Erlent

Taí­lands­konungur sætir gagn­rýni: Í ein­angrun á þýsku hóteli með tuttugu frillum

Atli Ísleifsson skrifar
Vajiralongkorn hefur gegnt embætti konungs Taílands frá árinu 2016.
Vajiralongkorn hefur gegnt embætti konungs Taílands frá árinu 2016. Getty

Maha Vajiralongkorn Taílandskonungur sætir nú talsverðri gagnrýni heima fyrir eftir að fréttir bárust af því að hann hafi einangrað sig á fjögurra stjörnu hóteli í Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Með honum á hótelinu eru tuttugu hjákonur.

Þýskir fjölmiðlar segja hinn 67 ára gamla konung hafa tekið öll herbergi hótelsins Grand Hotel Sonnenbichl á leigu, þar sem hjákonurnar dvelja nú með honum, auk þjónustufólks.

Sjá einnig: Frilla konungs Taílands fallin í ónáð

Hótelið á að hafa fengið undanþágu frá yfirvöldum til að hýsa konunginn og hans fólk, en konungurinn hefur oft farið í frí einmitt á þessar slóðir í þýsku Ölpunum.

Sérstakt myllumerki hefur verið notað í Taílandi sem útleggst nokkurn veginn: „Af hverju þurfum við yfirhöfuð konung?“ Hefur það nú verið notað 1,2 milljón sinnum. 

Þetta sætir nokkrum tíðindum þar sem taílensk lög kveða á um að bannað sé að gagnrýna konung landsins. Kunna þeir sem það gera að eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.