Frilla konungs Taílands fallin í ónáð Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2019 13:19 Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, og frilla hans Sineenat Wongvajirapakdi. Vísir/AP Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, hefur svipt opinbera frillu sína titlum hennar einungis mánuðum eftir að hún fékk titilinn „konungleg hjákona“. Sineenat Wongvajirapakdi, sem er 34 ára gömul, var sú fyrsta til að fá þann titill í tæpa öld og gerði það í júlí, skömmu eftir að konungurinn, sem er 67 ára gamall, giftist fjórðu eiginkonu sinni. Í yfirlýsingu frá skrifstofu konungsins í gær segir að Sineenat hafi verið refsað fyrir að reyna að setja sig á sama stall og drottningin. Var sagt að hún hafi ekki sýnt næga hollustu, hún hafi verið óþakklát og metnaðargjörn. Þá er hún sökuð um að sýna konungnum óvirðingu og reyna að gefa skipanir í hans nafni.Sineenat Wongvajirapakdi er 34 ára gömul og var orðin foringi í lífvarðasveit konungsins.Vísir/APAllar þær myndir sem höfðu verið settar á vef konungsins voru fjarlægðar. Á mörgum þeirra var Sineenat, sem er fyrrverandi hjúkrunarfræðingur, klædd í herföt en samhliða sambandi hennar og konungsins tengdist hún her landsins. Hún var í lífvarðasveit konungsins, flugkona og ýmislegt fleira en samkvæmt frétt BBC er fortíð hennar verulega óljós. Fyrr af þessu ári fékk hún svo foringjatitil hjá her Taílands og stýrði hún herdeild.Ekki liggur fyrir hvar hún er stödd í dag. Það er þó í samræmi við hvað kom fyrir fyrrverandi eiginkonur konungsins, sem þá var krónprins. Hann tilkynnti skilnað við aðra eiginkonu sína árið 1996 með því að setja upp veggspjöld víðsvegar um konungshöllina, samkvæmt Reuters. Á einu þeirra kom fram að hún væri bannfærð fyrir framhjáhald, að misþyrma dóttur þeirra og svik.Hún flúði til Bandaríkjanna ásamt fjórum sonum þeirra en konungurinn afneitaði sonum sínum. Þriðja eiginkona konungsins hefur lifað í einangrun og útlegð, svo vitað sé, frá því hann skildi við hana árið 2014. Þá höfðu einhverjir fjölskyldumeðlimir hennar verið handteknir og sakaðir um að reyna að nota tengsl sín við konungsfjölskylduna til hagnaðar. Foreldrar hennar, þrír bræður og einn frændi voru öll dæmd í fangelsi og sitja enn inni. Frá því Vajiralongkorn settist í hásætið árið 2016 hefur hann í raun nýtt völd konungsins meira en áður hefur verið gert. Meðal annars hefur hann tekið yfir stjórn umfangsmikils auðs konungsfjölskyldunnar og fært herdeildir hers Taílands undir eigin stjórn. Taíland Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, hefur svipt opinbera frillu sína titlum hennar einungis mánuðum eftir að hún fékk titilinn „konungleg hjákona“. Sineenat Wongvajirapakdi, sem er 34 ára gömul, var sú fyrsta til að fá þann titill í tæpa öld og gerði það í júlí, skömmu eftir að konungurinn, sem er 67 ára gamall, giftist fjórðu eiginkonu sinni. Í yfirlýsingu frá skrifstofu konungsins í gær segir að Sineenat hafi verið refsað fyrir að reyna að setja sig á sama stall og drottningin. Var sagt að hún hafi ekki sýnt næga hollustu, hún hafi verið óþakklát og metnaðargjörn. Þá er hún sökuð um að sýna konungnum óvirðingu og reyna að gefa skipanir í hans nafni.Sineenat Wongvajirapakdi er 34 ára gömul og var orðin foringi í lífvarðasveit konungsins.Vísir/APAllar þær myndir sem höfðu verið settar á vef konungsins voru fjarlægðar. Á mörgum þeirra var Sineenat, sem er fyrrverandi hjúkrunarfræðingur, klædd í herföt en samhliða sambandi hennar og konungsins tengdist hún her landsins. Hún var í lífvarðasveit konungsins, flugkona og ýmislegt fleira en samkvæmt frétt BBC er fortíð hennar verulega óljós. Fyrr af þessu ári fékk hún svo foringjatitil hjá her Taílands og stýrði hún herdeild.Ekki liggur fyrir hvar hún er stödd í dag. Það er þó í samræmi við hvað kom fyrir fyrrverandi eiginkonur konungsins, sem þá var krónprins. Hann tilkynnti skilnað við aðra eiginkonu sína árið 1996 með því að setja upp veggspjöld víðsvegar um konungshöllina, samkvæmt Reuters. Á einu þeirra kom fram að hún væri bannfærð fyrir framhjáhald, að misþyrma dóttur þeirra og svik.Hún flúði til Bandaríkjanna ásamt fjórum sonum þeirra en konungurinn afneitaði sonum sínum. Þriðja eiginkona konungsins hefur lifað í einangrun og útlegð, svo vitað sé, frá því hann skildi við hana árið 2014. Þá höfðu einhverjir fjölskyldumeðlimir hennar verið handteknir og sakaðir um að reyna að nota tengsl sín við konungsfjölskylduna til hagnaðar. Foreldrar hennar, þrír bræður og einn frændi voru öll dæmd í fangelsi og sitja enn inni. Frá því Vajiralongkorn settist í hásætið árið 2016 hefur hann í raun nýtt völd konungsins meira en áður hefur verið gert. Meðal annars hefur hann tekið yfir stjórn umfangsmikils auðs konungsfjölskyldunnar og fært herdeildir hers Taílands undir eigin stjórn.
Taíland Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira