Erlent

Sögulegt ávarp Danadrottningar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Margrét 2. mun ávarpa dönsku þjóðina í kvöld.
Margrét 2. mun ávarpa dönsku þjóðina í kvöld. EPA/MARTIN SYLVEST

Danska ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar um frekari viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum klukkan 18, eða 19 að staðartíma. Danskir miðlar hafa ekki greint frá því hvað verður kynnt.

Klukkan 19 verður svo sent út sjónvarpsávarp sem Margrét Þórhildur Danadrottning tók upp í dag. Afar óvenjulegt er að danskur þjóðhöfðingi ávarpi þjóðina á krísutímum. Mette Frederiksen forsætisráðherra sagði að hún myndi ekki eftir slíku á sinni ævi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×