Trump efast um þörf fyrir mikinn fjölda öndunarvéla Þórir Guðmundsson skrifar 27. mars 2020 15:25 Heilbrigðisstarfsmaður leiðir sjúkling inn í greiningarstöð vegna kórónuveirunnar í tjaldi fyrir utan Elmurst sjúkrahúsið í New York. John Minchillo/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti og borgarstjórinn í New York eru komnir í hár saman yfir því hversu mikil þörf sé fyrir öndunarvélar í fylkinu. Forsetinn sagðist í sjónvarpsviðtali í gær ekki trúa því að þörfin væri jafn mikil og haldið væri fram. Bill de Blasio borgarstjóri New York sagði í dag að forsetinn þyrfti að horfast í augu við staðreyndir. „Þegar forsetinn segir að New York fylki þurfi ekki þrjátíu þúsund öndunarvélar þá er hann, með fullri virðingu, ekki að horfa á staðreyndir um stjarnfræðilegan vöxt þessa vandamáls,“ sagði de Blasio á sjónvarpsþættinum Good Morning America á ABC sjónvarpsstöðinni í morgun. Trump sagði í viðtali við Sean Hannity á Fox sjónvarpsstöðinni í gær: „Ég trúi því ekki að maður þurfi þrjátíu eða fjörtíu þúsund öndunarvélar. Maður fer inn á stóra spítala og þeir eru stundum með tvær öndunarvélar. Og allt í einu segja þeir 'Getum við pantað þrjátíu þúsund öndunarvélar',“ sagði Trump. Bandaríkin tróna nú á toppi landalistans yfir greind kórónuveirutilfelli, með alls 85.991 tilfelli, sem eru fleiri en hafa greinst í Kína þar sem talið er að kórónuveiran hafi átt upptök sín. Hálf milljón manna hefur greinst í heiminum öllum. Alls hafa 1.296 menn látið lífið úr Covid-19 í Bandaríkunum. Rúmlega 37 þúsund bandarísku tilfellanna eru í New York fylki þar sem þéttbýlið í samnefndri stórborg greiðir fyrir smiti. Andrew Cuomo fylkisstjóri segir þörf fyrir 87 þúsund sjúkrarúm, 37 þúsund gjörgæslurúm og 26 þúsund öndunarvélar umfram það sem fyrir er vegna þess álags sem kórónufaraldurinn skapar. Í fulltrúadeild Bandaríkjaþings varð mikið fár í dag þegar íhaldssamur þingmaður repúblikana, Thomas Massie, hótaði að krefjast nafnakalls við atkvæðagreiðslu, sem myndi tefja afgreiðslu björgunarpakka sem á að styðja við efnahagslifið og hjálpa fólki sem verður fyrir tekjutapi vegna kórónufaraldursins. Margir þingmenn eru fjarstaddir og þyrftu, ef farið er fram á nafnakall, að ferðast úr kjördæmum sínum til Washington borgar til að vera viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Trump forseti brást æfur við hótun þingmannsins og sagði að hann hefði eingöngu áhuga á að láta ljós sitt skína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og borgarstjórinn í New York eru komnir í hár saman yfir því hversu mikil þörf sé fyrir öndunarvélar í fylkinu. Forsetinn sagðist í sjónvarpsviðtali í gær ekki trúa því að þörfin væri jafn mikil og haldið væri fram. Bill de Blasio borgarstjóri New York sagði í dag að forsetinn þyrfti að horfast í augu við staðreyndir. „Þegar forsetinn segir að New York fylki þurfi ekki þrjátíu þúsund öndunarvélar þá er hann, með fullri virðingu, ekki að horfa á staðreyndir um stjarnfræðilegan vöxt þessa vandamáls,“ sagði de Blasio á sjónvarpsþættinum Good Morning America á ABC sjónvarpsstöðinni í morgun. Trump sagði í viðtali við Sean Hannity á Fox sjónvarpsstöðinni í gær: „Ég trúi því ekki að maður þurfi þrjátíu eða fjörtíu þúsund öndunarvélar. Maður fer inn á stóra spítala og þeir eru stundum með tvær öndunarvélar. Og allt í einu segja þeir 'Getum við pantað þrjátíu þúsund öndunarvélar',“ sagði Trump. Bandaríkin tróna nú á toppi landalistans yfir greind kórónuveirutilfelli, með alls 85.991 tilfelli, sem eru fleiri en hafa greinst í Kína þar sem talið er að kórónuveiran hafi átt upptök sín. Hálf milljón manna hefur greinst í heiminum öllum. Alls hafa 1.296 menn látið lífið úr Covid-19 í Bandaríkunum. Rúmlega 37 þúsund bandarísku tilfellanna eru í New York fylki þar sem þéttbýlið í samnefndri stórborg greiðir fyrir smiti. Andrew Cuomo fylkisstjóri segir þörf fyrir 87 þúsund sjúkrarúm, 37 þúsund gjörgæslurúm og 26 þúsund öndunarvélar umfram það sem fyrir er vegna þess álags sem kórónufaraldurinn skapar. Í fulltrúadeild Bandaríkjaþings varð mikið fár í dag þegar íhaldssamur þingmaður repúblikana, Thomas Massie, hótaði að krefjast nafnakalls við atkvæðagreiðslu, sem myndi tefja afgreiðslu björgunarpakka sem á að styðja við efnahagslifið og hjálpa fólki sem verður fyrir tekjutapi vegna kórónufaraldursins. Margir þingmenn eru fjarstaddir og þyrftu, ef farið er fram á nafnakall, að ferðast úr kjördæmum sínum til Washington borgar til að vera viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Trump forseti brást æfur við hótun þingmannsins og sagði að hann hefði eingöngu áhuga á að láta ljós sitt skína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent