Trump staðfestur sem frambjóðandi Repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2016 23:30 Donald J. Trump er formlega orðinn forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. Kjörmenn flokksins hafa í kvöld verið að gera grein fyrir atkvæðum sinna ríkja á flokksþingi Repúblikana og var það sonur Trump, Donald Trump yngri, sem kynnti atkvæðin sem tryggðu Trump þann meirihluta sem hann þurfti. Hann kynnti atkvæði New York, heimaríkis Trump. Ólíklegt var að Trump tækist ekki að bera sigur úr býtum og þá sérstaklega eftir að andstæðingum hans mistókst að fá reglum flokksþingsins breytt á dögunum.Donald Trump, Jr. announces votes of NY's GOP delegates to put his father @realDonaldTrump over the top #RNCinCLE pic.twitter.com/mIusrnQr8C— Jeremy Diamond (@JDiamond1) July 19, 2016 Árangur Trump í forvali flokksins hefur komið mörgum á óvart, en þegar hann tilkynnti framboð sitt voru fáir sem tóku hann alvarlega. Þá hefur hann þótt umdeildur bæði utan og innan Repúblikanaflokksins. Fjöldi þingmanna flokksins hundsuðu flokksþingið og þá hafa einhverjir ekki viljað lýsa yfir stuðningi við Trump. Trump bar þó sigur úr býtum gegn 16 öðrum frambjóðendum. Mikið hefur verið um mótmæli í Cleveland og hefur lögreglan þurft að stíga á milli fylkinga. Samkvæmt AP fréttaveitunni voru hundruð manna að mótmæla tilnefningu Trump og kom til átaka á milli fylkinga. Búist er við því að Trump muni halda ræðu á þinginu á fimmtudaginn. Eftir það tekur við kosningabarátta gegn Hillary Clinton fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Pence má gera mistök af og til Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003. 19. júlí 2016 07:00 Trump fékk ekki leyfi frá Queen til að nota We Are The Champions Margir á því að Freddie Mercury hefði verið á móti nánast öllu sem Donald Trump stendur fyrir. 19. júlí 2016 15:19 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Sjá meira
Donald J. Trump er formlega orðinn forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. Kjörmenn flokksins hafa í kvöld verið að gera grein fyrir atkvæðum sinna ríkja á flokksþingi Repúblikana og var það sonur Trump, Donald Trump yngri, sem kynnti atkvæðin sem tryggðu Trump þann meirihluta sem hann þurfti. Hann kynnti atkvæði New York, heimaríkis Trump. Ólíklegt var að Trump tækist ekki að bera sigur úr býtum og þá sérstaklega eftir að andstæðingum hans mistókst að fá reglum flokksþingsins breytt á dögunum.Donald Trump, Jr. announces votes of NY's GOP delegates to put his father @realDonaldTrump over the top #RNCinCLE pic.twitter.com/mIusrnQr8C— Jeremy Diamond (@JDiamond1) July 19, 2016 Árangur Trump í forvali flokksins hefur komið mörgum á óvart, en þegar hann tilkynnti framboð sitt voru fáir sem tóku hann alvarlega. Þá hefur hann þótt umdeildur bæði utan og innan Repúblikanaflokksins. Fjöldi þingmanna flokksins hundsuðu flokksþingið og þá hafa einhverjir ekki viljað lýsa yfir stuðningi við Trump. Trump bar þó sigur úr býtum gegn 16 öðrum frambjóðendum. Mikið hefur verið um mótmæli í Cleveland og hefur lögreglan þurft að stíga á milli fylkinga. Samkvæmt AP fréttaveitunni voru hundruð manna að mótmæla tilnefningu Trump og kom til átaka á milli fylkinga. Búist er við því að Trump muni halda ræðu á þinginu á fimmtudaginn. Eftir það tekur við kosningabarátta gegn Hillary Clinton fyrir forsetakosningarnar í nóvember.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Pence má gera mistök af og til Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003. 19. júlí 2016 07:00 Trump fékk ekki leyfi frá Queen til að nota We Are The Champions Margir á því að Freddie Mercury hefði verið á móti nánast öllu sem Donald Trump stendur fyrir. 19. júlí 2016 15:19 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Sjá meira
Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12
Pence má gera mistök af og til Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003. 19. júlí 2016 07:00
Trump fékk ekki leyfi frá Queen til að nota We Are The Champions Margir á því að Freddie Mercury hefði verið á móti nánast öllu sem Donald Trump stendur fyrir. 19. júlí 2016 15:19