Búast við fleiri tölvuárásum á morgun Hulda Hólmkelsdóttir og Höskuldur Kári Schram skrifa 14. maí 2017 20:43 Sérfræðingar víða um heim búast fastlega við því að fleiri tölvuárásir verði gerðar á morgun þegar fólk mætir til vinnu. Árásin sem hófst á föstudag hefur þegar náð til 200þúsund tölva í rúmlega 150 löndum og er ein sú viðamesta í sögunni. Vírusinn sem notaður er í árásinni læsir tölvum notenda og getur fólk einungis opnað þær á ný með því að greiða tölvuþrjótunum lausnargjald. Vírusinn nýtir sér veikleika í Windows stýrikerfum, en sérfræðingar hafa sagt að tölvur sem eru uppfærðar reglulega og með nýjustu vírusvarnir eigi ekki að vera í hættu. Tölvukerfi í Bretlandi og Rússlandi urðu verst úti í árásinni á föstudag og sums staðar hafði þetta áhrif á starfsemi spítala. Europol og bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsaka nú málið en margt bendir til þess að árásin hafi verið skipulögð af mörgum tölvuþrjótum. Margir óttast frekari árásir á morgun þegar fólk mætir til vinnu eftir helgarfrí. Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunnar, segir að ein tilkynning hafi borist þar sem um slíka árás gæti verið að ræða. „Við höfum fengið eina tilkynningu sem gæti verið svona árás. Hún kom núna seinni partinn. Við eigum eftir að staðfesta hvers lags er og það verður gert í framhaldinu,“ segir Hrafnkell. „Ég mæli nú ekki með því að við sleppum því alfarið að kveikja á tölvunum en það eru ákveðnar aðgerðir sem ég myndi mæla með að væru gerðar. Þessi vírus dreifir sér með tvennum hætti. Annars vegar á klassískan hátt, með tölvupósti og linkum sem fólk smellir á. Þannig að fólk þarf að vera sérstaklega varkárt á morgun að smella ekki á neitt slíkt sem kemur inn til stofnunarinnar þeirra eða heim til þeirra nema það hreinlega búist við því að fá slíka linka eða viðhengi. Það er þannig að maður getur ekki endilega treyst því, þótt maður þekki sendandann, að það sé frá viðkomandi því það er mjög auðvelt að falsa tölvupóst,“ segir hann og bætir við að allar viðvaranir eigi við um almenning jafnt sem stofnanir og fyrirtæki. „Nú við mælum með því að uppfæra og setja öryggisuppfærslur á tölvur. Við teljum að það sé gríðarlega mikilvægt að það sé gert og við mælum með því að það sé gert áður en menn opna vafra eða tölvupóst hjá fyrirtækjum eða stofnunum. Að sjálfsögðu á það við allan almenning líka. Ég geri ráð fyrir því að fyrirtæki og stofnanir almennt taki öryggisafrit og brýni menn enn frekar til dáða hvað það varðar. Ég segi bara við alla einstaklinga: takið afrit, núna strax og geymið það ótengt tölvunni þannig ef að eitthvað áfall verður hjá ykkur þá eigið þið allavega gögnin ykkar.“ Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. 14. maí 2017 15:25 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Sérfræðingar víða um heim búast fastlega við því að fleiri tölvuárásir verði gerðar á morgun þegar fólk mætir til vinnu. Árásin sem hófst á föstudag hefur þegar náð til 200þúsund tölva í rúmlega 150 löndum og er ein sú viðamesta í sögunni. Vírusinn sem notaður er í árásinni læsir tölvum notenda og getur fólk einungis opnað þær á ný með því að greiða tölvuþrjótunum lausnargjald. Vírusinn nýtir sér veikleika í Windows stýrikerfum, en sérfræðingar hafa sagt að tölvur sem eru uppfærðar reglulega og með nýjustu vírusvarnir eigi ekki að vera í hættu. Tölvukerfi í Bretlandi og Rússlandi urðu verst úti í árásinni á föstudag og sums staðar hafði þetta áhrif á starfsemi spítala. Europol og bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsaka nú málið en margt bendir til þess að árásin hafi verið skipulögð af mörgum tölvuþrjótum. Margir óttast frekari árásir á morgun þegar fólk mætir til vinnu eftir helgarfrí. Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunnar, segir að ein tilkynning hafi borist þar sem um slíka árás gæti verið að ræða. „Við höfum fengið eina tilkynningu sem gæti verið svona árás. Hún kom núna seinni partinn. Við eigum eftir að staðfesta hvers lags er og það verður gert í framhaldinu,“ segir Hrafnkell. „Ég mæli nú ekki með því að við sleppum því alfarið að kveikja á tölvunum en það eru ákveðnar aðgerðir sem ég myndi mæla með að væru gerðar. Þessi vírus dreifir sér með tvennum hætti. Annars vegar á klassískan hátt, með tölvupósti og linkum sem fólk smellir á. Þannig að fólk þarf að vera sérstaklega varkárt á morgun að smella ekki á neitt slíkt sem kemur inn til stofnunarinnar þeirra eða heim til þeirra nema það hreinlega búist við því að fá slíka linka eða viðhengi. Það er þannig að maður getur ekki endilega treyst því, þótt maður þekki sendandann, að það sé frá viðkomandi því það er mjög auðvelt að falsa tölvupóst,“ segir hann og bætir við að allar viðvaranir eigi við um almenning jafnt sem stofnanir og fyrirtæki. „Nú við mælum með því að uppfæra og setja öryggisuppfærslur á tölvur. Við teljum að það sé gríðarlega mikilvægt að það sé gert og við mælum með því að það sé gert áður en menn opna vafra eða tölvupóst hjá fyrirtækjum eða stofnunum. Að sjálfsögðu á það við allan almenning líka. Ég geri ráð fyrir því að fyrirtæki og stofnanir almennt taki öryggisafrit og brýni menn enn frekar til dáða hvað það varðar. Ég segi bara við alla einstaklinga: takið afrit, núna strax og geymið það ótengt tölvunni þannig ef að eitthvað áfall verður hjá ykkur þá eigið þið allavega gögnin ykkar.“
Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. 14. maí 2017 15:25 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00
Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30
Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. 14. maí 2017 15:25
Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22
Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00