Liðfélagi Gylfa segir alla tilbúna til að spila fram í ágúst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2020 12:15 Morgan Schneiderlin og Gylfi Þór Sigurðsson fagna marki með Everton. Getty/Tony McArdle Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. Enska úrvalsdeildin mun ekki byrja aftur fyrr en í fyrsta lagi í byrjun maímánaðar en deildin er staðráðin í því að klára leiktíðina í stað þess að flauta hana af vegna kórónuveirunnar. Sumir leikmenn hafa samt smá áhyggjur af því að enska úrvalsdeildinni muni fara of snemma af stað og að það væri betra að spila frekar lengur. Morgan Schneiderlin, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, er sannfærður um að allir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni séu tilbúnir að spila leikina þó að tímabilið færist fram á haustið. Enska úrvalsdeildin er að skoða ýmsar sviðsmyndir til að ná að klára tímabilið en 1. júní er nú sá dagur sem er nefndur sem mögulegur upphafsdagur og markmiðið væri svo að klára tímabilið á sex vikum. Premier League players ready to play until August, says Morgan Schneiderlin https://t.co/pgnLUTlEP2 pic.twitter.com/B7Se7pOpXJ— Mirror Football (@MirrorFootball) March 22, 2020 Everton er með það á sinni áætlun að hefja aftur æfingar 17. apríl næstkomandi eða eftir um 25 daga. Morgan Schneiderlin er hins vegar á því að það sé of snemmt og að allir á Englandi þurfi lengri tíma til að komast í gegnum þetta ástand. „Yfirvöld munu taka bestu ákvörðunina í stöðunni. Fótboltinn er í öðru sæti og við þurfum öll að aðlagast breyttum aðstæðum,“ sagði Morgan Schneiderlin í viðtali við Mirror. „Félagið hefur látið okkur vita að stefnan sé sett á að hefja æfingar aftur 17. apríl. Það finnst mér aðeins of snemmt. Við erum tilbúnir til að spila fram í ágúst sé þörf á því,“ sagði Schneiderlin. „Ég veit að það getur orðið erfitt vegna samninga sumra leikmanna sem eru að renna út í lok júní. Ég vona að leikjum verði frestað aðeins lengur þannig að ég geti spilað aftur á þessu tímabili,“ sagði Schneiderlin. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. Enska úrvalsdeildin mun ekki byrja aftur fyrr en í fyrsta lagi í byrjun maímánaðar en deildin er staðráðin í því að klára leiktíðina í stað þess að flauta hana af vegna kórónuveirunnar. Sumir leikmenn hafa samt smá áhyggjur af því að enska úrvalsdeildinni muni fara of snemma af stað og að það væri betra að spila frekar lengur. Morgan Schneiderlin, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, er sannfærður um að allir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni séu tilbúnir að spila leikina þó að tímabilið færist fram á haustið. Enska úrvalsdeildin er að skoða ýmsar sviðsmyndir til að ná að klára tímabilið en 1. júní er nú sá dagur sem er nefndur sem mögulegur upphafsdagur og markmiðið væri svo að klára tímabilið á sex vikum. Premier League players ready to play until August, says Morgan Schneiderlin https://t.co/pgnLUTlEP2 pic.twitter.com/B7Se7pOpXJ— Mirror Football (@MirrorFootball) March 22, 2020 Everton er með það á sinni áætlun að hefja aftur æfingar 17. apríl næstkomandi eða eftir um 25 daga. Morgan Schneiderlin er hins vegar á því að það sé of snemmt og að allir á Englandi þurfi lengri tíma til að komast í gegnum þetta ástand. „Yfirvöld munu taka bestu ákvörðunina í stöðunni. Fótboltinn er í öðru sæti og við þurfum öll að aðlagast breyttum aðstæðum,“ sagði Morgan Schneiderlin í viðtali við Mirror. „Félagið hefur látið okkur vita að stefnan sé sett á að hefja æfingar aftur 17. apríl. Það finnst mér aðeins of snemmt. Við erum tilbúnir til að spila fram í ágúst sé þörf á því,“ sagði Schneiderlin. „Ég veit að það getur orðið erfitt vegna samninga sumra leikmanna sem eru að renna út í lok júní. Ég vona að leikjum verði frestað aðeins lengur þannig að ég geti spilað aftur á þessu tímabili,“ sagði Schneiderlin.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira