Hann kynnti atkvæði New York, heimaríkis Trump.
Ólíklegt var að Trump tækist ekki að bera sigur úr býtum og þá sérstaklega eftir að andstæðingum hans mistókst að fá reglum flokksþingsins breytt á dögunum.
Donald Trump, Jr. announces votes of NY's GOP delegates to put his father @realDonaldTrump over the top #RNCinCLE pic.twitter.com/mIusrnQr8C
— Jeremy Diamond (@JDiamond1) July 19, 2016
Trump bar þó sigur úr býtum gegn 16 öðrum frambjóðendum.
Mikið hefur verið um mótmæli í Cleveland og hefur lögreglan þurft að stíga á milli fylkinga. Samkvæmt AP fréttaveitunni voru hundruð manna að mótmæla tilnefningu Trump og kom til átaka á milli fylkinga.
Búist er við því að Trump muni halda ræðu á þinginu á fimmtudaginn. Eftir það tekur við kosningabarátta gegn Hillary Clinton fyrir forsetakosningarnar í nóvember.