Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2020 10:05 Frá Nuuk á Grænlandi. Mynd/Naalakkersuisut. Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi þegar skólum, stofnunum, veitingastöðum og samkomuhúsum hefur verið lokað. „Því miður höfum við upplifað meira heimilisofbeldi í Nuuk undanfarnar vikur sem hefur valdið því að neyðarathvarf sveitarfélagsins hefur fyllst. Þess vegna höfum við undirritað samstarfssamning um að tryggja aukið rými,“ segir Martha Abelsen, heilbrigðis-, félags- og dómsmálaráðherra Grænlands, í yfirlýsingu sem Sermitsiaq greinir frá. Sjá einnig: Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk „Fyrir sum börn þýðir óhófleg áfengisnotkun meðal foreldra að heimilið er ekki lengur öruggur staður. Það eru líka aðrir hópar sem verða fyrir miklum áhrifum, þar með talið aldraðir, fatlaðir og heimilislausir. Við erum í viðræðum við sveitarfélögin og ég er ánægð með hvað þau leggja mikla áherslu á þessa hópa,“ segir ráðherrann. Þess má geta að Íslendingur rekur athvarf í Nuuk fyrir fólk sem stendur höllum fæti. Sjá hér: Gujo byggir upp grænlenska þjóð Martha Abelsen hvetur foreldra að til að reyna að nýta þessa óvenjulegu daga vel og gefa sér tíma til nánari samverustunda með börnunum, sem annars hefur ekki gefist næði til í amstri daglegs lífs. Martha Abelsen, til vinstri, ásamt Svandísi Svavarsdóttur, til hægri, og Sirið Stenberg, í miðju, á fundi vestnorrænna heilbrigðisráðherra í Færeyjum í fyrra.Mynd/Heilbrigðisráðuneytið. Í frétt á heimasíðu ráðuneytis hennar segir að kórónu-faraldurinn og sérstaklega lokun Nuuk hafi skapað aukið álag á fjölskyldur. Neyðarathvarfið í Nuuk sjái nú fjölgun tilfella þar sem fórnarlömb heimilisofbeldis, konur og börn, óska eftir skjóli. Búist sé við að það sama geti gerst í öðrum landshlutum. „Við vitum að átök geta aukist á heimilum við þessar aðstæður. Landsstjórnin vill að konur og börn fái nauðsynlega hjálp og hafi öruggt skjól sem þau geta leitað í,“ er haft eftir ráðherranum. Sjá einnig: Ofbeldi, áfengi og karlamenning á Grænlandi „Þar af leiðandi er ánægjulegt að geta greint frá því að Forvarna- og félagsmálastofnun Grænlands hefur fengið aukið fjármagn sem neyðarathvörf um allt land geta sótt um til að mæta hærri útgjöldum sem leiðir af aukinni starfsemi,“ segir Martha Abelsen, ráðherra heilbrigðis-, félags- og dómsmála. Frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum um mannræktarstarf í Nuuk má sjá hér: Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Kórónaveiran veikir stöðu kvenna Fulltrúar UN Women í Asíu segja það staðreynd að í neyðaraðstæðum séu konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. 24. mars 2020 12:00 COVID 19: Aukin hætta á að börn sæti ofbeldi UNICEF hvetur stjórnvöld um allan heim til að tryggja öryggi og velferð barna í því félags- og efnahagslega ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 heimsfaraldursins. 23. mars 2020 10:15 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira
Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi þegar skólum, stofnunum, veitingastöðum og samkomuhúsum hefur verið lokað. „Því miður höfum við upplifað meira heimilisofbeldi í Nuuk undanfarnar vikur sem hefur valdið því að neyðarathvarf sveitarfélagsins hefur fyllst. Þess vegna höfum við undirritað samstarfssamning um að tryggja aukið rými,“ segir Martha Abelsen, heilbrigðis-, félags- og dómsmálaráðherra Grænlands, í yfirlýsingu sem Sermitsiaq greinir frá. Sjá einnig: Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk „Fyrir sum börn þýðir óhófleg áfengisnotkun meðal foreldra að heimilið er ekki lengur öruggur staður. Það eru líka aðrir hópar sem verða fyrir miklum áhrifum, þar með talið aldraðir, fatlaðir og heimilislausir. Við erum í viðræðum við sveitarfélögin og ég er ánægð með hvað þau leggja mikla áherslu á þessa hópa,“ segir ráðherrann. Þess má geta að Íslendingur rekur athvarf í Nuuk fyrir fólk sem stendur höllum fæti. Sjá hér: Gujo byggir upp grænlenska þjóð Martha Abelsen hvetur foreldra að til að reyna að nýta þessa óvenjulegu daga vel og gefa sér tíma til nánari samverustunda með börnunum, sem annars hefur ekki gefist næði til í amstri daglegs lífs. Martha Abelsen, til vinstri, ásamt Svandísi Svavarsdóttur, til hægri, og Sirið Stenberg, í miðju, á fundi vestnorrænna heilbrigðisráðherra í Færeyjum í fyrra.Mynd/Heilbrigðisráðuneytið. Í frétt á heimasíðu ráðuneytis hennar segir að kórónu-faraldurinn og sérstaklega lokun Nuuk hafi skapað aukið álag á fjölskyldur. Neyðarathvarfið í Nuuk sjái nú fjölgun tilfella þar sem fórnarlömb heimilisofbeldis, konur og börn, óska eftir skjóli. Búist sé við að það sama geti gerst í öðrum landshlutum. „Við vitum að átök geta aukist á heimilum við þessar aðstæður. Landsstjórnin vill að konur og börn fái nauðsynlega hjálp og hafi öruggt skjól sem þau geta leitað í,“ er haft eftir ráðherranum. Sjá einnig: Ofbeldi, áfengi og karlamenning á Grænlandi „Þar af leiðandi er ánægjulegt að geta greint frá því að Forvarna- og félagsmálastofnun Grænlands hefur fengið aukið fjármagn sem neyðarathvörf um allt land geta sótt um til að mæta hærri útgjöldum sem leiðir af aukinni starfsemi,“ segir Martha Abelsen, ráðherra heilbrigðis-, félags- og dómsmála. Frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum um mannræktarstarf í Nuuk má sjá hér:
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Kórónaveiran veikir stöðu kvenna Fulltrúar UN Women í Asíu segja það staðreynd að í neyðaraðstæðum séu konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. 24. mars 2020 12:00 COVID 19: Aukin hætta á að börn sæti ofbeldi UNICEF hvetur stjórnvöld um allan heim til að tryggja öryggi og velferð barna í því félags- og efnahagslega ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 heimsfaraldursins. 23. mars 2020 10:15 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira
Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44
Kórónaveiran veikir stöðu kvenna Fulltrúar UN Women í Asíu segja það staðreynd að í neyðaraðstæðum séu konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. 24. mars 2020 12:00
COVID 19: Aukin hætta á að börn sæti ofbeldi UNICEF hvetur stjórnvöld um allan heim til að tryggja öryggi og velferð barna í því félags- og efnahagslega ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 heimsfaraldursins. 23. mars 2020 10:15