Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2020 07:44 Frá Nuuk á Grænlandi. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, laugardagskvöldi. Tilkynning þess efnis var send út klukkan 20 í gærkvöldi og tók bannið samstundis gildi. Bannið tekur til sölu og dreifingu áfengis með 2,25% áfengisstyrk eða hærri og gildir fyrst um sinn næstu átján daga, til 15. apríl, eða fram yfir páska. Athygli vekur að áfengisbannið nær ekki til alls Grænlands heldur aðeins til höfuðstaðarins Nuuk og tveggja nágrannaþorpa, Kapisillit og Qeqertarsuatsiaat. Áfengi er selt í matvöruverslunum á Grænlandi, eins og fram kom í þætti Stöðvar 2 frá Nuuk árið 2017. Sjá hér: Nuuk er engin afdalabyggð Kim Kielsen, sem áður var lögreglumaður, segist hafa tekið þessa ákvörðun fyrst og fremst með hagsmuni barna í huga. Hér er hann í hópi flokksfélaga að fagna sigri á kosningavöku Siumut-flokksins.Stöð 2/Skjáskot úr frétt. Kim Kielsen segist í yfirlýsingu hafa tekið þessa ákvörðun til að vinna gegn útbreiðslu kórónu-faraldursins en aðallega þó til að vernda börn á heimilum. „Í aðstæðum þar sem skólum, stofnunum, veitingastöðum, börum og menningarviðburðum hefur verið lokað fylgjast yfirvöld grannt með áfengisneyslu á heimilunum. Slík þróun mun ekki aðeins hafa áhrif á börn og fjölskyldulíf, heldur mun hún einnig auka hættu á dreifingu Covid 19, þar sem fólk er minna meðvitað um hættu á smiti við áfengisdrykkju. Í Nuuk hafa nú þegar 10 tilfelli smits greinst,“ segir Kielsen. Sjá einnig: Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu „Í svona sérstökum aðstæðum verðum við að gera margar varúðarráðstafanir til að forðast smit. En kjarninn í ákvörðun minni er að vernda börn, þau verða að eiga öruggt heimili. Ég vona að sem samfélag sjáum við aðstæður barna sem sameiginlegt áhyggjuefni, að við öll stuðlum að öruggu samfélagi,“ segir Kim Kielsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum um áfengi og ofbeldi á Grænlandi: Grænland Áfengi og tóbak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Fyrsta tilfellið staðfest á Grænlandi Yfirvöld Grænlands hafa greint fyrsta tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, þar í landi. 16. mars 2020 15:56 Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, laugardagskvöldi. Tilkynning þess efnis var send út klukkan 20 í gærkvöldi og tók bannið samstundis gildi. Bannið tekur til sölu og dreifingu áfengis með 2,25% áfengisstyrk eða hærri og gildir fyrst um sinn næstu átján daga, til 15. apríl, eða fram yfir páska. Athygli vekur að áfengisbannið nær ekki til alls Grænlands heldur aðeins til höfuðstaðarins Nuuk og tveggja nágrannaþorpa, Kapisillit og Qeqertarsuatsiaat. Áfengi er selt í matvöruverslunum á Grænlandi, eins og fram kom í þætti Stöðvar 2 frá Nuuk árið 2017. Sjá hér: Nuuk er engin afdalabyggð Kim Kielsen, sem áður var lögreglumaður, segist hafa tekið þessa ákvörðun fyrst og fremst með hagsmuni barna í huga. Hér er hann í hópi flokksfélaga að fagna sigri á kosningavöku Siumut-flokksins.Stöð 2/Skjáskot úr frétt. Kim Kielsen segist í yfirlýsingu hafa tekið þessa ákvörðun til að vinna gegn útbreiðslu kórónu-faraldursins en aðallega þó til að vernda börn á heimilum. „Í aðstæðum þar sem skólum, stofnunum, veitingastöðum, börum og menningarviðburðum hefur verið lokað fylgjast yfirvöld grannt með áfengisneyslu á heimilunum. Slík þróun mun ekki aðeins hafa áhrif á börn og fjölskyldulíf, heldur mun hún einnig auka hættu á dreifingu Covid 19, þar sem fólk er minna meðvitað um hættu á smiti við áfengisdrykkju. Í Nuuk hafa nú þegar 10 tilfelli smits greinst,“ segir Kielsen. Sjá einnig: Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu „Í svona sérstökum aðstæðum verðum við að gera margar varúðarráðstafanir til að forðast smit. En kjarninn í ákvörðun minni er að vernda börn, þau verða að eiga öruggt heimili. Ég vona að sem samfélag sjáum við aðstæður barna sem sameiginlegt áhyggjuefni, að við öll stuðlum að öruggu samfélagi,“ segir Kim Kielsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum um áfengi og ofbeldi á Grænlandi:
Grænland Áfengi og tóbak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Fyrsta tilfellið staðfest á Grænlandi Yfirvöld Grænlands hafa greint fyrsta tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, þar í landi. 16. mars 2020 15:56 Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05
Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05
Fyrsta tilfellið staðfest á Grænlandi Yfirvöld Grænlands hafa greint fyrsta tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, þar í landi. 16. mars 2020 15:56
Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15