Ólympíuleikarnir fara ekki fram í sumar en Japanir hafa loksins tekið þá óumflýjanlegu ákvörðun að samþykja aðfresta leikunum um eitt ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Erlendir fjölmiðlar greina frá því að Japanir séu nú búnir að gera sér grein fyrir því að það gengi aldrei upp að halda leikana í sumar.
Ólympíuleikarnir í Tókýó áttu að hefjast 24. júlí og standa yfir til 9. ágúst. Þeir fara nú væntanlega fram næsta sumar.
Breaking news: Tokyo Olympics to be postponed to 2021 due to coronavirus pandemic @justinmccurry https://t.co/LqQwpZ3Mjx
— Guardian sport (@guardian_sport) March 24, 2020
Japanski forsætisráðherrann Shinzo Abe mun mældi með því við Alþjóðaólympíunefndina að fresta leikunum og Alþjóðaólympíunefndin hefur nú staðfest það að leikunum verður frestað með sameiginlegri yfirlýsingu sem er aðgengileg hér fyrir neðan.
Joint Statement from the International Olympic Committee and the Tokyo 2020 Organising Committeehttps://t.co/XNcaa4Gvx8
— Olympics (@Olympics) March 24, 2020
Þetta eru 32. sumarólympíuleikar sögunnar en Ólympíuleikunum hefur aldrei áður verið frestað áður.
Ólympíuleikarnir féllu niður bæði í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni og þjóðir hafa sniðgengið þá af pólitískum ástæðum. Þetta er aftur á móti í fyrsta sinn sem þeim er frestað.
Sjöttu leikarnir (1916) og bæði 12. og 13. sumarólympíuleikarnir (1940 og 1944) fóru aldrei fram.
Update: Shinzo Abe and Tokyo governor Yuriko Koike have proposed a one-year postponement of the Summer Olympics in Tokyo https://t.co/BWnGmi6dQd
— Sports Illustrated (@SInow) March 24, 2020