Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2020 10:05 Frá Nuuk á Grænlandi. Mynd/Naalakkersuisut. Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi þegar skólum, stofnunum, veitingastöðum og samkomuhúsum hefur verið lokað. „Því miður höfum við upplifað meira heimilisofbeldi í Nuuk undanfarnar vikur sem hefur valdið því að neyðarathvarf sveitarfélagsins hefur fyllst. Þess vegna höfum við undirritað samstarfssamning um að tryggja aukið rými,“ segir Martha Abelsen, heilbrigðis-, félags- og dómsmálaráðherra Grænlands, í yfirlýsingu sem Sermitsiaq greinir frá. Sjá einnig: Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk „Fyrir sum börn þýðir óhófleg áfengisnotkun meðal foreldra að heimilið er ekki lengur öruggur staður. Það eru líka aðrir hópar sem verða fyrir miklum áhrifum, þar með talið aldraðir, fatlaðir og heimilislausir. Við erum í viðræðum við sveitarfélögin og ég er ánægð með hvað þau leggja mikla áherslu á þessa hópa,“ segir ráðherrann. Þess má geta að Íslendingur rekur athvarf í Nuuk fyrir fólk sem stendur höllum fæti. Sjá hér: Gujo byggir upp grænlenska þjóð Martha Abelsen hvetur foreldra að til að reyna að nýta þessa óvenjulegu daga vel og gefa sér tíma til nánari samverustunda með börnunum, sem annars hefur ekki gefist næði til í amstri daglegs lífs. Martha Abelsen, til vinstri, ásamt Svandísi Svavarsdóttur, til hægri, og Sirið Stenberg, í miðju, á fundi vestnorrænna heilbrigðisráðherra í Færeyjum í fyrra.Mynd/Heilbrigðisráðuneytið. Í frétt á heimasíðu ráðuneytis hennar segir að kórónu-faraldurinn og sérstaklega lokun Nuuk hafi skapað aukið álag á fjölskyldur. Neyðarathvarfið í Nuuk sjái nú fjölgun tilfella þar sem fórnarlömb heimilisofbeldis, konur og börn, óska eftir skjóli. Búist sé við að það sama geti gerst í öðrum landshlutum. „Við vitum að átök geta aukist á heimilum við þessar aðstæður. Landsstjórnin vill að konur og börn fái nauðsynlega hjálp og hafi öruggt skjól sem þau geta leitað í,“ er haft eftir ráðherranum. Sjá einnig: Ofbeldi, áfengi og karlamenning á Grænlandi „Þar af leiðandi er ánægjulegt að geta greint frá því að Forvarna- og félagsmálastofnun Grænlands hefur fengið aukið fjármagn sem neyðarathvörf um allt land geta sótt um til að mæta hærri útgjöldum sem leiðir af aukinni starfsemi,“ segir Martha Abelsen, ráðherra heilbrigðis-, félags- og dómsmála. Frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum um mannræktarstarf í Nuuk má sjá hér: Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Kórónaveiran veikir stöðu kvenna Fulltrúar UN Women í Asíu segja það staðreynd að í neyðaraðstæðum séu konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. 24. mars 2020 12:00 COVID 19: Aukin hætta á að börn sæti ofbeldi UNICEF hvetur stjórnvöld um allan heim til að tryggja öryggi og velferð barna í því félags- og efnahagslega ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 heimsfaraldursins. 23. mars 2020 10:15 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi þegar skólum, stofnunum, veitingastöðum og samkomuhúsum hefur verið lokað. „Því miður höfum við upplifað meira heimilisofbeldi í Nuuk undanfarnar vikur sem hefur valdið því að neyðarathvarf sveitarfélagsins hefur fyllst. Þess vegna höfum við undirritað samstarfssamning um að tryggja aukið rými,“ segir Martha Abelsen, heilbrigðis-, félags- og dómsmálaráðherra Grænlands, í yfirlýsingu sem Sermitsiaq greinir frá. Sjá einnig: Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk „Fyrir sum börn þýðir óhófleg áfengisnotkun meðal foreldra að heimilið er ekki lengur öruggur staður. Það eru líka aðrir hópar sem verða fyrir miklum áhrifum, þar með talið aldraðir, fatlaðir og heimilislausir. Við erum í viðræðum við sveitarfélögin og ég er ánægð með hvað þau leggja mikla áherslu á þessa hópa,“ segir ráðherrann. Þess má geta að Íslendingur rekur athvarf í Nuuk fyrir fólk sem stendur höllum fæti. Sjá hér: Gujo byggir upp grænlenska þjóð Martha Abelsen hvetur foreldra að til að reyna að nýta þessa óvenjulegu daga vel og gefa sér tíma til nánari samverustunda með börnunum, sem annars hefur ekki gefist næði til í amstri daglegs lífs. Martha Abelsen, til vinstri, ásamt Svandísi Svavarsdóttur, til hægri, og Sirið Stenberg, í miðju, á fundi vestnorrænna heilbrigðisráðherra í Færeyjum í fyrra.Mynd/Heilbrigðisráðuneytið. Í frétt á heimasíðu ráðuneytis hennar segir að kórónu-faraldurinn og sérstaklega lokun Nuuk hafi skapað aukið álag á fjölskyldur. Neyðarathvarfið í Nuuk sjái nú fjölgun tilfella þar sem fórnarlömb heimilisofbeldis, konur og börn, óska eftir skjóli. Búist sé við að það sama geti gerst í öðrum landshlutum. „Við vitum að átök geta aukist á heimilum við þessar aðstæður. Landsstjórnin vill að konur og börn fái nauðsynlega hjálp og hafi öruggt skjól sem þau geta leitað í,“ er haft eftir ráðherranum. Sjá einnig: Ofbeldi, áfengi og karlamenning á Grænlandi „Þar af leiðandi er ánægjulegt að geta greint frá því að Forvarna- og félagsmálastofnun Grænlands hefur fengið aukið fjármagn sem neyðarathvörf um allt land geta sótt um til að mæta hærri útgjöldum sem leiðir af aukinni starfsemi,“ segir Martha Abelsen, ráðherra heilbrigðis-, félags- og dómsmála. Frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum um mannræktarstarf í Nuuk má sjá hér:
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Kórónaveiran veikir stöðu kvenna Fulltrúar UN Women í Asíu segja það staðreynd að í neyðaraðstæðum séu konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. 24. mars 2020 12:00 COVID 19: Aukin hætta á að börn sæti ofbeldi UNICEF hvetur stjórnvöld um allan heim til að tryggja öryggi og velferð barna í því félags- og efnahagslega ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 heimsfaraldursins. 23. mars 2020 10:15 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44
Kórónaveiran veikir stöðu kvenna Fulltrúar UN Women í Asíu segja það staðreynd að í neyðaraðstæðum séu konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. 24. mars 2020 12:00
COVID 19: Aukin hætta á að börn sæti ofbeldi UNICEF hvetur stjórnvöld um allan heim til að tryggja öryggi og velferð barna í því félags- og efnahagslega ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 heimsfaraldursins. 23. mars 2020 10:15