Japanskur kaupahéðinn segist hafa gefið spilltum Ólympíunefndarmanni dýrar gjafir Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2020 11:17 Takahashi fékk meira greitt en nokkur annar frá nefndinni sem sá um boð Tókýó í leikana í ár. Hann var síðar skipaður í skipulagsnefnd leikanna. Vísir/EPA Fulltrúi í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó segir að hann hafi gefið fyrrverandi nefndarmanni í Alþjóðaólympíunefndinni gjafir eins og stafrænar myndavélar og úr til að sannfæra hann um að styðja Tókýó í valinu á gestgjafa leikanna. Nefndarmaðurinn er grunaður um mútuþægni. Haruyuki Takahashi, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá auglýsingastofunni Dentsu Inc og síðar fulltrúi í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó, fékk 8,2 milljónir dollara, jafnvirði tæpra 1,2 milljarða íslenskra króna í greiðslur frá nefndinni sem sá um boð Tókýó í leikana sem áttu að fara fram í ár. Enginn einstakur aðili fékk hærri greiðslu en hann frá nefndinni. Hann gefur ekki upp í hvað peningarnir fóru en segir þó að starf sitt hafi meðal annars falist í því að þrýsta á nefndarmenn í Alþjóðaólympíunefndinni um að veita Tókýó atkvæði sitt. Þeirra á meðal var Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Franskir saksóknarar hafa rannsakað Diack, sem er grunaður um mútuþægni, frá árinu 2015. Diack hefur meðal annars verið sakaður um að þiggja tvær milljónir dollara, jafnvirði um 284 milljóna króna, fyrir að greiða Ríó de Janeiro atkvæði sitt sem gestgjafa leikanna 2016. Hann hefur setið í stofufangelsi í Frakklandi frá því að ákærur voru lagðar fram gegn honum árið 2015. Diack neitar allri sök. Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, hefur verið sakaður um mútuþægni í tengslum við ákvarðanir um gestgjafa Ólympíuleika. Hann sat í Alþjóðaólympíunefndinni.Vísir/EPA „Maður fer ekki tómhentur“ Rannsóknin í Frakklandi beinist meðal annars að því hvort að japanska nefndin hafi greitt Diack 2,3 milljónir dollara, jafnvirði um 327 milljóna króna, í gegnum ráðgjafa í Singapúr til að kaupa stuðning Diack. Sonur hans er einnig til rannsóknar vegna gruns um að hann hafi tekið við fjármununum frá Singapúr og komið þeim áleiðis til föður síns. Takahashi segist hafa verið fenginn til að dekstra við áhrifamenn sem gætu hjálpað Tókýó að vinna kapphlaupið um leikana 2020. Í því skyni hafi hann gefið Diack ýmsa muni eins og myndavélar og úr. Reglur Alþjóðaólympíunefndarinnar heimiluðu gjafir til nefndarmanna fyrir valið á gestgjafa leikanna 2020 en engin ákvæði voru um hámarksupphæðir. „Þau eru ódýr. Maður fer ekki tómhentur, það gefur augaleið,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna um gjafirnar til Diack. Hann hafi hvatt Diack til að styðja boð Tókyó en Takahashi neitar að hafa greitt mútur. Það væri eðlilegt að hans mati að gefa mikilvægum embættismönnum eins og Diack gjafir til að stuðla að góðum tengslum. Ekkert hafi verið óeðlilegt við greiðslurnar sem hann fékk frá Tókýónefndinni eða við hvernig hann ráðstafaði fénu. Daginn áður en ólympíunefndin greiddi atkvæði um gestgjafa leikanna 2020 árið 2013 sagði Diack, sem er frá Senegal, fulltrúum Afríkuríkja að hann hygðist greiða Tókýó atkvæði sitt þar sem það væri verðskuldað, að sögn lögmanns Diack. Hann hafi hins vegar ekki skipað neinum hvernig þeir ættu að verja atkvæði sínu. Undirbúningur Ólympíuleikanna, sem nú hefur verið frestað vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, hefur kostað Japan um þrettán milljarða dollara, jafnvirði um 1.847 milljarða íslenskra króna. Nefndin sem hafði umsjón með boði Tókýó í leikana var að mestu fjármögnuð af japönskum fyrirtækjum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar Japan Senegal Tengdar fréttir Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Ólympíuleikunum í Tókýó verður frestað til 2021 Ólympíuleikarnir 2020 breytast í dag í Ólympíuleikanna 2021 eftir að Japanir létu loksins undan pressunni. IOC hefur staðfest þessar fréttir. 24. mars 2020 12:33 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Fulltrúi í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó segir að hann hafi gefið fyrrverandi nefndarmanni í Alþjóðaólympíunefndinni gjafir eins og stafrænar myndavélar og úr til að sannfæra hann um að styðja Tókýó í valinu á gestgjafa leikanna. Nefndarmaðurinn er grunaður um mútuþægni. Haruyuki Takahashi, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá auglýsingastofunni Dentsu Inc og síðar fulltrúi í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó, fékk 8,2 milljónir dollara, jafnvirði tæpra 1,2 milljarða íslenskra króna í greiðslur frá nefndinni sem sá um boð Tókýó í leikana sem áttu að fara fram í ár. Enginn einstakur aðili fékk hærri greiðslu en hann frá nefndinni. Hann gefur ekki upp í hvað peningarnir fóru en segir þó að starf sitt hafi meðal annars falist í því að þrýsta á nefndarmenn í Alþjóðaólympíunefndinni um að veita Tókýó atkvæði sitt. Þeirra á meðal var Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Franskir saksóknarar hafa rannsakað Diack, sem er grunaður um mútuþægni, frá árinu 2015. Diack hefur meðal annars verið sakaður um að þiggja tvær milljónir dollara, jafnvirði um 284 milljóna króna, fyrir að greiða Ríó de Janeiro atkvæði sitt sem gestgjafa leikanna 2016. Hann hefur setið í stofufangelsi í Frakklandi frá því að ákærur voru lagðar fram gegn honum árið 2015. Diack neitar allri sök. Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, hefur verið sakaður um mútuþægni í tengslum við ákvarðanir um gestgjafa Ólympíuleika. Hann sat í Alþjóðaólympíunefndinni.Vísir/EPA „Maður fer ekki tómhentur“ Rannsóknin í Frakklandi beinist meðal annars að því hvort að japanska nefndin hafi greitt Diack 2,3 milljónir dollara, jafnvirði um 327 milljóna króna, í gegnum ráðgjafa í Singapúr til að kaupa stuðning Diack. Sonur hans er einnig til rannsóknar vegna gruns um að hann hafi tekið við fjármununum frá Singapúr og komið þeim áleiðis til föður síns. Takahashi segist hafa verið fenginn til að dekstra við áhrifamenn sem gætu hjálpað Tókýó að vinna kapphlaupið um leikana 2020. Í því skyni hafi hann gefið Diack ýmsa muni eins og myndavélar og úr. Reglur Alþjóðaólympíunefndarinnar heimiluðu gjafir til nefndarmanna fyrir valið á gestgjafa leikanna 2020 en engin ákvæði voru um hámarksupphæðir. „Þau eru ódýr. Maður fer ekki tómhentur, það gefur augaleið,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna um gjafirnar til Diack. Hann hafi hvatt Diack til að styðja boð Tókyó en Takahashi neitar að hafa greitt mútur. Það væri eðlilegt að hans mati að gefa mikilvægum embættismönnum eins og Diack gjafir til að stuðla að góðum tengslum. Ekkert hafi verið óeðlilegt við greiðslurnar sem hann fékk frá Tókýónefndinni eða við hvernig hann ráðstafaði fénu. Daginn áður en ólympíunefndin greiddi atkvæði um gestgjafa leikanna 2020 árið 2013 sagði Diack, sem er frá Senegal, fulltrúum Afríkuríkja að hann hygðist greiða Tókýó atkvæði sitt þar sem það væri verðskuldað, að sögn lögmanns Diack. Hann hafi hins vegar ekki skipað neinum hvernig þeir ættu að verja atkvæði sínu. Undirbúningur Ólympíuleikanna, sem nú hefur verið frestað vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, hefur kostað Japan um þrettán milljarða dollara, jafnvirði um 1.847 milljarða íslenskra króna. Nefndin sem hafði umsjón með boði Tókýó í leikana var að mestu fjármögnuð af japönskum fyrirtækjum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar Japan Senegal Tengdar fréttir Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Ólympíuleikunum í Tókýó verður frestað til 2021 Ólympíuleikarnir 2020 breytast í dag í Ólympíuleikanna 2021 eftir að Japanir létu loksins undan pressunni. IOC hefur staðfest þessar fréttir. 24. mars 2020 12:33 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15
Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15
Ólympíuleikunum í Tókýó verður frestað til 2021 Ólympíuleikarnir 2020 breytast í dag í Ólympíuleikanna 2021 eftir að Japanir létu loksins undan pressunni. IOC hefur staðfest þessar fréttir. 24. mars 2020 12:33