Telja yfir fjórfalt fleiri hafa smitast í Kína í fyrstu bylgju faraldursins Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2020 10:51 Íbúi í Wuhan í ferðast með ferju í fyrsta sinn síðan borgin var opnuð á ný eftir faraldurinn nú í apríl. Vísir/AP Yfir 232 þúsund manns gætu hafa fengið Covid-19-sjúkdóminn, sem kórónuveiran veldur, í fyrstu bylgju faraldursins í Kína, eða yfir fjórfalt fleiri en opinberar tölur gefa til kynna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna í Hong Kong. Ástæðan að baki mismuninum er sögð þröng skilgreining kínverskra heilbrigðisyfirvalda á sjúkdómnum. Frá og með 20. febrúar höfðu kínversk yfirvöld greint frá yfir 55 þúsund tilfellum sjúkdómsins í landinu. Samkvæmt rannsókninni, sem birt var í The Lancet, ritrýndu læknariti, hefði talan hækkað svo um munar ef þeirri skilgreiningu á Covid-19-tilfelli, sem notuð er nú, hefði verið beitt frá upphafi. Sjá einnig: Skráð dauðsföll vegna Covid-19 í Wuhan hækka um nærri 50 prósent Kínversk heilbrigðisyfirvöld gáfu út sjö mismunandi skilgreiningar á sjúkdómnum frá 15. janúar til 3. mars. Í rannsókninni segir að þessar áherslubreytingar hafi haft „veruleg áhrif“ á þann fjölda Covid-19-sýkinga sem skráður var sem raunveruleg tilfelli og tekinn var með í opinberum tölum. Með hverri skilgreiningarbreytingu, þar sem m.a. var byrjað að taka vægari einkenni með í reikninginn, hefði þó hlutfall staðfestra smita aukist. Það er því mat rannsakenda að ef útvíkkaðri skilgreiningu hefði verið beitt frá upphafi hefði tala smitaðra verið um 232 þúsund þann 20. febrúar en ekki 55 þúsund, eins og raunin var. Lengi hefur allt þótt benda til þess að töluvert fleiri hafi veikst af Covid-19 í Kína en opinberar tölur segja til um. Þannig var greint frá því í síðustu viku að andlát af völdum veirunnar í kínversku borginni Wuhan, þar sem faraldurinn er talinn eiga upptök sín, séu um fimmtíu prósent fleiri en skráð hafði verið. Tekið hefur að hægja verulega á faraldrinum í Kína en nýgreindum hefur fækkað verulega síðustu daga og vikur. Alls hafa um 83 þúsund smit verið skráð í Kína en á heimsvísu eru tilfelli nú orðin rúmlega 2,6 milljónir. Þá hafa yfir 183 þúsund látist af völdum veirunnar í heiminum. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Missouri höfðar mál gegn Kína Stjórnvöld í Missouri í Bandaríkjunum hafa ákveðið að höfða mál gegn Kína þar sem yfirvöld þar í landi eru sökuð um að hafa ekki gert nægilega mikið til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 22. apríl 2020 06:25 Tólf smit staðfest á meginlandi Kína í gær Tólf smit voru staðfest á meginlandi Kína í gær samanborið við sextán á laugardag. 20. apríl 2020 08:02 Hagkerfi Kína dróst saman í fyrsta sinn í áratugi Hagkerfi Kína dróst saman á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan yfirvöld landsins byrjuðu að taka hagtölur saman yfir ársfjórðunga árið 1992. 17. apríl 2020 09:12 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Yfir 232 þúsund manns gætu hafa fengið Covid-19-sjúkdóminn, sem kórónuveiran veldur, í fyrstu bylgju faraldursins í Kína, eða yfir fjórfalt fleiri en opinberar tölur gefa til kynna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna í Hong Kong. Ástæðan að baki mismuninum er sögð þröng skilgreining kínverskra heilbrigðisyfirvalda á sjúkdómnum. Frá og með 20. febrúar höfðu kínversk yfirvöld greint frá yfir 55 þúsund tilfellum sjúkdómsins í landinu. Samkvæmt rannsókninni, sem birt var í The Lancet, ritrýndu læknariti, hefði talan hækkað svo um munar ef þeirri skilgreiningu á Covid-19-tilfelli, sem notuð er nú, hefði verið beitt frá upphafi. Sjá einnig: Skráð dauðsföll vegna Covid-19 í Wuhan hækka um nærri 50 prósent Kínversk heilbrigðisyfirvöld gáfu út sjö mismunandi skilgreiningar á sjúkdómnum frá 15. janúar til 3. mars. Í rannsókninni segir að þessar áherslubreytingar hafi haft „veruleg áhrif“ á þann fjölda Covid-19-sýkinga sem skráður var sem raunveruleg tilfelli og tekinn var með í opinberum tölum. Með hverri skilgreiningarbreytingu, þar sem m.a. var byrjað að taka vægari einkenni með í reikninginn, hefði þó hlutfall staðfestra smita aukist. Það er því mat rannsakenda að ef útvíkkaðri skilgreiningu hefði verið beitt frá upphafi hefði tala smitaðra verið um 232 þúsund þann 20. febrúar en ekki 55 þúsund, eins og raunin var. Lengi hefur allt þótt benda til þess að töluvert fleiri hafi veikst af Covid-19 í Kína en opinberar tölur segja til um. Þannig var greint frá því í síðustu viku að andlát af völdum veirunnar í kínversku borginni Wuhan, þar sem faraldurinn er talinn eiga upptök sín, séu um fimmtíu prósent fleiri en skráð hafði verið. Tekið hefur að hægja verulega á faraldrinum í Kína en nýgreindum hefur fækkað verulega síðustu daga og vikur. Alls hafa um 83 þúsund smit verið skráð í Kína en á heimsvísu eru tilfelli nú orðin rúmlega 2,6 milljónir. Þá hafa yfir 183 þúsund látist af völdum veirunnar í heiminum.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Missouri höfðar mál gegn Kína Stjórnvöld í Missouri í Bandaríkjunum hafa ákveðið að höfða mál gegn Kína þar sem yfirvöld þar í landi eru sökuð um að hafa ekki gert nægilega mikið til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 22. apríl 2020 06:25 Tólf smit staðfest á meginlandi Kína í gær Tólf smit voru staðfest á meginlandi Kína í gær samanborið við sextán á laugardag. 20. apríl 2020 08:02 Hagkerfi Kína dróst saman í fyrsta sinn í áratugi Hagkerfi Kína dróst saman á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan yfirvöld landsins byrjuðu að taka hagtölur saman yfir ársfjórðunga árið 1992. 17. apríl 2020 09:12 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Missouri höfðar mál gegn Kína Stjórnvöld í Missouri í Bandaríkjunum hafa ákveðið að höfða mál gegn Kína þar sem yfirvöld þar í landi eru sökuð um að hafa ekki gert nægilega mikið til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 22. apríl 2020 06:25
Tólf smit staðfest á meginlandi Kína í gær Tólf smit voru staðfest á meginlandi Kína í gær samanborið við sextán á laugardag. 20. apríl 2020 08:02
Hagkerfi Kína dróst saman í fyrsta sinn í áratugi Hagkerfi Kína dróst saman á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan yfirvöld landsins byrjuðu að taka hagtölur saman yfir ársfjórðunga árið 1992. 17. apríl 2020 09:12