Enski boltinn

Peter Whittingham látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Peter Whittingham lék 457 leiki og skoraði 96 mörk fyrir Cardiff á árunum 2007-17.
Peter Whittingham lék 457 leiki og skoraði 96 mörk fyrir Cardiff á árunum 2007-17. vísir/getty

Peter Whittingham, fyrrverandi leikmaður Aston Villa, Cardiff City og fleiri liða á Englandi, lést í dag, 35 ára að aldri.

Whittingham hafði legið á spítala í öndunarvél frá 7. mars. Hann varð þá fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum eftir að hafa dottið niður stiga á bar þar sem hann var að horfa á leik Englands og Wales í ruðningi ásamt vinum sínum. Whittingham komst aldrei til meðvitundar eftir að hann var fluttur á spítalann í Cardiff.

Whittingham, sem var örvfættur miðjumaður, hóf ferilinn með Aston Villa og lék 66 leiki með liðinu áður en hann gekk í raðir Cardiff 2007.

Hann var í tíu ár hjá Cardiff þar sem hann lék lengi með landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og um tíma með Heiðari Helgusyni.

Whittingham er sjöundi leikjahæsti og níundi markahæsti leikmaður í sögu Cardiff. Hann hjálpaði liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina 2013. Whittingham lauk ferlinum með Blackburn Rovers.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.