Rússar vakna við vondan draum Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2020 11:18 Frá borginni Grozny í Rússlandi. AP/Musa Sadulayev Staðfest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, eru nú 2.337 í Rússlandi. Þeim fjölgaði um minnst 500 á milli daga og hefur fjölgunin aldrei verið meiri. Í raun hefur hún hækkað sjö daga í röð. Þrátt fyrir að yfirvöld Rússlands hafi skipað fólki að halda sig heima þessa vikuna og gefið í skyn að þau tilmæli verði framlengd, hefur ríkisstjórn Vladimir Pútín, forseta, haldið því fram að hægt væri að sigrast á veirunni án inngrips í rússneskt samfélag. Ríkismiðlar Rússlands hafa gagnrýnt önnur Evrópuríki og Bandaríkin harðlega fyrir viðbrögð þeirra vegna faraldursins og baðað Rússland dýrðarljóma fyrir viðbrögð ríkisstjórnar Pútín. Meðal annars hafa miðlarnir haldið því fram að Rússar hafi uppgötvað lækningu við veirunni, sem var þó bara malaríulyf sem þróað var í Bandaríkjunum. Engin lækning eða bóluefni við Covid-19 er til. Því hefur einnig verið haldið fram í rússneskum miðlum að veiran hafi verið búin til í Bandaríkjunum og Úkraínu. Vilja losna við þvinganir vegna faraldursins Á sama tíma hafa yfirvöld Rússlands kallað eftir því að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir sem ríkið hefur verið beitt vegna innrásarinnar í Úkraínu, og önnur ríki eins og Norður-Kórea hafa verið beitt, verði felldar niður vegna faraldursins, sem á þó ekki að hafa náð fótfestu í Rússlandi og einræðisstjórn Norður-Kóreu heldur því fram að enginn hafi smitast þar í landi. Ríkisstjórnir Rússlands, Kína, Íran, Sýrlands, Kúbu, Níkaragva, Norður-Kóreu og Venesúela sendu bréf til Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í síðustu viku þar sem þessi afstaða var ítrekuð. Sergei Sobyanin. borgarstjóri Moskvu, sat ríkisstjórnarfund í gær. Þar sagði hann útlit fyrir að mun fleiri væru smitaðir í Rússlandi en staðfest hefur verið.AP/Alexander Astafyev Umfangið líklega meira en viðurkennt er Útlit er þó fyrir að faraldurinn hafi náð til Rússlands og umfang hans þar sé mun meira en yfirvöld landsins vilja viðurkenna. Skimun fyrir kórónuveirunni er umdeild í Rússlandi og þrátt fyrir að minnst sautján hafi látið lífið telja sérfræðingar að raunverulega talan sé mun hærri. Þó ríkisstjórnin segi faraldurinn ekki hafa náð til Rússlands, hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða, auk þess að skipa fólki að halda sig heima þessa vikuna. Dúman, neðri deild þings Rússlands, samþykkti í gær ný lög sem fela í sér að það að dreifa upplýsingum sem sagðar eru rangar um faraldurinn gæti falið í sér fimm ára fangelsisdóm. Þá samþykkti þingið í dag að hægt væri að dæma fólk til sjö ára fangelsisvistar fyrir að brjóta gegn sóttkví. Einnig samþykkti Dúman að veita ríkisstjórn Pútín heimild til að lýsa yfir neyðarástandi, verði talið tilefni til þess. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Staðfest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, eru nú 2.337 í Rússlandi. Þeim fjölgaði um minnst 500 á milli daga og hefur fjölgunin aldrei verið meiri. Í raun hefur hún hækkað sjö daga í röð. Þrátt fyrir að yfirvöld Rússlands hafi skipað fólki að halda sig heima þessa vikuna og gefið í skyn að þau tilmæli verði framlengd, hefur ríkisstjórn Vladimir Pútín, forseta, haldið því fram að hægt væri að sigrast á veirunni án inngrips í rússneskt samfélag. Ríkismiðlar Rússlands hafa gagnrýnt önnur Evrópuríki og Bandaríkin harðlega fyrir viðbrögð þeirra vegna faraldursins og baðað Rússland dýrðarljóma fyrir viðbrögð ríkisstjórnar Pútín. Meðal annars hafa miðlarnir haldið því fram að Rússar hafi uppgötvað lækningu við veirunni, sem var þó bara malaríulyf sem þróað var í Bandaríkjunum. Engin lækning eða bóluefni við Covid-19 er til. Því hefur einnig verið haldið fram í rússneskum miðlum að veiran hafi verið búin til í Bandaríkjunum og Úkraínu. Vilja losna við þvinganir vegna faraldursins Á sama tíma hafa yfirvöld Rússlands kallað eftir því að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir sem ríkið hefur verið beitt vegna innrásarinnar í Úkraínu, og önnur ríki eins og Norður-Kórea hafa verið beitt, verði felldar niður vegna faraldursins, sem á þó ekki að hafa náð fótfestu í Rússlandi og einræðisstjórn Norður-Kóreu heldur því fram að enginn hafi smitast þar í landi. Ríkisstjórnir Rússlands, Kína, Íran, Sýrlands, Kúbu, Níkaragva, Norður-Kóreu og Venesúela sendu bréf til Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í síðustu viku þar sem þessi afstaða var ítrekuð. Sergei Sobyanin. borgarstjóri Moskvu, sat ríkisstjórnarfund í gær. Þar sagði hann útlit fyrir að mun fleiri væru smitaðir í Rússlandi en staðfest hefur verið.AP/Alexander Astafyev Umfangið líklega meira en viðurkennt er Útlit er þó fyrir að faraldurinn hafi náð til Rússlands og umfang hans þar sé mun meira en yfirvöld landsins vilja viðurkenna. Skimun fyrir kórónuveirunni er umdeild í Rússlandi og þrátt fyrir að minnst sautján hafi látið lífið telja sérfræðingar að raunverulega talan sé mun hærri. Þó ríkisstjórnin segi faraldurinn ekki hafa náð til Rússlands, hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða, auk þess að skipa fólki að halda sig heima þessa vikuna. Dúman, neðri deild þings Rússlands, samþykkti í gær ný lög sem fela í sér að það að dreifa upplýsingum sem sagðar eru rangar um faraldurinn gæti falið í sér fimm ára fangelsisdóm. Þá samþykkti þingið í dag að hægt væri að dæma fólk til sjö ára fangelsisvistar fyrir að brjóta gegn sóttkví. Einnig samþykkti Dúman að veita ríkisstjórn Pútín heimild til að lýsa yfir neyðarástandi, verði talið tilefni til þess.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira