Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júlí 2016 09:12 Melania Trump og Michelle Obama hafa sömu gildi í hávegum af ræðunum að dæma. Vísir/EPA Bandaríkjamenn eru margir hverjir hneykslaðir eftir landsþing Repúblikanaflokksins í gær en ekki vegna hins umdeilda Donald Trump, eins og maður gæti ætlað, heldur vegna ræðu konunnar hans. Melania Trump var einn aðalræðumanna á þinginu í gær en á meðan á ræðunni stóð tóku að birtast á Twitter setningar úr ræðu Michelle Obama frá sambærilegu þingi demókrata árið 2008 þegar eiginmaður hennar, Barack Obama, var í framboði til forseta. Þykja setningar úr ræðunum svo líkar að margir hafa tekið að saka frú Trump um ritstuld. Þegar hlutar ræðu Trump eru bornar saman við ræðu Obama sjást mikil líkindi og er meira að segja í sumum tilvikum um nákvæmlega sama orðalag að ræða. Hér að neðan má sjá myndband frá CNN þar sem bæði Trump og Obama flytja ræður sínar og þar fyrir neðan má sjá brotin lauslega þýdd yfir á íslensku.Similarities between Melania Trump's #GOPConvention speech and Michelle Obama's in 2008 https://t.co/hFPAf2maXl https://t.co/tmNgFDcEtO— CNN Politics (@CNNPolitics) July 19, 2016 Trump-hjónin í gær á landsþingi Repúblikana.Vísir/EPAMelania Trump: „Frá unga aldri, lögðu foreldrar mínir áherslu á ákveðin gildi: þú vinnur ötullega að því sem þú vilt í lífinu, loforð þitt er bindandi samkomulag og þú gerir það sem þú segist ætla að gera og stendur við orð þín, þú skalt koma fram við fólk af virðingu. Þau kenndu mér og sýndu mér gildin og rétt siðferði í sínu daglega lífi. Þetta er lærdómur sem ég kenni syni okkar,“ sagði Trump árið 2016. „Og við þurfum að koma þessum lærdómi til leiðar til hinna mörgu kynslóða sem á eftir okkar kom. Því við viljum að börn þessarar þjóðar viti að það eina sem getur takmarkað afreksverk þín er styrkur drauma þinna og viljinn til þess að vinna fyrir þeim.“Michelle Obama: „Og Barack og ég vorum alin upp með mörg af sömu gildunum; þú vinnur ötullega að því sem þú vilt í lífinu, loforð þitt er bindandi samkomulag og þú gerir það sem þú segist ætla að gera og stendur við orð þín, þú skalt koma fram við fólk af virðingu og sæmd, jafnvel þó þú þekkir það ekki eða sért ósammála þeim,“ sagði Michelle árið 2008. „Við Barack ákváðum að byggja líf á þessum gildum, og koma þessum lærdómi til leiðar til næstu kynslóðar. Því við viljum að börnin okkar – og öll börn þessarar þjóðar viti - að það eina sem getur takmarkað afreksverk þín er styrkur drauma þinna og viljinn til þess að vinna fyrir þeim.“ Það var Jarrett Hill, mikill aðdáandi Obama fjölskyldunnar, sem benti á líkindin á Twitter.CORRECTION: Melania stole a whole graph from Michelle's speech. #GOPConvention WATCH: https://t.co/8BCOwXAHSy pic.twitter.com/zudpDznGng— Jarrett Hill (@JarrettHill) July 19, 2016 Hér að neðan má sjá textabrotin á ensku:Melania Trump í gær:"From a young age, my parents impressed on me the values that you work hard for what you want in life, that your word is your bond and you do what you say and keep your promise, that you treat people with respect. They taught and showed me values and morals in their daily lives. That is a lesson that I continue to pass along to our son," Trump said.And we need to pass those lessons on to the many generations to follow. Because we want our children in this nation to know that the only limit to your achievements is the strength of your dreams and your willingness to work for them."Michelle Obama í ágúst 2008:"And Barack and I were raised with so many of the same values: that you work hard for what you want in life; that your word is your bond and you do what you say you're going to do; that you treat people with dignity and respect, even if you don't know them, and even if you don't agree with them.And Barack and I set out to build lives guided by these values, and to pass them on to the next generation. Because we want our children -- and all children in this nation -- to know that the only limit to the height of your achievements is the reach of your dreams and your willingness to work for them." Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Bandaríkjamenn eru margir hverjir hneykslaðir eftir landsþing Repúblikanaflokksins í gær en ekki vegna hins umdeilda Donald Trump, eins og maður gæti ætlað, heldur vegna ræðu konunnar hans. Melania Trump var einn aðalræðumanna á þinginu í gær en á meðan á ræðunni stóð tóku að birtast á Twitter setningar úr ræðu Michelle Obama frá sambærilegu þingi demókrata árið 2008 þegar eiginmaður hennar, Barack Obama, var í framboði til forseta. Þykja setningar úr ræðunum svo líkar að margir hafa tekið að saka frú Trump um ritstuld. Þegar hlutar ræðu Trump eru bornar saman við ræðu Obama sjást mikil líkindi og er meira að segja í sumum tilvikum um nákvæmlega sama orðalag að ræða. Hér að neðan má sjá myndband frá CNN þar sem bæði Trump og Obama flytja ræður sínar og þar fyrir neðan má sjá brotin lauslega þýdd yfir á íslensku.Similarities between Melania Trump's #GOPConvention speech and Michelle Obama's in 2008 https://t.co/hFPAf2maXl https://t.co/tmNgFDcEtO— CNN Politics (@CNNPolitics) July 19, 2016 Trump-hjónin í gær á landsþingi Repúblikana.Vísir/EPAMelania Trump: „Frá unga aldri, lögðu foreldrar mínir áherslu á ákveðin gildi: þú vinnur ötullega að því sem þú vilt í lífinu, loforð þitt er bindandi samkomulag og þú gerir það sem þú segist ætla að gera og stendur við orð þín, þú skalt koma fram við fólk af virðingu. Þau kenndu mér og sýndu mér gildin og rétt siðferði í sínu daglega lífi. Þetta er lærdómur sem ég kenni syni okkar,“ sagði Trump árið 2016. „Og við þurfum að koma þessum lærdómi til leiðar til hinna mörgu kynslóða sem á eftir okkar kom. Því við viljum að börn þessarar þjóðar viti að það eina sem getur takmarkað afreksverk þín er styrkur drauma þinna og viljinn til þess að vinna fyrir þeim.“Michelle Obama: „Og Barack og ég vorum alin upp með mörg af sömu gildunum; þú vinnur ötullega að því sem þú vilt í lífinu, loforð þitt er bindandi samkomulag og þú gerir það sem þú segist ætla að gera og stendur við orð þín, þú skalt koma fram við fólk af virðingu og sæmd, jafnvel þó þú þekkir það ekki eða sért ósammála þeim,“ sagði Michelle árið 2008. „Við Barack ákváðum að byggja líf á þessum gildum, og koma þessum lærdómi til leiðar til næstu kynslóðar. Því við viljum að börnin okkar – og öll börn þessarar þjóðar viti - að það eina sem getur takmarkað afreksverk þín er styrkur drauma þinna og viljinn til þess að vinna fyrir þeim.“ Það var Jarrett Hill, mikill aðdáandi Obama fjölskyldunnar, sem benti á líkindin á Twitter.CORRECTION: Melania stole a whole graph from Michelle's speech. #GOPConvention WATCH: https://t.co/8BCOwXAHSy pic.twitter.com/zudpDznGng— Jarrett Hill (@JarrettHill) July 19, 2016 Hér að neðan má sjá textabrotin á ensku:Melania Trump í gær:"From a young age, my parents impressed on me the values that you work hard for what you want in life, that your word is your bond and you do what you say and keep your promise, that you treat people with respect. They taught and showed me values and morals in their daily lives. That is a lesson that I continue to pass along to our son," Trump said.And we need to pass those lessons on to the many generations to follow. Because we want our children in this nation to know that the only limit to your achievements is the strength of your dreams and your willingness to work for them."Michelle Obama í ágúst 2008:"And Barack and I were raised with so many of the same values: that you work hard for what you want in life; that your word is your bond and you do what you say you're going to do; that you treat people with dignity and respect, even if you don't know them, and even if you don't agree with them.And Barack and I set out to build lives guided by these values, and to pass them on to the next generation. Because we want our children -- and all children in this nation -- to know that the only limit to the height of your achievements is the reach of your dreams and your willingness to work for them."
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira