Svíkur bandamenn sína og myndar ríkisstjórn með Netanyahu Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2020 23:14 Benny Gantz. AP/Sebastian Scheiner Benny Gantz, leiðtogi Bláhvíta bandalagsins og pólitískur andstæðingur Benjamin Netanyahu, þar til í dag, hefur samþykkt að mynda þjóðstjórn í Ísrael með forsætisráðherranum. Þannig er útlit fyrir að endir verði buninn á árslangt óvissutímabil þar sem þrjár kosningar hafa farið fram án þess að skila afgerandi sigurvegara. Kjósendur í Ísrael gengu fyrr í mánuðinum að kjörborðunum í þriðja sinn á einu ári. Engum hefur tekist að mynda ríkisstjórn hingað til, þrátt fyrir margar tilraunir. Um miðjan mars hét Gantz því að mynda eigin ríkisstjórn, eftir að hann neitaði boði um þjóðstjórn. Sjá einnig: Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Gantz var í dag kjörinn forseti þings Ísrael og tók hann tilboði um þjóðstjórn í kjölfar þess. Hann mun vera þingforseti um skeið og svo utanríkisráðherra. Þá mun Gantz verða forsætisráðherra í september á næsta ári. Þar til mun Netanyahu væntanlega vera forsætisráðherra en það liggur ekki fyrir. Gantz tilkynnti ákvörðun sína eftir að hann var kjörinn forseti þingsins og sagði hann þjóðina þurfa á ríkisstjórn að halda. Ríkisstjórnin mun væntanlega vera með 78 til 79 þingmenn af 120. Bandamenn Gantz í Bláhvíta bandalaginu segja ann hafa svikið þá og kjósendur þeirra. Netanyahu hefur verið ákærður fyri spillingu, mútuþægni og svik og Gantz hafði heitið því að starfa ekki með honum. Netanyahu átti að mæta fyrir dómara í síðustu viku vegna ákæranna gegn honum, í þremur mismunandi málum, en réttarhöldunum var frestað vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Hann hefur að undanförnu verið sakaður um að grafa undan dómskerfinu til að verja sjálfan sig. Sjá einnig: Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu „Kórónuveiran veitir okkur ekki rétt til að hverfa frá gildum okkar,“ hefur Times of Israel eftir Yair Lapid leiðtoga flokksins Yesh Atid. „Við lofuðum því að við myndum ekki sitja undir forsætisráðherra sem hefur verið ákærður. Við lofuðum að mynda ekki ríkisstjórn með öfgamönnum og kúgurum. Við sögðumst ekki ætla að leyfa nokkrum manni að grafa undan lýðræði Ísrael.“ Hann sagði einnig að árásir Netanyahu gegn dómskerfi Ísrael hafi aldrei verið umfangsmeiri en nú og Gantz ætli að verðlauna forsætisráðherrann fyrir það. „Þú getur ekki skriðið inn í ríkisstjórn með þessum hætti og sagst hafa gert það með hag þjóðarinnar í huga.“ Ísrael Tengdar fréttir Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Benny Gantz, andstæðingur Benjamin Netanyahu, heitir því að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael. 16. mars 2020 14:44 Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Benny Gantz, leiðtogi Bláhvíta bandalagsins og pólitískur andstæðingur Benjamin Netanyahu, þar til í dag, hefur samþykkt að mynda þjóðstjórn í Ísrael með forsætisráðherranum. Þannig er útlit fyrir að endir verði buninn á árslangt óvissutímabil þar sem þrjár kosningar hafa farið fram án þess að skila afgerandi sigurvegara. Kjósendur í Ísrael gengu fyrr í mánuðinum að kjörborðunum í þriðja sinn á einu ári. Engum hefur tekist að mynda ríkisstjórn hingað til, þrátt fyrir margar tilraunir. Um miðjan mars hét Gantz því að mynda eigin ríkisstjórn, eftir að hann neitaði boði um þjóðstjórn. Sjá einnig: Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Gantz var í dag kjörinn forseti þings Ísrael og tók hann tilboði um þjóðstjórn í kjölfar þess. Hann mun vera þingforseti um skeið og svo utanríkisráðherra. Þá mun Gantz verða forsætisráðherra í september á næsta ári. Þar til mun Netanyahu væntanlega vera forsætisráðherra en það liggur ekki fyrir. Gantz tilkynnti ákvörðun sína eftir að hann var kjörinn forseti þingsins og sagði hann þjóðina þurfa á ríkisstjórn að halda. Ríkisstjórnin mun væntanlega vera með 78 til 79 þingmenn af 120. Bandamenn Gantz í Bláhvíta bandalaginu segja ann hafa svikið þá og kjósendur þeirra. Netanyahu hefur verið ákærður fyri spillingu, mútuþægni og svik og Gantz hafði heitið því að starfa ekki með honum. Netanyahu átti að mæta fyrir dómara í síðustu viku vegna ákæranna gegn honum, í þremur mismunandi málum, en réttarhöldunum var frestað vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Hann hefur að undanförnu verið sakaður um að grafa undan dómskerfinu til að verja sjálfan sig. Sjá einnig: Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu „Kórónuveiran veitir okkur ekki rétt til að hverfa frá gildum okkar,“ hefur Times of Israel eftir Yair Lapid leiðtoga flokksins Yesh Atid. „Við lofuðum því að við myndum ekki sitja undir forsætisráðherra sem hefur verið ákærður. Við lofuðum að mynda ekki ríkisstjórn með öfgamönnum og kúgurum. Við sögðumst ekki ætla að leyfa nokkrum manni að grafa undan lýðræði Ísrael.“ Hann sagði einnig að árásir Netanyahu gegn dómskerfi Ísrael hafi aldrei verið umfangsmeiri en nú og Gantz ætli að verðlauna forsætisráðherrann fyrir það. „Þú getur ekki skriðið inn í ríkisstjórn með þessum hætti og sagst hafa gert það með hag þjóðarinnar í huga.“
Ísrael Tengdar fréttir Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Benny Gantz, andstæðingur Benjamin Netanyahu, heitir því að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael. 16. mars 2020 14:44 Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Benny Gantz, andstæðingur Benjamin Netanyahu, heitir því að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael. 16. mars 2020 14:44
Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent