Framlengir gildistíma reglna vegna kórónuveiru út apríl Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2020 06:46 Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði áður sagt að mögulega væri hægt að losa um reglur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar um páska. Vísir/Vilhelm Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að framlengja gildistíma aðgerða og reglna, sem ætlaðar eru til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, út apríl. Trump hafði áður gefið í skyn að hægt yrði að losa um reglurnar um páska, það er um miðjan apríl. Trump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi að faraldurinn myndi líklega ná hámarki í landinu eftir tvær vikur, eða um miðjan apríl. Sagði forsetinn að því betur sem Bandaríkjamenn stæðu sig að fylgja reglum, því fyrr myndi þeirri martröð sem faraldurinn er, ljúka. Tóku fram úr Kína og Ítalíu Læknirinn Anthony Fauci, sem hefur verið Trump og stjórn hans innan handar í glímunni við faraldurinn, hafði áður varað við að veiran gæti orðið allt að 200 þúsund Bandaríkjamönnum að aldurtila. Ekki væri óhugsandi að milljónir Bandaríkjamenn myndi smitast. Alls hafa nú um 140 þúsund smit greinst í Bandaríkjunum. Hafa nú um 2.500 manns látist af völdum veirunnar samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskóla. Bandaríkin tóku í síðustu viku fram úr bæði Kína og Ítalíu þegar kemur að fjölda smita. Slæmt ástand í New York Trump sagðist hafa orðið vitni af skelfilegum hlutum síðustu dagana og vísaði þar til ástandsins í Queens, einu hverfa New York, þar sem ástandið er sérstaklega slæmt. Alls eru rúmlega þúsund dauðsföll rakin til veirunnar í New York. „Það eru líkpokar út um allt, á göngunum. Ég hef séð þá nota vöruflutningabíla, frystibíla. Það eru frystibílar þar sem þeir geta ekki sinnt öllum líkum, þau eru svo mörg. Ég hef séð hluti sem ég hef aldrei áður orðið vitni af,“ sagði forsetinn. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Trump hættur við að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ 29. mars 2020 07:30 112.000 smitaðir í Bandaríkjunum Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. 28. mars 2020 18:45 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að framlengja gildistíma aðgerða og reglna, sem ætlaðar eru til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, út apríl. Trump hafði áður gefið í skyn að hægt yrði að losa um reglurnar um páska, það er um miðjan apríl. Trump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi að faraldurinn myndi líklega ná hámarki í landinu eftir tvær vikur, eða um miðjan apríl. Sagði forsetinn að því betur sem Bandaríkjamenn stæðu sig að fylgja reglum, því fyrr myndi þeirri martröð sem faraldurinn er, ljúka. Tóku fram úr Kína og Ítalíu Læknirinn Anthony Fauci, sem hefur verið Trump og stjórn hans innan handar í glímunni við faraldurinn, hafði áður varað við að veiran gæti orðið allt að 200 þúsund Bandaríkjamönnum að aldurtila. Ekki væri óhugsandi að milljónir Bandaríkjamenn myndi smitast. Alls hafa nú um 140 þúsund smit greinst í Bandaríkjunum. Hafa nú um 2.500 manns látist af völdum veirunnar samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskóla. Bandaríkin tóku í síðustu viku fram úr bæði Kína og Ítalíu þegar kemur að fjölda smita. Slæmt ástand í New York Trump sagðist hafa orðið vitni af skelfilegum hlutum síðustu dagana og vísaði þar til ástandsins í Queens, einu hverfa New York, þar sem ástandið er sérstaklega slæmt. Alls eru rúmlega þúsund dauðsföll rakin til veirunnar í New York. „Það eru líkpokar út um allt, á göngunum. Ég hef séð þá nota vöruflutningabíla, frystibíla. Það eru frystibílar þar sem þeir geta ekki sinnt öllum líkum, þau eru svo mörg. Ég hef séð hluti sem ég hef aldrei áður orðið vitni af,“ sagði forsetinn.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Trump hættur við að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ 29. mars 2020 07:30 112.000 smitaðir í Bandaríkjunum Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. 28. mars 2020 18:45 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Trump hættur við að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ 29. mars 2020 07:30
112.000 smitaðir í Bandaríkjunum Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. 28. mars 2020 18:45