WannaCry: Vírusar sem virka Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2017 12:30 Það sem gerir WannaCry sérstaklega skæðan, er að einungis einn aðili þarf að falla fyrir honum. Smitast ein tölva í tölvukerfi, dreifist vírusinn á allar tölvur í kerfinu. Vísir/AFP Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. Hakkararnir notuðust við tól sem var stolið frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, og birt á netinu. Með þessu tóli tókst þeim að dreifa vírusnum WannaCry (hann gengur einnig undir öðrum nöfnum) um allan heim. Vírusinn hefur fundist í um 150 löndum, en svo virðist sem að tekist hafi að stöðva, eða draga verulega úr, dreifingu vírussins um helgina. Europol segir sýkingum ekki hafa fjölgað verulega við byrjun vinnuvikunnar í Evrópu.Helstu áhrif árásarinnar.Vísir/GRaphicnewsÍ samtali við AP fréttaveituna segir sérfræðingurinn Tim Wellsmore að ekki sé sérstaklega búist við því að um stóran hóp hakkara sé að ræða. Þess í stað er talið að smár hópur hafi einfaldlega verið heppinn og vírusinn hafi dreifst af miklum hraða um heiminn allan. Þá segir á vef Guardian að færri en hundrað hafi greitt lausnargjaldið sem fórnarlömbum vírussins er gert að greiða til að opna tölvur sínar aftur. Vírusnum hefur verið dreift með tölvupóstum og notar hann öryggisgalla í Windows stýrikerfinu. Þó gaf Microsoft út svokallaðan plástur fyrr á árinu sem lagaði þennan galla. Nú um helgina gaf fyrirtækið út nýjan plástur til að verja eldri stýrikerfi. Tölvueigendum hefur verið bent á að uppfæra stýrikerfi sín og þá sérstaklega þeir sem notast við eldri útgáfur eins og Windows XP. Fólki hefur einnig verið bent á að fara varlega við að opna fylgiskjöl og hlekki sem berast í tölvupóstum.Vinsælar og árangursríkar árásir Það sem gerir WannaCry sérstaklega skæðan, er að einungis einn aðili þarf að falla fyrir honum. Smitast ein tölva í tölvukerfi, dreifist vírusinn á allar tölvur í kerfinu. Samkvæmt þeim skilaboðum sem vírusinn skilur eftir sig, getur lausnargjaldið tvöfaldast á næstu dögum og gæti hann jafnvel farið að eyða skjölum úr sýktum tölvum. Sérfræðingar segja að vírusar eins og WannaCry séu mjög algengir. Þessi hafi orðið mjög umræddur vegna þess hve hratt og víða hann dreifðist en öryggisfyrirtæki takist á við svona vírusa, sem ganga undir nafninu Ransomware, á degi hverjum. Þá segja þeir ástæðuna fyrir vinsældum þeirra vera einfalda. Þeir virka og hakkarar geta grætt mikið á þeim. Þar að auki er erfitt að rannsaka þessa glæpi og komast á snoðir um hverjir framkvæma þá.Útskýring AFP What is the WannaCry ransomware and how were cyber-criminals able to seize control of more than 200,000 computers? pic.twitter.com/UtCsT6N3NJ— AFP news agency (@AFP) May 15, 2017 Leiðbeiningar Europol How to prevent a #ransomware attack? See #WannaCry additional prevention advice on https://t.co/3HIV2MNttQ #NeverPay #Nomoreransom pic.twitter.com/ScTi5tG1gk— Europol (@Europol) May 15, 2017 What is #ransomware? Find out more about how you can prevent and report it: https://t.co/3HIV2MNttQ. #NoMoreRansom #NeverPay @EC3Europol pic.twitter.com/ey8I0K8NpP— Europol (@Europol) May 13, 2017 Tölvuárásir Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Búast við fleiri tölvuárásum á morgun Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunnar, segir að ein tilkynning hafi borist þar sem um slíka árás gæti verið að ræða. 14. maí 2017 20:43 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Persónulegt áfall að lenda í tölvuþrjótum Skúli Gautason lenti í því að fá vírus í tölvu sína og lausnarkröfu. 15. maí 2017 10:35 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. Hakkararnir notuðust við tól sem var stolið frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, og birt á netinu. Með þessu tóli tókst þeim að dreifa vírusnum WannaCry (hann gengur einnig undir öðrum nöfnum) um allan heim. Vírusinn hefur fundist í um 150 löndum, en svo virðist sem að tekist hafi að stöðva, eða draga verulega úr, dreifingu vírussins um helgina. Europol segir sýkingum ekki hafa fjölgað verulega við byrjun vinnuvikunnar í Evrópu.Helstu áhrif árásarinnar.Vísir/GRaphicnewsÍ samtali við AP fréttaveituna segir sérfræðingurinn Tim Wellsmore að ekki sé sérstaklega búist við því að um stóran hóp hakkara sé að ræða. Þess í stað er talið að smár hópur hafi einfaldlega verið heppinn og vírusinn hafi dreifst af miklum hraða um heiminn allan. Þá segir á vef Guardian að færri en hundrað hafi greitt lausnargjaldið sem fórnarlömbum vírussins er gert að greiða til að opna tölvur sínar aftur. Vírusnum hefur verið dreift með tölvupóstum og notar hann öryggisgalla í Windows stýrikerfinu. Þó gaf Microsoft út svokallaðan plástur fyrr á árinu sem lagaði þennan galla. Nú um helgina gaf fyrirtækið út nýjan plástur til að verja eldri stýrikerfi. Tölvueigendum hefur verið bent á að uppfæra stýrikerfi sín og þá sérstaklega þeir sem notast við eldri útgáfur eins og Windows XP. Fólki hefur einnig verið bent á að fara varlega við að opna fylgiskjöl og hlekki sem berast í tölvupóstum.Vinsælar og árangursríkar árásir Það sem gerir WannaCry sérstaklega skæðan, er að einungis einn aðili þarf að falla fyrir honum. Smitast ein tölva í tölvukerfi, dreifist vírusinn á allar tölvur í kerfinu. Samkvæmt þeim skilaboðum sem vírusinn skilur eftir sig, getur lausnargjaldið tvöfaldast á næstu dögum og gæti hann jafnvel farið að eyða skjölum úr sýktum tölvum. Sérfræðingar segja að vírusar eins og WannaCry séu mjög algengir. Þessi hafi orðið mjög umræddur vegna þess hve hratt og víða hann dreifðist en öryggisfyrirtæki takist á við svona vírusa, sem ganga undir nafninu Ransomware, á degi hverjum. Þá segja þeir ástæðuna fyrir vinsældum þeirra vera einfalda. Þeir virka og hakkarar geta grætt mikið á þeim. Þar að auki er erfitt að rannsaka þessa glæpi og komast á snoðir um hverjir framkvæma þá.Útskýring AFP What is the WannaCry ransomware and how were cyber-criminals able to seize control of more than 200,000 computers? pic.twitter.com/UtCsT6N3NJ— AFP news agency (@AFP) May 15, 2017 Leiðbeiningar Europol How to prevent a #ransomware attack? See #WannaCry additional prevention advice on https://t.co/3HIV2MNttQ #NeverPay #Nomoreransom pic.twitter.com/ScTi5tG1gk— Europol (@Europol) May 15, 2017 What is #ransomware? Find out more about how you can prevent and report it: https://t.co/3HIV2MNttQ. #NoMoreRansom #NeverPay @EC3Europol pic.twitter.com/ey8I0K8NpP— Europol (@Europol) May 13, 2017
Tölvuárásir Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Búast við fleiri tölvuárásum á morgun Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunnar, segir að ein tilkynning hafi borist þar sem um slíka árás gæti verið að ræða. 14. maí 2017 20:43 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Persónulegt áfall að lenda í tölvuþrjótum Skúli Gautason lenti í því að fá vírus í tölvu sína og lausnarkröfu. 15. maí 2017 10:35 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00
Búast við fleiri tölvuárásum á morgun Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunnar, segir að ein tilkynning hafi borist þar sem um slíka árás gæti verið að ræða. 14. maí 2017 20:43
Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00
Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00
Persónulegt áfall að lenda í tölvuþrjótum Skúli Gautason lenti í því að fá vírus í tölvu sína og lausnarkröfu. 15. maí 2017 10:35