Ólympíuleikar Langyngst og eina konan í framboði til forseta IOC Sjö manns sækjast eftir því að verða næsti forseti Alþjóða ólympíusambandsins, IOC, í mars á næsta ári þegar núverandi forseti, Thomas Bach, lætur af störfum. Sport 16.9.2024 17:03 Ólympíufara fagnað á Selfossi Ólympíufari Selfyssinga, Hákon Þór Svavarsson, sem keppti í skotfimi á Ólympíuleikunum í París fékk góðar móttökur hjá heimamönnum þegar hann kom heim af leikunum. Hann stefnir ótrauður á að keppa líka á næstu Ólympíuleikum eftir fjögur ár, sem verða í Los Angeles í Bandaríkjunum. Innlent 21.8.2024 20:06 Fimmfaldur Ólympíufari kafnaði í íbúð sinni Fyrrum afreksíþróttakonan Daniela Larreal Chirinos er látin aðeins fimmtug að aldri. Hún lifði viðburðaríku lífi en endalokin voru mjög sorgleg. Sport 21.8.2024 09:30 „Við höfum ekki þekkst lengi en það gengur vel“ Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza verða þau fyrstu til að keppa fyrir Íslands hönd í parakeppni á listskautum. Sport 18.8.2024 11:45 Eigum við Íslendingar of fáa keppendur á Ólympíuleikum? Nú í framhaldi af Ólympíuleikum í París þar sem að bæði áhorfendur á staðnum og við sem sátum fyrir framan sjónvarpið glöddumst yfir afrekum íþróttafólksins er vert að staldra aðeins við. Skoðun 13.8.2024 20:00 Óttast um framtíð handboltans á Ólympíuleikunum Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur ekki komist á síðustu tvo Ólympíuleika og ef marka má áhyggjur handboltasérfræðings þá er mögulega hver að verða síðastur að keppa í handbolta á leikunum. Handbolti 13.8.2024 09:01 Daley hættur að dýfa sér í sundlaugar Eftir sína fimmtu Ólympíuleika, þar sem hann nældi sér í silfur, hefur Tom Daley ákveðið að hætta að stinga sér til sunds. Frá þessu er greint á vef Sky Sports. Sport 12.8.2024 21:30 Tom Cruise seig og sveif og tók við fánanum fyrir hönd Los Angeles Lokahátíð Ólympíuleikanna í París fór fram í gær, þar sem Frakkar þökkuðu fyrir sig og afhentu Bandaríkjamönnum kyndilinn, þar sem Ólympíuleikarnir 2028 verða haldnir í Los Angeles. Erlent 12.8.2024 07:35 Vann fyrstu verðlaunin fyrir flóttamannalið Ólympíuleikanna Hnefaleikakonan Cindy Ngamba vann bronsverðlaun og varð þar með fyrsti keppandi í flóttamannaliði Ólympíuleikanna til að vinna verðlaun. Sport 9.8.2024 14:00 Þórir með norska liðið í úrslitaleik Ólympíuleikanna Norska kvennalandsliðið í handknattleik tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Ólympíuleikanna eftir öruggan sigur á Dönum. Þórir Hergeirsson er því á leið í sinn annan úrslitaleik á Ólympíuleikum sem þjálfari liðsins. Handbolti 8.8.2024 22:09 Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta. Sport 6.8.2024 10:17 Ledecky nú orðin gulldrottning Ólympíusögunnar Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann sín níundu gullverðlaun á Ólympíuleikum í gær þegar hún kom fyrst í mark í 800 metra skriðsundi. Sport 4.8.2024 14:31 Sigraði lærisvein sinn og vann fjórðu gullverðlaunin Vincent Hancock upplifði mikla togstreitu innra með sér í leirdúfuskotfimikeppninni í gær en á endanum sigraði keppnisskapið og hann lagði lærisvein sinn Conner Prince á leið að fjórða Ólympíugullinu. Sport 4.8.2024 13:00 Fjöldi líflátshótana borist skipuleggjanda opnunarhátíðarinnar Skipuleggjandi opnunarhátíðar Ólympíuleikanna hefur kært til lögreglu líflátshótanir sem honum hafa borist. Borgarstjóri Parísar hefur lýst yfir fullum stuðningi við hann. Sport 3.8.2024 13:01 Ólympíufari sem á ekki fyrir leigu Bandaríski kringlukastarinn Veronica Fraley keppir í kvöld í kringluvarpi á Ólympíuleikunum í París. Hún vakti hins vegar athygli á því á samfélagsmiðlum að þrátt fyrir að skara fram úr í sinni íþróttagrein hefur hún enn ekki efni á leigu heima fyrir. Sport 2.8.2024 15:48 Tvö hundruð þúsund smokkar í ólympíuþorpinu: „Ekki deila öðru en sigrinum“ „Ekki deila öðru en sigrinum, verðu þig fyrir kynsjúkdómum,“ stendur á umbúðum smokka sem keppendur í ólympíuþorpinu á Ólympíuleikunum í París geta nálgast sér að kostnaðarlausu. Alls hafa yfir tvö hundruð og tuttugu þúsund smokkar verið gerðir aðgengilegir fyrir íþróttafólk á Ólympíuleikunum í ólympíuþorpinu þetta árið. Sport 2.8.2024 14:31 Króatískir lærisveinar Dags steinlágu fyrir Svíum Króatíska handboltalandsliðið undir stjórn Dags Sigurðssonar steinlá fyrir því sænska, 38-27, í leik liðanna á Ólympíuleikunum. Handbolti 2.8.2024 13:45 Hákon Þór í 22. sæti eftir fyrsta keppnisdag Hákon Þór Svavarsson situr í 22. sæti þegar þrjár umferðir af fimm hafa verið spilaðar í undanrásum leirdúfuskotfimi á Ólympíuleikunum. Síðustu tvær umferðirnar fara fram í fyrramálið. Sport 2.8.2024 13:01 Segir heimsmetið ómögulegt afrek og líkir við lyfjamisnotkun Austur-Þjóðverja Ástralski sundþjálfarinn og fyrrum Ólympíufarinn Brett Hawke sakar kínverska sundmanninn Pan Zhanle um lyfjamisnotkun eftir að hann stórbætti eigið heimsmet í hundrað metra skriðsundi og synti sekúndu hraðar en næsti maður í lauginni. Sport 2.8.2024 11:31 Keppendur Ísrael fengu hótanir um endurtekningu á 1972 Fyrrverandi yfirmaður öryggismála Ólympíusveitar Ísrael hjá öryggisstofnuninni Shin Bet, segir að auka ætti öryggi keppenda landsins á Ólympíuleikunum í París í kjölfar árásar Hezbollah á þorp í Gólan-hæðum um helgina og aukinnar spennu á svæðinu. Erlent 1.8.2024 12:22 „Þetta eru Ólympíuleikarnir, þá vill maður alls ekki gefast upp“ Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í gær fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. Hún kláraði keppnina þrátt fyrir meiðsli, er stolt af sínum afrekum þrátt fyrir að hafa viljað ná betri niðurstöðu og vonast til að geta byggt á því fyrir framtíðina. Sport 1.8.2024 10:02 Lærifaðir og liðsfélagi fordæmir svipubeitingu Dujardin Carl Hester, stjórnarmaður í alþjóðasambandi tamningamanna, lærifaðir Charlotte Dujardin og liðsfélagi hennar á síðustu þremur Ólympíuleikum hefur fordæmt þjálfunaraðferðir sem hún beitti. Sport 31.7.2024 14:01 Grunar vinstriöfgamenn um græsku Innanríkisráðherra Frakklands segir að grunur beinist að herskáum hópum vinstriöfgamanna vegna skemmdarverka sem voru unnin á hraðlestakerfi fyrir opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París. Frekari skemmdarverk voru unnin í gær. Erlent 30.7.2024 10:16 Skilur ekkert í skipuleggjendum: „Alveg út í hött“ Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ, líst ekki vel á að sundhluta þríþrautar á Ólympíuleikum verði aflýst. Einn Íslendingur verður meðal keppenda í greininni, en óljóst er hvenær og hvernig greinin fer fram. Sport 29.7.2024 16:31 Djokovic lagði leirkónginn Nadal Novak Djokovic tók skref í átt að sínu fyrsta Ólympíugulli þegar risaviðureign fór fram á Roland Garros-vellinum í París í dag. Djokovic sló Rafael Nadal, konung leirsins, úr keppni. Sport 29.7.2024 14:16 Biður eiginkonuna afsökunar á að hafa misst giftingarhringinn í Signu Gianmarco Tamberi, hástökkvari og fánaberi Ítala á Ólympíuleikunum, lenti í því óhappi á setningarathöfn leikanna í gær að missa giftingarhring sinn ofan í Signu. Erlent 27.7.2024 22:16 Björk með besta atriði í sögu Ólympíuleikanna Fyrir tuttugu árum steig Björk Guðmunsdóttir á stokk með tónlistaratriði á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 og sló í gegn. Á nýjum lista tímaritsins Dig skýtur Björk kanónum á borð við Pavarotti og Paul McCartney ref fyrir rass og landar fyrsta sæti yfir besta tónlistaratriði í sögu Ólympíuleikanna. Tónlist 26.7.2024 13:31 Vörumerkistákn við fréttir RÚV að kröfu Ólympíunefndarinnar Fréttir Ríkisútvarpsins af Ólympíuleikunum í París til þessa hafa verið merktar með vörumerkistákni. Íþróttastjóri sjónvarps hjá RÚV segir þetta gert að kröfu Alþjóðaólympíunefndarinnar en til standi að fjarlægja táknin. Innlent 26.7.2024 09:03 Amnesty segir búrkubann Frakka brjóta gegn mannréttindum Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýna harðlega ákvörðun Frakka að banna keppendum á Ólympíuleikunum að klæðast búrku, hijab eða öðrum trúartengdum klæðnaði. Sport 25.7.2024 11:01 Argentínumenn rændir á meðan þeir voru á æfingu á ÓL Það á ekki af argentínska Ólympíulandsliðinu í fótbolta karla að ganga. Eftir afar undarlega atburðarrás í fyrsta leik Argentínumanna greindi þjálfari þeirra frá því að þeir hefðu verið rændir á æfingu fyrir leikinn. Fótbolti 24.7.2024 23:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 15 ›
Langyngst og eina konan í framboði til forseta IOC Sjö manns sækjast eftir því að verða næsti forseti Alþjóða ólympíusambandsins, IOC, í mars á næsta ári þegar núverandi forseti, Thomas Bach, lætur af störfum. Sport 16.9.2024 17:03
Ólympíufara fagnað á Selfossi Ólympíufari Selfyssinga, Hákon Þór Svavarsson, sem keppti í skotfimi á Ólympíuleikunum í París fékk góðar móttökur hjá heimamönnum þegar hann kom heim af leikunum. Hann stefnir ótrauður á að keppa líka á næstu Ólympíuleikum eftir fjögur ár, sem verða í Los Angeles í Bandaríkjunum. Innlent 21.8.2024 20:06
Fimmfaldur Ólympíufari kafnaði í íbúð sinni Fyrrum afreksíþróttakonan Daniela Larreal Chirinos er látin aðeins fimmtug að aldri. Hún lifði viðburðaríku lífi en endalokin voru mjög sorgleg. Sport 21.8.2024 09:30
„Við höfum ekki þekkst lengi en það gengur vel“ Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza verða þau fyrstu til að keppa fyrir Íslands hönd í parakeppni á listskautum. Sport 18.8.2024 11:45
Eigum við Íslendingar of fáa keppendur á Ólympíuleikum? Nú í framhaldi af Ólympíuleikum í París þar sem að bæði áhorfendur á staðnum og við sem sátum fyrir framan sjónvarpið glöddumst yfir afrekum íþróttafólksins er vert að staldra aðeins við. Skoðun 13.8.2024 20:00
Óttast um framtíð handboltans á Ólympíuleikunum Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur ekki komist á síðustu tvo Ólympíuleika og ef marka má áhyggjur handboltasérfræðings þá er mögulega hver að verða síðastur að keppa í handbolta á leikunum. Handbolti 13.8.2024 09:01
Daley hættur að dýfa sér í sundlaugar Eftir sína fimmtu Ólympíuleika, þar sem hann nældi sér í silfur, hefur Tom Daley ákveðið að hætta að stinga sér til sunds. Frá þessu er greint á vef Sky Sports. Sport 12.8.2024 21:30
Tom Cruise seig og sveif og tók við fánanum fyrir hönd Los Angeles Lokahátíð Ólympíuleikanna í París fór fram í gær, þar sem Frakkar þökkuðu fyrir sig og afhentu Bandaríkjamönnum kyndilinn, þar sem Ólympíuleikarnir 2028 verða haldnir í Los Angeles. Erlent 12.8.2024 07:35
Vann fyrstu verðlaunin fyrir flóttamannalið Ólympíuleikanna Hnefaleikakonan Cindy Ngamba vann bronsverðlaun og varð þar með fyrsti keppandi í flóttamannaliði Ólympíuleikanna til að vinna verðlaun. Sport 9.8.2024 14:00
Þórir með norska liðið í úrslitaleik Ólympíuleikanna Norska kvennalandsliðið í handknattleik tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Ólympíuleikanna eftir öruggan sigur á Dönum. Þórir Hergeirsson er því á leið í sinn annan úrslitaleik á Ólympíuleikum sem þjálfari liðsins. Handbolti 8.8.2024 22:09
Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta. Sport 6.8.2024 10:17
Ledecky nú orðin gulldrottning Ólympíusögunnar Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann sín níundu gullverðlaun á Ólympíuleikum í gær þegar hún kom fyrst í mark í 800 metra skriðsundi. Sport 4.8.2024 14:31
Sigraði lærisvein sinn og vann fjórðu gullverðlaunin Vincent Hancock upplifði mikla togstreitu innra með sér í leirdúfuskotfimikeppninni í gær en á endanum sigraði keppnisskapið og hann lagði lærisvein sinn Conner Prince á leið að fjórða Ólympíugullinu. Sport 4.8.2024 13:00
Fjöldi líflátshótana borist skipuleggjanda opnunarhátíðarinnar Skipuleggjandi opnunarhátíðar Ólympíuleikanna hefur kært til lögreglu líflátshótanir sem honum hafa borist. Borgarstjóri Parísar hefur lýst yfir fullum stuðningi við hann. Sport 3.8.2024 13:01
Ólympíufari sem á ekki fyrir leigu Bandaríski kringlukastarinn Veronica Fraley keppir í kvöld í kringluvarpi á Ólympíuleikunum í París. Hún vakti hins vegar athygli á því á samfélagsmiðlum að þrátt fyrir að skara fram úr í sinni íþróttagrein hefur hún enn ekki efni á leigu heima fyrir. Sport 2.8.2024 15:48
Tvö hundruð þúsund smokkar í ólympíuþorpinu: „Ekki deila öðru en sigrinum“ „Ekki deila öðru en sigrinum, verðu þig fyrir kynsjúkdómum,“ stendur á umbúðum smokka sem keppendur í ólympíuþorpinu á Ólympíuleikunum í París geta nálgast sér að kostnaðarlausu. Alls hafa yfir tvö hundruð og tuttugu þúsund smokkar verið gerðir aðgengilegir fyrir íþróttafólk á Ólympíuleikunum í ólympíuþorpinu þetta árið. Sport 2.8.2024 14:31
Króatískir lærisveinar Dags steinlágu fyrir Svíum Króatíska handboltalandsliðið undir stjórn Dags Sigurðssonar steinlá fyrir því sænska, 38-27, í leik liðanna á Ólympíuleikunum. Handbolti 2.8.2024 13:45
Hákon Þór í 22. sæti eftir fyrsta keppnisdag Hákon Þór Svavarsson situr í 22. sæti þegar þrjár umferðir af fimm hafa verið spilaðar í undanrásum leirdúfuskotfimi á Ólympíuleikunum. Síðustu tvær umferðirnar fara fram í fyrramálið. Sport 2.8.2024 13:01
Segir heimsmetið ómögulegt afrek og líkir við lyfjamisnotkun Austur-Þjóðverja Ástralski sundþjálfarinn og fyrrum Ólympíufarinn Brett Hawke sakar kínverska sundmanninn Pan Zhanle um lyfjamisnotkun eftir að hann stórbætti eigið heimsmet í hundrað metra skriðsundi og synti sekúndu hraðar en næsti maður í lauginni. Sport 2.8.2024 11:31
Keppendur Ísrael fengu hótanir um endurtekningu á 1972 Fyrrverandi yfirmaður öryggismála Ólympíusveitar Ísrael hjá öryggisstofnuninni Shin Bet, segir að auka ætti öryggi keppenda landsins á Ólympíuleikunum í París í kjölfar árásar Hezbollah á þorp í Gólan-hæðum um helgina og aukinnar spennu á svæðinu. Erlent 1.8.2024 12:22
„Þetta eru Ólympíuleikarnir, þá vill maður alls ekki gefast upp“ Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í gær fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. Hún kláraði keppnina þrátt fyrir meiðsli, er stolt af sínum afrekum þrátt fyrir að hafa viljað ná betri niðurstöðu og vonast til að geta byggt á því fyrir framtíðina. Sport 1.8.2024 10:02
Lærifaðir og liðsfélagi fordæmir svipubeitingu Dujardin Carl Hester, stjórnarmaður í alþjóðasambandi tamningamanna, lærifaðir Charlotte Dujardin og liðsfélagi hennar á síðustu þremur Ólympíuleikum hefur fordæmt þjálfunaraðferðir sem hún beitti. Sport 31.7.2024 14:01
Grunar vinstriöfgamenn um græsku Innanríkisráðherra Frakklands segir að grunur beinist að herskáum hópum vinstriöfgamanna vegna skemmdarverka sem voru unnin á hraðlestakerfi fyrir opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París. Frekari skemmdarverk voru unnin í gær. Erlent 30.7.2024 10:16
Skilur ekkert í skipuleggjendum: „Alveg út í hött“ Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ, líst ekki vel á að sundhluta þríþrautar á Ólympíuleikum verði aflýst. Einn Íslendingur verður meðal keppenda í greininni, en óljóst er hvenær og hvernig greinin fer fram. Sport 29.7.2024 16:31
Djokovic lagði leirkónginn Nadal Novak Djokovic tók skref í átt að sínu fyrsta Ólympíugulli þegar risaviðureign fór fram á Roland Garros-vellinum í París í dag. Djokovic sló Rafael Nadal, konung leirsins, úr keppni. Sport 29.7.2024 14:16
Biður eiginkonuna afsökunar á að hafa misst giftingarhringinn í Signu Gianmarco Tamberi, hástökkvari og fánaberi Ítala á Ólympíuleikunum, lenti í því óhappi á setningarathöfn leikanna í gær að missa giftingarhring sinn ofan í Signu. Erlent 27.7.2024 22:16
Björk með besta atriði í sögu Ólympíuleikanna Fyrir tuttugu árum steig Björk Guðmunsdóttir á stokk með tónlistaratriði á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 og sló í gegn. Á nýjum lista tímaritsins Dig skýtur Björk kanónum á borð við Pavarotti og Paul McCartney ref fyrir rass og landar fyrsta sæti yfir besta tónlistaratriði í sögu Ólympíuleikanna. Tónlist 26.7.2024 13:31
Vörumerkistákn við fréttir RÚV að kröfu Ólympíunefndarinnar Fréttir Ríkisútvarpsins af Ólympíuleikunum í París til þessa hafa verið merktar með vörumerkistákni. Íþróttastjóri sjónvarps hjá RÚV segir þetta gert að kröfu Alþjóðaólympíunefndarinnar en til standi að fjarlægja táknin. Innlent 26.7.2024 09:03
Amnesty segir búrkubann Frakka brjóta gegn mannréttindum Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýna harðlega ákvörðun Frakka að banna keppendum á Ólympíuleikunum að klæðast búrku, hijab eða öðrum trúartengdum klæðnaði. Sport 25.7.2024 11:01
Argentínumenn rændir á meðan þeir voru á æfingu á ÓL Það á ekki af argentínska Ólympíulandsliðinu í fótbolta karla að ganga. Eftir afar undarlega atburðarrás í fyrsta leik Argentínumanna greindi þjálfari þeirra frá því að þeir hefðu verið rændir á æfingu fyrir leikinn. Fótbolti 24.7.2024 23:01