Rétt hjá Bruno Fernandes að „sussa“ á Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2020 09:30 Pep Guardiola var pirraður út í Bruno Fernandes en kannski aðallega yfir bitleysi sinna leikmanna. Getty/Matt McNulty Samskipti Bruno Fernandes og Pep Guardiola undir loks leiks Manchester liðanna vöktu heilmikla athygli og bæði sjálfur knattspyrnustjórinn og fyrrum hetja Manchester United liðsins eru ánægðir með Portúgalann. Bruno Fernandes og Pep Guardiola voru eitthvað að karpa á hliðarlínunni undir lok leiksins sem endaði með því að Bruno Fernandes „sussaði“ á Guardiola með því að setja fingurinn upp að munninum. Hafi Bruno Fernandes ekki verið elskaður og dáður af stuðningsmönnum Manchester United fyrir þetta atvik þá var hann það örugglega eftir það. Manchester United vann 2-0 sigur á Manchester City og vann þar með báða deildarleiki liðanna á þesssari leiktíð.Bruno Fernandes told he was right to silence Pep Guardiola with finger to his lips https://t.co/pUO0rQkJNypic.twitter.com/1F7evVz4Ft — Mirror Football (@MirrorFootball) March 9, 2020Bruno Fernandes fékk hrós frá bæði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjór Manchester United sem og Paul Ince, fyrrum leikmanns liðsns. Solskjær hrósaði Portúgalanum fyrir að sýna mikinn karakter. Jú það má glytta í smá „Cantona“ stæla hjá Bruno Fernandes og það er í fínu lagi á meðan þú getur síðan staðið undið því inn á vellinum. Það hefur Bruno Fernandes svo sannarlega gert í fyrstu leikjum sínum með Manchester United og virðist vera einmitt sá leikmaður sem liðinu vantaði. „Hann er að gera allt rétt þessa dagana og þá tel ég líka með að sussa á Pep Guardiola en það var alltaf að fara að slá í gegn hjá stuðningsmönnunum,“ sagði Paul Ince í viðtali við Paddy Power News. „Það er líka gaman að sjá leikmann koma til félagsins sem er með svolítinn karakter,“ sagði Ince. „Hann hefur verið frábær síðan að hann kom inn í liðið og meira að segja í þessum leik á móti Manchester City, þar sem hann gerði nú ekki mikið, þá voru mikil gæði í því sem hann gerði,“ sagði Ince.Bruno Fernandes shushing Pep Guardiola is what the Manchester derby is all about pic.twitter.com/kvzwivmGBC — Football Daily (@footballdaily) March 8, 2020 Anthony Martial skoraði fyrra mark Manchester United í leiknum eftir frábæra og óvænta sendingu Bruno Fernandes úr aukaspyrnu. „Þessi sending inn á Anthony Martial var stórkostleg. Stuðningsmennirnir eru að missa sig yfir honum og þó að ég reyni að gera það ekki þá sé ég vel af hverju. Öll félög vilja hafa hetju innan sinna raða og hann verður sú hetja fyrir Manchester United,“ sagði Paul Ince. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Samskipti Bruno Fernandes og Pep Guardiola undir loks leiks Manchester liðanna vöktu heilmikla athygli og bæði sjálfur knattspyrnustjórinn og fyrrum hetja Manchester United liðsins eru ánægðir með Portúgalann. Bruno Fernandes og Pep Guardiola voru eitthvað að karpa á hliðarlínunni undir lok leiksins sem endaði með því að Bruno Fernandes „sussaði“ á Guardiola með því að setja fingurinn upp að munninum. Hafi Bruno Fernandes ekki verið elskaður og dáður af stuðningsmönnum Manchester United fyrir þetta atvik þá var hann það örugglega eftir það. Manchester United vann 2-0 sigur á Manchester City og vann þar með báða deildarleiki liðanna á þesssari leiktíð.Bruno Fernandes told he was right to silence Pep Guardiola with finger to his lips https://t.co/pUO0rQkJNypic.twitter.com/1F7evVz4Ft — Mirror Football (@MirrorFootball) March 9, 2020Bruno Fernandes fékk hrós frá bæði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjór Manchester United sem og Paul Ince, fyrrum leikmanns liðsns. Solskjær hrósaði Portúgalanum fyrir að sýna mikinn karakter. Jú það má glytta í smá „Cantona“ stæla hjá Bruno Fernandes og það er í fínu lagi á meðan þú getur síðan staðið undið því inn á vellinum. Það hefur Bruno Fernandes svo sannarlega gert í fyrstu leikjum sínum með Manchester United og virðist vera einmitt sá leikmaður sem liðinu vantaði. „Hann er að gera allt rétt þessa dagana og þá tel ég líka með að sussa á Pep Guardiola en það var alltaf að fara að slá í gegn hjá stuðningsmönnunum,“ sagði Paul Ince í viðtali við Paddy Power News. „Það er líka gaman að sjá leikmann koma til félagsins sem er með svolítinn karakter,“ sagði Ince. „Hann hefur verið frábær síðan að hann kom inn í liðið og meira að segja í þessum leik á móti Manchester City, þar sem hann gerði nú ekki mikið, þá voru mikil gæði í því sem hann gerði,“ sagði Ince.Bruno Fernandes shushing Pep Guardiola is what the Manchester derby is all about pic.twitter.com/kvzwivmGBC — Football Daily (@footballdaily) March 8, 2020 Anthony Martial skoraði fyrra mark Manchester United í leiknum eftir frábæra og óvænta sendingu Bruno Fernandes úr aukaspyrnu. „Þessi sending inn á Anthony Martial var stórkostleg. Stuðningsmennirnir eru að missa sig yfir honum og þó að ég reyni að gera það ekki þá sé ég vel af hverju. Öll félög vilja hafa hetju innan sinna raða og hann verður sú hetja fyrir Manchester United,“ sagði Paul Ince.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira