Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2020 14:44 Benny Gantz, leiðtogi Bláhvíta bandalagsins. AP/Sebastian Scheiner Benny Gantz, andstæðingur Benjamin Netanyahu, heitir því að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael. Hann fékk stjórnarmyndunarumboð frá Reuven Rivlin, forseta, í gær en þeir tveir, auk Netanyahu, funduðu um þann möguleika á að mynda þjóðstjórn. Kjósendur í Ísrael gengu fyrr í mánuðinum að kjörborðunum í þriðja sinn á einu ári. Engum hefur tekist að mynda ríkisstjórn hingað til, þrátt fyrir margar tilraunir. Hugmyndin um þjóðstjórn virðist ekki hafa skilað árangri en Avigdor Liberman, leiðtogi Yisrael Beiteinu, lýsti í gærkvöldi yfir stuðningi við Gantz. Samkvæmt Times of Israel þykir það að mörgu leyti undarlegt þar sem Liberman hefur talað um arabíska þingmenn sem hryðjuverkamenn og Gantz ætlar sér að mynda ríkisstjórn með Arabalistanum. Gantz, sem leiðir Bláhvíta bandalagið, hét því að starfa í þágu allra Ísraela og skaut hann einnig á Netyanyahu og sagði að fylking hans myndi ekki koma niður á lýðræðislegum gildum, eins og hann hefur sakað Netanyahu um að gera. Hann sagðist ætla að reyna að mynda þessa ríkisstjórn innan nokkurra daga. „Ríkisstjórn sem ég leið mun hjálpa samfélagi Ísrael að jafna sig á kórónuveirunni og sömuleiðis á veiru deilna og haturs,“ sagði Gantz, samkvæmt frétt Times of Israel. Gantz biðlaði þó til Netanyahu og annarra stjórnmálamanna um að draga úr árásum á aðra og ganga til liðs við sig. Ísrael Tengdar fréttir Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29 Netanyahu lýsir yfir sigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur lýst yfir sigri í kosningunum sem haldnar voru í gær. 3. mars 2020 07:24 Kjósa í þriðja sinn á einu ári Síðustu tvær kosningar í Ísrael hafa ekki skilað afgerandi meirihluta og ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn. 2. mars 2020 08:22 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Benny Gantz, andstæðingur Benjamin Netanyahu, heitir því að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael. Hann fékk stjórnarmyndunarumboð frá Reuven Rivlin, forseta, í gær en þeir tveir, auk Netanyahu, funduðu um þann möguleika á að mynda þjóðstjórn. Kjósendur í Ísrael gengu fyrr í mánuðinum að kjörborðunum í þriðja sinn á einu ári. Engum hefur tekist að mynda ríkisstjórn hingað til, þrátt fyrir margar tilraunir. Hugmyndin um þjóðstjórn virðist ekki hafa skilað árangri en Avigdor Liberman, leiðtogi Yisrael Beiteinu, lýsti í gærkvöldi yfir stuðningi við Gantz. Samkvæmt Times of Israel þykir það að mörgu leyti undarlegt þar sem Liberman hefur talað um arabíska þingmenn sem hryðjuverkamenn og Gantz ætlar sér að mynda ríkisstjórn með Arabalistanum. Gantz, sem leiðir Bláhvíta bandalagið, hét því að starfa í þágu allra Ísraela og skaut hann einnig á Netyanyahu og sagði að fylking hans myndi ekki koma niður á lýðræðislegum gildum, eins og hann hefur sakað Netanyahu um að gera. Hann sagðist ætla að reyna að mynda þessa ríkisstjórn innan nokkurra daga. „Ríkisstjórn sem ég leið mun hjálpa samfélagi Ísrael að jafna sig á kórónuveirunni og sömuleiðis á veiru deilna og haturs,“ sagði Gantz, samkvæmt frétt Times of Israel. Gantz biðlaði þó til Netanyahu og annarra stjórnmálamanna um að draga úr árásum á aðra og ganga til liðs við sig.
Ísrael Tengdar fréttir Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29 Netanyahu lýsir yfir sigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur lýst yfir sigri í kosningunum sem haldnar voru í gær. 3. mars 2020 07:24 Kjósa í þriðja sinn á einu ári Síðustu tvær kosningar í Ísrael hafa ekki skilað afgerandi meirihluta og ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn. 2. mars 2020 08:22 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29
Netanyahu lýsir yfir sigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur lýst yfir sigri í kosningunum sem haldnar voru í gær. 3. mars 2020 07:24
Kjósa í þriðja sinn á einu ári Síðustu tvær kosningar í Ísrael hafa ekki skilað afgerandi meirihluta og ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn. 2. mars 2020 08:22