Sjá fyrir sér endurkomu Eric Cantona á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2020 12:00 Cantona fagnar marki sínu í endurkomuleiknum gegn Liverpool árið 1995. Manchester United var þá búið að vera án hans í átta mánuði. vísir/getty Eric Cantona er án efa ein af stóru goðsögnunum í sögu Manchester United og félagið hefur nú áhuga á því að fá hann aftur til að vinna fyrir félagið. Eric Cantona er orðinn 53 ára gamall og er því ekki að fara að klæða sig aftur í sjöuna með kragann upp heldur er menn á Old Trafford spenntir fyrir því að fá hann inn sem sendiherra félagsins. Daily Mirror segir frá þessu og það eru örugglega langflestir stuðningsmenn Manchester United sem fagna þessu. Eric Cantona in line for sensational Man Utd return as Red Devils chiefs discuss idea - @johncrossmirror column https://t.co/spEgZ50q3l pic.twitter.com/fi5YKJx5Sr— Mirror Football (@MirrorFootball) March 19, 2020 Gamlir leikmenn eins og Bryan Robson og Denis Irwin eru báðir starfandi sendiherrar Manchester United og koma þeir bæði fram fyrir hönd félagsins á samkomum en líka einir og sér. Eric Cantona átti mögnuð ár hjá Manchester United á tíunda áratugnum og hefur síðan verið einn vinsælasti leikmaður félagsins. Cantona kom til United árið 1992 og á næstu fimm tímabilum vann félagið fjóra Englandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla. United er náttúrulega með Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra og þá mætir Sir Alex Ferguson á alla heimaleiki. Sir Alex mætir líka við og við á æfingasvæðið. United hefur mikinn áhuga á því að tengja glæsta sögu félagsins við liðið í dag á meðan þeir leita leiða til að koma félaginu aftur í fremstu röð. 1993-94. Glorious scene including pitch invasion from jubilant and triumphant fans smothering Eric The King Cantona #MUFC pic.twitter.com/VzKH5RcmPg— Stretford Enders (@StretfordEndrs) March 18, 2020 Eric Cantona er oft álitin vera bestu kaupin á löngum stjóraferli Sir Alex Ferguson en Manchester United hafði ekki orðið Englandsmeistari í 26 ár þegar Frakkinn öflugi mætti á Old Trafford í nóvember 1992. Á fimm tímabilum með Cantona í sjöunni þá vann United fjóra Englandsmeistaratitla og sá eini sem rann þeim úr greipum var tímabilið þegar Cantona var dæmdur í átta mánaða bann fyrir karatesparkið fræga. Cantona hætti hins vegar óvænt eftir 1996-97 tímabilið en hann var þá aðeins 31 ára og átti nóg eftir að mati flestra. Kappinn hefur síðan prófað ýmsa hluti síðan, bæði strandfótbolta og annað. Nú gæti hann mögulega verið tilbúinn að mæta aftur á Old Trafford. Enski boltinn Tengdar fréttir Alan Shearer hrifinn af hrokanum í Bruno Fernandes Það vantaði ekki jákvæða hrokann í Frakkann Eric Cantona þegar hann komm inn í Manchester United liðið haustið 1992 og Portúgalinn Bruno Fernandes þykir líka að vera að hrista upp í hlutunum á Old Trafford. 11. mars 2020 09:00 Rétt hjá Bruno Fernandes að „sussa“ á Guardiola Samskipti Bruno Fernandes og Pep Guardiola undir loks leiks Manchester liðanna vöktu heilmikla athygli og bæði sjálfur knattspyrnustjórinn og fyrrum hetja Manchester United liðsins eru ánægðir með Portúgalann. 10. mars 2020 09:30 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Eric Cantona er án efa ein af stóru goðsögnunum í sögu Manchester United og félagið hefur nú áhuga á því að fá hann aftur til að vinna fyrir félagið. Eric Cantona er orðinn 53 ára gamall og er því ekki að fara að klæða sig aftur í sjöuna með kragann upp heldur er menn á Old Trafford spenntir fyrir því að fá hann inn sem sendiherra félagsins. Daily Mirror segir frá þessu og það eru örugglega langflestir stuðningsmenn Manchester United sem fagna þessu. Eric Cantona in line for sensational Man Utd return as Red Devils chiefs discuss idea - @johncrossmirror column https://t.co/spEgZ50q3l pic.twitter.com/fi5YKJx5Sr— Mirror Football (@MirrorFootball) March 19, 2020 Gamlir leikmenn eins og Bryan Robson og Denis Irwin eru báðir starfandi sendiherrar Manchester United og koma þeir bæði fram fyrir hönd félagsins á samkomum en líka einir og sér. Eric Cantona átti mögnuð ár hjá Manchester United á tíunda áratugnum og hefur síðan verið einn vinsælasti leikmaður félagsins. Cantona kom til United árið 1992 og á næstu fimm tímabilum vann félagið fjóra Englandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla. United er náttúrulega með Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra og þá mætir Sir Alex Ferguson á alla heimaleiki. Sir Alex mætir líka við og við á æfingasvæðið. United hefur mikinn áhuga á því að tengja glæsta sögu félagsins við liðið í dag á meðan þeir leita leiða til að koma félaginu aftur í fremstu röð. 1993-94. Glorious scene including pitch invasion from jubilant and triumphant fans smothering Eric The King Cantona #MUFC pic.twitter.com/VzKH5RcmPg— Stretford Enders (@StretfordEndrs) March 18, 2020 Eric Cantona er oft álitin vera bestu kaupin á löngum stjóraferli Sir Alex Ferguson en Manchester United hafði ekki orðið Englandsmeistari í 26 ár þegar Frakkinn öflugi mætti á Old Trafford í nóvember 1992. Á fimm tímabilum með Cantona í sjöunni þá vann United fjóra Englandsmeistaratitla og sá eini sem rann þeim úr greipum var tímabilið þegar Cantona var dæmdur í átta mánaða bann fyrir karatesparkið fræga. Cantona hætti hins vegar óvænt eftir 1996-97 tímabilið en hann var þá aðeins 31 ára og átti nóg eftir að mati flestra. Kappinn hefur síðan prófað ýmsa hluti síðan, bæði strandfótbolta og annað. Nú gæti hann mögulega verið tilbúinn að mæta aftur á Old Trafford.
Enski boltinn Tengdar fréttir Alan Shearer hrifinn af hrokanum í Bruno Fernandes Það vantaði ekki jákvæða hrokann í Frakkann Eric Cantona þegar hann komm inn í Manchester United liðið haustið 1992 og Portúgalinn Bruno Fernandes þykir líka að vera að hrista upp í hlutunum á Old Trafford. 11. mars 2020 09:00 Rétt hjá Bruno Fernandes að „sussa“ á Guardiola Samskipti Bruno Fernandes og Pep Guardiola undir loks leiks Manchester liðanna vöktu heilmikla athygli og bæði sjálfur knattspyrnustjórinn og fyrrum hetja Manchester United liðsins eru ánægðir með Portúgalann. 10. mars 2020 09:30 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Alan Shearer hrifinn af hrokanum í Bruno Fernandes Það vantaði ekki jákvæða hrokann í Frakkann Eric Cantona þegar hann komm inn í Manchester United liðið haustið 1992 og Portúgalinn Bruno Fernandes þykir líka að vera að hrista upp í hlutunum á Old Trafford. 11. mars 2020 09:00
Rétt hjá Bruno Fernandes að „sussa“ á Guardiola Samskipti Bruno Fernandes og Pep Guardiola undir loks leiks Manchester liðanna vöktu heilmikla athygli og bæði sjálfur knattspyrnustjórinn og fyrrum hetja Manchester United liðsins eru ánægðir með Portúgalann. 10. mars 2020 09:30