Fólk ýjaði að því að ég gerði ekki það sem væri barninu mínu fyrir bestu Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2020 22:00 Harpa Þorsteinsdóttir var illviðráðanleg og skoraði urmul marka fyrir Stjörnuna á sínum ferli. VÍSIR/BÁRA Harpa Þorsteinsdóttir hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir frábæran feril. Hún segir það hafa verið sér mjög erfitt þegar hún var gagnrýnd fyrir að spila fótbolta ólétt. Harpa vann til fjölda verðlauna á sínum ferli, til að mynda árið 2016 þegar hún varð markadrottning og Íslandsmeistari með Stjörnunni. Síðustu vikur mótsins það ár lék hún ólétt og fékk fyrir það gagnrýni, jafnvel þó að slíkt sé algengt og fullkomlega óhætt fyrir fóstrið. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, sagði til að mynda á þessum tíma að með því að spila setti Harpa andstæðinga sína í óeðlilega stöðu. „Það var svona með mest krefjandi tímabilum á mínum ferli, bæði að þurfa að svara fyrir eitthvað sem kom mér á óvart að þurfa að svara fyrir, og ég fékk einmitt alls konar skilaboð og skrýtin ummæli,“ sagði Harpa í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Innslagið má sjá hér að neðan. „Maður er að ganga með barn og það er verið að ýja að því að maður sé ekki að gera það sem er því fyrir bestu. Mér finnst það eiginlega það versta í þessu. Þá þarf maður pínu að setja á sig einhverja aðra grímu og einhvern veginn tækla það með einhverjum brögðum sem ég hafði ekki þurft að nota fyrr. Auðvitað sárnaði manni þetta. Þetta var búið að vera frábært sumar fyrir mig, og mér fannst ég búinn að ganga í gegnum mikið. Ég fór í gegnum tæknifrjóvgun og var búin að leggja mikið á mig til að eignast þetta barn, og fólk var að ýja að því að ég væri ekki að gera það sem væri því fyrir bestu. Mig langaði að kalla að fólk hefði ekki hugmynd um hvað ég væri búin að ganga í gegnum,“ sagði Harpa. Hvað er hún að spá að eignast barn fyrir EM? „Sömuleiðis, þegar þetta kom upp þá var búið að ganga mjög vel í undankeppninni með landsliðinu og þá var fólk að segja: „Hvað er hún að spá að eignast þetta barn núna? Við eigum EM eftir.“ Og við búin að reyna að eignast barn í fjögur ár eða eitthvað. Þetta var alveg krefjandi og ég hugsaði einmitt til fræga fólksins í Hollywood þar sem allir hafa alltaf skoðanir á því sem þú gerir,“ sagði Harpa. Hún á nú von á öðru barni og hefur eins og fyrr segir ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún lét þau misgáfulegu ummæli sem hún mátti sitja undir á sínum tíma ekki á sig fá: „Einhvern veginn kemur yfir mann eitthvað æðruleysi. Það var frekar fólkið í kringum mann sem tók þessu eitthvað illa. Auðvitað ætlar fólk ekki að vera með einhver illindi, og ég fann það eftir á að það voru margir sem hlupu á sig. Þegar hann var svo fæddur fékk ég allt í einu rosa mikinn stuðning, frá mörgu af sama fólkinu sem þá var tilbúið að styðja við bakið á mér.“ Klippa: Harpa talar um gagnrýni fyrir að spila ólétt Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa ólétt og búin að leggja skóna á hilluna Markamaskínan Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og hefur lagt skóna á hilluna. 20. mars 2020 10:55 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir frábæran feril. Hún segir það hafa verið sér mjög erfitt þegar hún var gagnrýnd fyrir að spila fótbolta ólétt. Harpa vann til fjölda verðlauna á sínum ferli, til að mynda árið 2016 þegar hún varð markadrottning og Íslandsmeistari með Stjörnunni. Síðustu vikur mótsins það ár lék hún ólétt og fékk fyrir það gagnrýni, jafnvel þó að slíkt sé algengt og fullkomlega óhætt fyrir fóstrið. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, sagði til að mynda á þessum tíma að með því að spila setti Harpa andstæðinga sína í óeðlilega stöðu. „Það var svona með mest krefjandi tímabilum á mínum ferli, bæði að þurfa að svara fyrir eitthvað sem kom mér á óvart að þurfa að svara fyrir, og ég fékk einmitt alls konar skilaboð og skrýtin ummæli,“ sagði Harpa í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Innslagið má sjá hér að neðan. „Maður er að ganga með barn og það er verið að ýja að því að maður sé ekki að gera það sem er því fyrir bestu. Mér finnst það eiginlega það versta í þessu. Þá þarf maður pínu að setja á sig einhverja aðra grímu og einhvern veginn tækla það með einhverjum brögðum sem ég hafði ekki þurft að nota fyrr. Auðvitað sárnaði manni þetta. Þetta var búið að vera frábært sumar fyrir mig, og mér fannst ég búinn að ganga í gegnum mikið. Ég fór í gegnum tæknifrjóvgun og var búin að leggja mikið á mig til að eignast þetta barn, og fólk var að ýja að því að ég væri ekki að gera það sem væri því fyrir bestu. Mig langaði að kalla að fólk hefði ekki hugmynd um hvað ég væri búin að ganga í gegnum,“ sagði Harpa. Hvað er hún að spá að eignast barn fyrir EM? „Sömuleiðis, þegar þetta kom upp þá var búið að ganga mjög vel í undankeppninni með landsliðinu og þá var fólk að segja: „Hvað er hún að spá að eignast þetta barn núna? Við eigum EM eftir.“ Og við búin að reyna að eignast barn í fjögur ár eða eitthvað. Þetta var alveg krefjandi og ég hugsaði einmitt til fræga fólksins í Hollywood þar sem allir hafa alltaf skoðanir á því sem þú gerir,“ sagði Harpa. Hún á nú von á öðru barni og hefur eins og fyrr segir ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún lét þau misgáfulegu ummæli sem hún mátti sitja undir á sínum tíma ekki á sig fá: „Einhvern veginn kemur yfir mann eitthvað æðruleysi. Það var frekar fólkið í kringum mann sem tók þessu eitthvað illa. Auðvitað ætlar fólk ekki að vera með einhver illindi, og ég fann það eftir á að það voru margir sem hlupu á sig. Þegar hann var svo fæddur fékk ég allt í einu rosa mikinn stuðning, frá mörgu af sama fólkinu sem þá var tilbúið að styðja við bakið á mér.“ Klippa: Harpa talar um gagnrýni fyrir að spila ólétt
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa ólétt og búin að leggja skóna á hilluna Markamaskínan Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og hefur lagt skóna á hilluna. 20. mars 2020 10:55 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Harpa ólétt og búin að leggja skóna á hilluna Markamaskínan Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og hefur lagt skóna á hilluna. 20. mars 2020 10:55