Ríkisstjórn Taívan skammast út í WHO Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2020 15:54 Yfirvöldum í Taívan hefur verið hrósað fyrir að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu veirunnar og það að mestu vegna þess að þar var mjög fljótt gripið til aðgerða. AP/Chiang Ying-ying Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. Taívan er ekki aðili að WHO sem er stofnun Sameinuðu þjóðanna vegna þrýstings frá Kína, sem gerir tilkall til eyjunnar og hefur gert í áratugi. Þar er fólk þó ósátt með aðildarleysið og segja að það að halda ríkinu utan WHO á meðan heimsfaraldur geisar sé í raun að spila pólitík með líf fólks í Taívan. Yfirvöldum í Taívan hefur verið hrósað fyrir að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu veirunnar og það að mestu vegna þess að þar var mjög fljótt gripið til aðgerða, samkvæmt frétt Reuters. Í umfjöllun BBC segir að Taívan sé af mörgum talið eitt fárra ríkja heims sem hafi komið í veg fyrir faraldur án þess að grípa til umfangsmikilla inngripa í líf almennings eða koma niður á réttindum þeirra. Í síðustu viku sagði ríkisstjórn Taívan að forsvarsmenn WHO hefðu hunsað spurningar þeirra í upphafi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Hér má sjá viðtal sjónvarpsstöðvar í Hong Kong við Bruce Aylward, aðstoðarframkvæmdastjóra WHO sem birt var á laugardaginn. Þar var hann spurður hvort WHO ætlaði að endurskoða aðild Taívan að stofnuninni. Aylward sagðist ekki heyra spurninguna og bað fréttakonuna um að spyrja annarrar spurningar. Hún spurði þeirrar sömu aftur og virtist sem Aylward skellti á hana. Þegar hún hringdi aftur í hann og sagðist vilja tala um Taívan, sagðist hann þegar hafa talað um Kína. Bruce Aylward @WHO did an interview with HK's @rthk_news When asked about #Taiwan he pretended not to hear the question. The journalist asked again & he even hung up! Woo can't believe how corrupted @WHO is. pic.twitter.com/uyBytfO3LP— Studio Incendo (@studioincendo) March 28, 2020 Í gær sendi WHO svo út tilkynningu þar sem því var haldið fram að stofnunin fylgdist náið með vendingum í Taívan og að lexíur hefðu lærst vegna viðbragða þar. Í dags sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Taívan að WHO þyrfti að endurskoða þær óréttmætu takmarkanir sem settar hefðu verið á landið sem byggðu á pólitík. Hann sagði að þrátt fyrir að Taívan gæti komið skilaboðum áleiðis til WHO og fengið upplýsingar þaðan, hefði WHO aldrei deilt upplýsingum frá Taívan áfram. Þar að auki hafi Taívan ekki fengið aðgang að bróðurparti funda WHO undanfarinn áratug. Ofan á það tekur WHO alla tölfræði Taívan vegna faraldursins inn í tölfræði Kína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Taívan Kína Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. Taívan er ekki aðili að WHO sem er stofnun Sameinuðu þjóðanna vegna þrýstings frá Kína, sem gerir tilkall til eyjunnar og hefur gert í áratugi. Þar er fólk þó ósátt með aðildarleysið og segja að það að halda ríkinu utan WHO á meðan heimsfaraldur geisar sé í raun að spila pólitík með líf fólks í Taívan. Yfirvöldum í Taívan hefur verið hrósað fyrir að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu veirunnar og það að mestu vegna þess að þar var mjög fljótt gripið til aðgerða, samkvæmt frétt Reuters. Í umfjöllun BBC segir að Taívan sé af mörgum talið eitt fárra ríkja heims sem hafi komið í veg fyrir faraldur án þess að grípa til umfangsmikilla inngripa í líf almennings eða koma niður á réttindum þeirra. Í síðustu viku sagði ríkisstjórn Taívan að forsvarsmenn WHO hefðu hunsað spurningar þeirra í upphafi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Hér má sjá viðtal sjónvarpsstöðvar í Hong Kong við Bruce Aylward, aðstoðarframkvæmdastjóra WHO sem birt var á laugardaginn. Þar var hann spurður hvort WHO ætlaði að endurskoða aðild Taívan að stofnuninni. Aylward sagðist ekki heyra spurninguna og bað fréttakonuna um að spyrja annarrar spurningar. Hún spurði þeirrar sömu aftur og virtist sem Aylward skellti á hana. Þegar hún hringdi aftur í hann og sagðist vilja tala um Taívan, sagðist hann þegar hafa talað um Kína. Bruce Aylward @WHO did an interview with HK's @rthk_news When asked about #Taiwan he pretended not to hear the question. The journalist asked again & he even hung up! Woo can't believe how corrupted @WHO is. pic.twitter.com/uyBytfO3LP— Studio Incendo (@studioincendo) March 28, 2020 Í gær sendi WHO svo út tilkynningu þar sem því var haldið fram að stofnunin fylgdist náið með vendingum í Taívan og að lexíur hefðu lærst vegna viðbragða þar. Í dags sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Taívan að WHO þyrfti að endurskoða þær óréttmætu takmarkanir sem settar hefðu verið á landið sem byggðu á pólitík. Hann sagði að þrátt fyrir að Taívan gæti komið skilaboðum áleiðis til WHO og fengið upplýsingar þaðan, hefði WHO aldrei deilt upplýsingum frá Taívan áfram. Þar að auki hafi Taívan ekki fengið aðgang að bróðurparti funda WHO undanfarinn áratug. Ofan á það tekur WHO alla tölfræði Taívan vegna faraldursins inn í tölfræði Kína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Taívan Kína Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira