Erlent

Ræða um myndun þjóð­stjórnar vegna kórónu­veirunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Ekkert hefur gengið að mynda nýja ríkisstjórn í Ísrael síðasta ári.
Ekkert hefur gengið að mynda nýja ríkisstjórn í Ísrael síðasta ári. Getty

Reuven Rivlin, forseti Ísraels, fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins, með það að markmiði þjóðstjórn verði mynduð til að hægt verði að takast á við útbreiðslu kórónuveiru með skilvirkum hætti.

Ekki náðist samkomulag í gær en viðræðum verður fram haldið í dag.

Þingkosningar fóru fram í landinu fyrr í mánuðinum, en hvorki Netanjahú né Gantz tókst að ná meirihluta á þingi með aðstoð sinna stuðningsflokka. Þetta voru þriðju þingkosningar í landinu á innan við ári.

Stjórnvöld í Ísrael greindu frá því í síðustu viku að allir þeir sem kæmu til landsins þyrftu að fara í tveggja vikna sóttkví.

Alls hafa tvö hundruð manns smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19, en enn sem komið er hafa ekki borist fréttir af dauðsföllum.


Tengdar fréttir

Þjóðir um allan heim herða að­gerðir sínar

Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×