kvöld. Hann sagði að mikilvægum áfanga hafi verið náð í Evrópu.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði þó að enn ríkti sundrung meðal ríkja ESB um hvort aðstoðin ætti að taka taka form styrkja eða lána. Hann sagði nauðsynlegt að aðstoða ríki með styrkjum en ekki lánum.

Sjá einnig: Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð

Fyrr í mánuðinum komust leiðtogarnir að samkomulagi um 500 milljarða aðstoðarpakka vegna faraldursins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×