Erlent

Wuhan opnuð að nýju

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Enn er mikill viðbúnaður í borginni, til þess að koma í veg fyrir að faraldurinn sæki í sig veðrið að nýju.
Enn er mikill viðbúnaður í borginni, til þess að koma í veg fyrir að faraldurinn sæki í sig veðrið að nýju. Vísir/Getty

Kínverska borgin Wuhan, þaðan sem kórónuveiran sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 er talin hafa komið, hefur nú verið „opnuð.“ Lestaferðir til borgarinnar hafa verið leyfðar á ný, í fyrsta sinn síðan í janúar.

Áfram verður óheimilt að yfirgefa borgina, en gert er ráð fyrir að það breytist 8. apríl næstkomandi. Farþegalestir til Wuhan í dag voru margar hverjar löngu orðnar fullbókaðar og ljóst að margir sem átt hafa erindi þangað, hvort sem það eru íbúar sem lokuðust úti vegna ráðstafana stjórnvalda eða aðrir, vilja ólmir komast til borgarinnar. Þrátt fyrir þessar tilslakanir er enn mikill viðbúnaður í borginni, til þess að koma í veg fyrir að faraldurinn sæki í sig veðrið að nýju.

Þannig verða allir sem koma til borgarinnar verða að geta sýnt yfirvöldum fram á heilbrigði sitt, með sérstöku smáforriti sem hlaðið er niður í snjallsíma.

Nýgreindum tilfellum í Kína hefur snarfækkað síðustu daga og er það af mörgum talið til marks um að Kínverjar séu að ná stjórn á faraldrinum. Helstu áhyggjur kínverskra heilbrigðisyfirvalda nú eru smit hjá fólki sem dvalið hefur annarsstaðar en í Kína, til að mynda í Evrópu eða Bandaríkjunum, þar sem nýjum smitum fjölgar víða með hverjum degi.

Alls hafa greinst rúm 81 þúsund tilfelli veirunnar í Kína. Þá hafa tæplega 75 þúsund manns náð sér en rúmlega þrjú þúsund látið lífið þar í landi. Eins eru þrjú þúsund manns greind með veiruna og hafa ekki náð sér enn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×